Morgunblaðið - 27.10.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.10.2011, Qupperneq 6
BAKSVIÐ Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Yfir 70% fatlaðra ungmenna á aldr- inum 14-18 ára eru félagslega ein- angruð og oft eða stundum einmana og staða fólks með geðræna röskun virðist að mörgu leyti verri en fólks sem býr við aðrar skerðingar. Full- orðnir með þroskaröskun sem búa í stofnanavæddu umhverfi njóta fjöl- breyttara félagslífs en á móti kemur að þeir telja sig fá of litlu ráðið um líf sitt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt á stöðu þjónustu við fatl- að fólk við tilfærslu á flutningi mála- flokksins frá ríki til sveitarfélaga um síðustu áramót, sem dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og dr. Rann- veig Traustadóttir, prófessor í fötlun- arfræðum við Háskóla Íslands kynntu á ráðstefnu um aðstæður fatl- aðs fólks og hvaða lærdóm væri hægt að draga af niðurstöðu rannsóknar- innar. Í úttektinni var áhersla lögð á að afla grunnupplýsinga um aðstæður fatlaðs fólks í lok síðasta árs með það að markmiði að hægt verði að meta faglegan ávinning af flutningi þjón- ustunnar árið 2014. Kannaðar voru aðstæður þeirra er nýta þjónustuna, það er fatlaðra barna upp að 18 ára aldri og fullorðins fólks sem býr við fötlun. Í úrtakinu voru 1.307 einstaklingar, 785 fullorðn- ir og 522 börn og var svarhlutfall 58%. Einnig voru tekin viðtöl við 30 fatlaða einstaklinga og aðstandendur þeirra og gerð könnun meðal starfsfólks. Fötluð ungmenni oft einmana Félagslegar aðstæður fatlaðra barna verða erfiðari með aldrinum og stríðni og einelti eykst á grunn- skólaaldri. Verulega dregur úr áreitni eftir því sem börnin eldast en að loknum grunnskóla búa um 70% fatlaðra ungmenna á aldrinum 14-18 ára við einangrun og upplifa sig oft eða stundum einmana og 69% ung- linga 17-18 ára taka ekki þátt í fé- lagslífi eða tómstundastarfi vegna skorts á félagsskap. Staða barna með geðræna erfið- leika er sýnu verri félagslega en um 86% þeirra eru oft eða stundum ein- mana og telja um 70% þeirra að skortur á félagsskap hindri þau í að taka þátt í félagslífi og tómstunda- starfi. Vilja fá meira sjálfræði Staða fullorðinna með geðræna erfiðleika virðist verri en fólks með aðrar skerðingar og það er líklegra til að eiga erfitt fjárhagslega. Í fyrra átti 31% þeirra ekki fyrir mat og vegna bágs fjárhags er félagslíf þeirra fábreyttara en þeirra sem ekki eru með geðröskun. Þau verða einnig oftar fyrir ofbeldi en aðrir svarendur. Fullorðnir einstaklingar með þroskahömlun búa oft og tíðum á sambýlum og upplifa iðulega að þeir séu ekki sjálfráðir um daglegar at- hafnir sínar, svo sem hvar þeir búa, með hverjum, hvenær þeir borða og fara að sofa og hver er þeim til að- stoðar. Þó að félagslíf þessa hóps sé fjölbreyttara en annarra svarenda hefur hann minni áhrif á það hvernig frítímanum er varið. Einnig er síður haft samráð við þennan hóp persónu- lega um áætlanagerð um þjónustu og stuðning. Enn sem komið er njóta aðeins um 7% fatlaðra notendastýrðrar per- sónulegrar aðstoðar en 59% höfðu áhuga á að fá slíka þjónustu. Mestur var áhugi á slíku meðal hreyfihaml- aðra en um 70% þeirra lýstu áhuga á þjónustunni. Telja sig fá of litlu ráðið um líf sitt  Úttekt sýnir að fatlaðir telja sig ekki fá nóga þjónustu til að geta tekið þátt í samfélaginu  Stór hluti fatlaðra ungmenna býr við félagslega einangrun  Niðurstaðan kemur sveitarfélögunum ekki á óvart Morgunblaðið/Sigurgeir S. Velferð Yfirskrift ráðstefnunnar var, Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan, sjálfræði. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 „Það er í raun ekkert í skýrslunni sem kemur okkur á óvart,“ segir Halldór Hall- dórsson, for- maður Sam- bands íslenskra sveitarfé- laga, um niðurstöður úttektar á þjónustu ríkisins við fatlaða. „Ég hins vegar fagna henni hástöfum vegna þess að hún er svo góð kortlagning á því hvern- ig staðan í málaflokknum er þegar við tökum hann yfir,“ seg- ir Halldór og bendir á að í skýrslunni komi fram ábend- ingar um ýmsa þætti sem sveit- arfélögin þurfi að athuga hvort þau geti ekki leyst betur en rík- ið. Þar megi nefna félagslega einangrun og aðgerðir til að draga úr henni en hún virðist vera mjög mikil hjá ákveðnum hópum. „Ég fullyrði að sveit- arfélögin með sína nærþjónustu að vopni muni ráða betur við það verkefni en ríkið,“ segir Halldór. Það þurfi ekkert endi- lega að vera þeim dýrara. Getum gert betur en ríkið ÞJÓNUSTA VIÐ FATLAÐA Halldór Halldórsson krónuna, ,,minnsta gjaldmiðil í heimi“. Hún hafi reynst þeim ágæt- lega. „Ég er hrifinn af sjálfstæðum gjaldmiðlum, vil að þeir séu til og geti lagað sig að aðstæðum. Ég held að allir sem tóku upp evruna hafi í reynd verið að taka upp gjaldmiðil Þýska- lands.“ Wolf sagði menn ekki mega gleyma því að ef þeir tækju upp ann- an gjaldeyri yrðu þeir að hlíta því að gengið sveiflaðist ekki endilega eins og þeim hentaði. Samfélagið yrði að hafa geysimikinn sveigjanleika til að bera, þegar kreppti að heima fyrir af einhverjum ástæðum gæti eina lausn- in verið að lækka launin. Hann sagðist verða að segja fund- armönnum að hann hefði ekki jafn ríka samúð með Íslendingum og áður en hann hann kom, nú sæi hann hvað þeir væru, þrátt fyrir allt, ríkir. „Hvaða læti eru þetta út af þjóð sem var alveg moldrík en er núna bara mjög rík?“ sagði hann og hlógu þá margir í salnum. Hann sagðist vera hrifinn af því hvernig Íslendingar hefðu látið sig hafa það að traðka á alþjóðlegu fjár- málafyrirtækjunum, þau hefðu ekki átt ekki betra skilið. Ef þau vildu endilega haga sér svona glannalega væri lágmarkið að þau tækju sjálf skellinn eða gerðu það erlendis. Wolf sagðist ekki skilja lagalegu hliðina á Icesave-deilunni en sagði það álit sitt að Íslendingar ættu sið- ferðislega séð ekki að greiða tapið sem óvarkárir Bretar hefðu fengið á sig. Reyndar liti nú út fyrir að eignir gamla Landsbankans myndu duga að mestu eða öllu leyti til að greiða inni- stæðueigendum. Menn ættu allavega ekki að taka ákvörðun í þessum mál- um fyrr en endanlega lægi fyrir hver kostnaðurinn yrði. Merkilega góður árangur í ríkisfjármálum Hann sagðist hafa talið gagnlegt fyrir sig að bera saman þróunina í efnahag Íslands og nokkurra annarra landa, Írlands, Grikklands og Spánar, til að átta sig á því hvað hefði í raun gerst hér. Wolf sagði árangurinn sem hefði náðst í ríkisfjármálum hér vera merkilega góðan. Það væri afrek að landsframleiðsla á ári skyldi ekki minnka um nema 7% þegar verst lét. „Þetta lítur í rauninni nokkuð vel út hjá ykkur, borið saman við hinar þjóðirnar, ekki frábært en býsna gott, einkum þegar haft er í huga hvað kreppan var djúp, stærð banka- kerfisins og áhlaupið sem þið urðuð fyrir; þetta var hrikalegt,“ sagði Wolf. „Ég þakka þetta gengisfelling- unni, tiltölulega snöggri end- urskipulagningu bankanna og fyrstu aðgerðunum til að takast á við skuldahengjuna. Ísland kemur út úr þessu með tiltölulega litlum opinber- um nettóskuldum og allgóðum við- skiptajöfnuði. Þetta er alls ekki svo slæmt.“ Þjóðinni hefði gengið mun betur að draga úr hallarekstri en öðrum sem hefðu orðið illa úti í hruninu og sýndi hann allmörg línurit þeirri skoðun til stuðnings, sum frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Ísland hefði gengið í gegnum djúpa kreppu en komist út úr henni fyrr en þau og með meiri hagvexti en þau þótt hann væri enn allt of lítill. Horfurnar væru bestar hjá Íslandi en Írland væri næst því að eiga sömu möguleika, samt væri landsframleiðsla á Írlandi nú miklu minni en hér. Hins vegar væri nánast óhjá- kvæmilegt að hér yrði talsverð verð- bólga, en í hinum ríkjunum gæti hún orðið mjög lítil, jafnvel yrði þar verð- hjöðnun til langs tíma. Það væri eina lausn þeirra á vandanum sem þau ættu í vegna lélegrar samkeppn- ishæfni á evrusvæðinu. Launin yrðu að lækka. En hér á landi væri stóra framtíðarspurningin hvort mönnum tækist að tryggja stöðugleika og koma í veg fyrir launaskrið, tryggja ávinninginn af gengisfellingunni miklu og þungbæru 2008. Mikilvægt verkefni væri að draga úr skuldum heimilanna til að koma gangi í efna- haginn og neysluna. „Til langs tíma eru það auðlind- irnar sem gera Ísland sérstakt og ein þeirra er auðvitað landfræðileg lega þess,“ sagði Wolf. „En hér eru það líka fiskimið og möguleikar ef sigl- ingar um norðurhjara opnast og margt fleira. Þið eruð fámenn þjóð með nóg af náttúruauðlindum og því engin skynsamleg ástæða til annars en að þið séuð alveg flugrík. Það mun gerast, við erum á leið inn á tímaskeið þar sem skortur verður á náttúruauðlindum vegna alþjóðlegar þróunar. Ekki bara vegna aukins mannfjölda heldur er nú mikill hag- vöxtur hjá fjölmennu þjóðunum og þær vilja vörur sem krefjast notk- unar á auðlindum. Kína og Indland eru stóru þættirnir sem eru að valda umskiptunum í átt til náttúru- auðlinda og þið eruð ein af þjóðunum sem eiga heilmikið af þeim.“ „Engin skynsamleg ástæða til annars en að þið séuð alveg flugrík“  Martin Wolf segir að Íslendingar eigi mikið af náttúruauðlindum og þró- un alþjóðamála sé þeim því hagstæð Reuters Átök Grikkir við brennandi götuvígi í Aþenu. Mótmæli og verkföll hafa staðið yfir síðustu mánuði vegna þrenginga evruríkisins. BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is „Hvers vegna í ósköpunum ættuð þið að ganga í samtök sem tekst jafn illa upp og Evrópusambandinu?“ spyr Martin Wolf, aðalhagfræðingur breska dagblaðsins Financial Times. „Hafið þið alls ekki tekið eftir því hvað er að gerast þar? Ísland myndi að sjálfsögðu ekki hafa nein áhrif, atkvæði þess yrði einskis virði í ákvörðunum sam- bandsins og svo gæti vel farið að það glataði stjórn á mikilvægum náttúruauðlindum sín- um vegna þess að þeir vilja ólmir komast í þær.“ Wolf stjórnaði í gærkvöld fundi sem VÍB, eignastýringarþjónusta Ís- landsbanka, efndi til og bar yfirskrift- ina Ísland - í endurreisn eða stefnuk- reppu? Aðrir frummælendur voru Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, Katrín Ólafsdóttir, lektor við Há- skólann í Reykjavík, og Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir. Martin Wolf er af mörgum talinn áhrifamesti blaðamaður heims á sviði efnahagsmála. Hann segist ekki sjá neitt að því að Íslendingar haldi fast í Martin Wolf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.