Morgunblaðið - 27.10.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
Búin var til sérstök Bankasýslatil að fara með eigenda-
tengsl ríkisins við bankana þrjá
sem urðu til haust-
ið 2008. Lands-
bankinn var einn í
ríkiseigu en hina
tvo afhentu Jó-
hanna og Stein-
grímur J. vogunar-
sjóðum og
kröfuhöfum án
samráðs við nokk-
urn mann. Hafa hinir ógeðfelldu
hákarlar efnahagslífsins þegar
haft töluvert upp úr krafsinu.
Forstjóri Bankasýslunnar sagðistarfi sínu lausu og varð
ekki annað lesið úr ummælum
hans en að skort hefði á heilbrigt
rekstrarumhverfi.
Stjórn Bankasýslunnar auglýstiþví eftir nýjum forstjóra og
láðist að geta þess í auglýsingu
að sá skyldi ekki vera síðri sam-
fylkingarmaður en Óðinn á
fréttastofunni og Gylfi hjá ASÍ.
Þetta gat því aldrei endað vel.
Stjórnvöld landsins gerðu hrópað Bankasýslunni. Sú hafði
vaðið í þeirri villu að mannaráðn-
ing hennar skyldi vera fagleg.
Stjórnin hrökklaðist burtu með
uppsagnarbréfi.
Steingrímur J. kom í viðtal oghrósaði sjálfum sér fyrir
hvernig hann hefði haldið á mál-
inu. En hann sagðist auðvitað
mundu virða ákvörðun stjórnar-
innar. Það var dálítið skrítið, því
bankasýslumennirnir voru ein-
mitt að segja af sér vegna þess
að ákvarðanir þeirra höfðu ekki
verið virtar.
En Steingrímur meinti auðvit-að að hann myndi virða
ákvarðanir stjórnarinnar – fyrir
sér.
Steingrímur J.
Sigfússon
Virðing Steingríms
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.10., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 6 skýjað
Akureyri 6 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 8 alskýjað
Vestmannaeyjar 6 alskýjað
Nuuk -6 heiðskírt
Þórshöfn 9 skúrir
Ósló 6 súld
Kaupmannahöfn 10 skúrir
Stokkhólmur 7 léttskýjað
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 11 léttskýjað
Brussel 12 léttskýjað
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 8 léttskýjað
London 12 léttskýjað
París 13 skýjað
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 11 léttskýjað
Berlín 12 skúrir
Vín 9 skúrir
Moskva 5 alskýjað
Algarve 22 skýjað
Madríd 15 léttskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 16 skýjað
Winnipeg 3 skýjað
Montreal 7 léttskýjað
New York 13 léttskýjað
Chicago 10 alskýjað
Orlando 26 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:55 17:30
ÍSAFJÖRÐUR 9:10 17:24
SIGLUFJÖRÐUR 8:54 17:07
DJÚPIVOGUR 8:27 16:56
Álagningu opinberra gjalda er lokið á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt
I. kafla, og 4. mgr. 71. gr. af fjármagnstekjum, og aðra þá sem lagt skal á vegna
tekjuársins 2010 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
á www.rsk.is og www. skattur.is.
Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi,
liggja frammi á skattstofum eða sérstaklega auglýstum stöðum dagana 27.
október til 10. nóvember að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til,
lýkur mánudaginn 28. nóvember 2011.
Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framgreindra laga.
27. október 2011
Auglýsing um
álagningu opinberra gjalda
á lögaðila árið 2011 Innanríkisráð-
herra hefur birt
frumvarp til um-
sagnar um að
hækka vitagjald
um 5% þannig að
það verði 136,62
krónur af hverju
brúttótonni
skips. Það myndi
hækka um 6,50 krónur við breyt-
inguna.
Í frumvarpinu kemur fram að
verði gjaldið hækkað um 5% megi
áætla að greiða þurfi 33,7 milljónir
af íslenskum skipum árið 2012 en
alls verði innheimtar 270,6 millj-
ónir í vitagjald, miðað við óbreytta
skipaumferð og stærð skipaflota.
Vitagjaldinu er ætlað að standa
straum af kostnaði við rekstur og
framkvæmdir á vegum Siglinga-
stofnunar Íslands og skal greitt
vitagjald af skipum sem sigla við
Íslandsstrendur og hafa hér við-
komu.
Á vef innanríkisráðuneytisins
kemur fram að fjárhæð vitagjalds
var síðast breytt 18. desember
2010. Einnig er lagt til í frumvarp-
inu lágmarksgjald verði hækkað
um 5%, þ.e. í 5.145 krónur úr 4.900
kr. Þessi hækkun er sögð vera í
samræmi við verðlagsbreytingar
frá síðustu hækkun gjaldsins.
Hækka á
vitagjald um
5 prósent
Skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar Íslands fengu ókeypis hár-
snyrtingu í gær. Félagarnir Gunnlaugur Hreiðar Hauksson og
Hörður Freyr Harðar munduðu klippurnar. Þeir eru nemar á
síðustu önn á hársnyrtibraut Tækniskólans og gáfu vinnu sína.
Þetta var verkefni sem þeir unnu fyrir skólann. Að auki fékk
fólk hársnyrtivörur að gjöf frá nokkrum fyrirtækjum. Hár-
snyrting verður í boði alla miðvikudaga fram að jólum frá kl. 9-
17 í Eskihlíð í Reykjavík.
Þá vill Fjölskylduhjálpin komast í samband við hár-
greiðslufólk á Suðurnesjum sem eru tilbúið að gefa vinnu sína. Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Fengu ókeypis
hársnyrtingu