Morgunblaðið - 27.10.2011, Page 9

Morgunblaðið - 27.10.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Á fundi þingmanna Suður- kjördæmis og sveitarstjórnar- manna í Árnessýslu í fyrradag setti Ari Björn Thorarensen, forseti bæj- arstjórnar Árborgar, fram þá hug- mynd að flytja starfsemi kvenna- fangelsisins í Kópavogi á Sogn í Ölfusi. Þar er nú rekin réttar- geðdeild sem áætlað er að loka og flytja starfsemi hennar til Reykja- víkur. „Auðvitað vilja menn á þessu svæði að starfsemin sem er nú á Sogni haldi þar áfram. Það er svo sem ekki alveg búið að loka á það en menn eru ekki bjartsýnir. Á fundinum í gær [fyrradag] var rætt um að það væri gott að koma ann- arri starfsemi strax inn í þetta hús. Þá setti ég fram þessa hugmynd,“ segir Ari. Hann segir þingmennina hafa tekið vel í hugmynd sína og hún hafi hlotið góðan hljómgrunn víðar. Ari lagði til að kvennafangelsið í Kópavogi flytti starfsemi sína að Sogni og starfsemi Hegningarhúss- ins við Skólavörðustíg, sem er á síð- asta snúningi, verði flutt í húsnæðið í Kópavogi. Gæti það sparað ríkinu þá tvo milljarða sem það kostar að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði. „Ögmundur hefur verið mjög fast- ur á þeirri skoðun að byggja nýtt fangelsi fyrir tvo milljarða króna á Hólmsheiði. Fangelsismálastofnun vill fylgja honum í þeirri vegferð. En fangelsi á Sogni gæti líka verið ágætis viðbót þar til nýtt fangelsi rís. Það tekur nokkur ár að byggja það og þetta gæti verið lausn þang- að til,“ segir hann. Lausn þar til nýtt fangelsi rís FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með www.gabor. is Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer Næg bílastæði Sjá sýnisho rn á www.l axdal.i s Laugavegi 63 • S: 551 4422 ÚLPUDAGAR 20%AFSLÁTTURAFVÖNDUÐUMVIND- OGVATNSÞÉTTUM ÚLPUM MEÐ HETTU Skoðiðsýnishornin áwww.laxdal.is Laugavegi 54, sími 552 5201 50% afsláttur af völdum kjólum fimmtudag til laugardags Guðni Einarsson og Egill Ólafsson „Við förum af stað um leið og orku- myndin skýrist og við munum ekki eiga í vandræðum með að fjármagna þetta,“ sagði Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norður- áls, um fram- kvæmdir félagsins í Helguvík. Hann var spurður um fjármögnun fram- kvæmdarinnar vegna frásagnar af ræðu forstjóra Landsvirkjunar á formannafundi ASÍ í gær. Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, skrifaði á síðu VLFA að ræða forstjóra Landsvirkjunar hefði vakið mesta at- hygli sína. „Það er mat formanns VLFA eftir að hafa hlustað á forstjóra Landsvirkj- unar að hverfandi líkur séu á að fram- kvæmdir vegna álversins í Helguvík verði að veruleika. Það kom fram í máli Harðar að Norðurál ætti eftir að fjármagna verkefnið að andvirði 250 milljarða og taldi hann að það yrði gríðarlega erfitt fyrir Norðurál að fjármagna verkefnið sökum ástands- ins á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Vilhjálmur. Ragnar kvaðst ekki hafa verið á fundinum og því ekki geta tjáð sig um ræðu Harðar. Hann sagði félagið ekki telja sig eiga í neinum vandræðum með að fjármagna sinn hlut varðandi uppbygginguna í Helguvík. Álverið á Grundartanga og verkefnið í Helgu- vík séu skuldlaus við lánastofnanir auk þess sem samstæðan eigi tölu- verða fjármuni í sjóðum. „Við höfum búið í haginn fyrir þetta verkefni í langan tíma og klárum okkur af því sem að okkur snýr, það verður ekki vandamál,“ sagði Ragnar. Ragnar sagði rétt hjá Herði að það tæki tíma að klára allan undirbúning fyrir alla áfangana. „Það verður að hafa í huga að framkvæmdin er áfangaskipt og það er ekkert því til fyrirstöðu að hefja vinnu við 1. áfang- ann án tafar. Hluti af orkunni er þeg- ar tilbúin. Orkuveita Reykjavíkur er búin að klára byggingu á Hellisheið- arvirkjun 5 og 6, en orkan var ætluð í fyrsta áfangann í Helguvík. Þegar bú- ið er að klára þessa orkusamninga er hægt að fara af stað með litlum fyr- irvara því að það er allt til reiðu frá okkar hendi.“ Ragnar sagði að HS-orka væri búin að fá öll leyfi til að stækka Reykjanes- virkjun og Landsvirkjun hefði sömu- leiðis öll leyfi til að virkja í neðrihluta Þjórsár ef áhugi væri á að fara í það verkefni. Landsvirkjun ætti fleiri kosti ef fyrirtækið vildu leggja verkefninu lið. „Það er gríðarlega orka til í orku- kerfinu í dag sem að er ekki nægilega góð nýting á. Það er ekki einu sinni víst að það þurfi að virkja meira til að knýja fyrsta áfangann í Helguvík.“ Reisa á álverið í Helguvík í fjórum áföngum, hvern með 90.000 tonna framleiðslugetu. Áætlað er að það kosti nálægt 75 milljörðum króna að ljúka fyrsta áfanga. Þar af mun vera búið að leggja 15-20 milljarða í verk- efnið. Samkvæmt reikningum Cent- ury Aluminium-samstæðunnar á hún nærri 25 milljarða króna í sjóði. Segir fjármögnunina ekki vera vandamál  Mikil orka er vannýtt í orkukerfinu sem nýtist í Helguvík Ragnar Guðmundsson Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir að það sé ekki ein- falt verk að koma framkvæmdum við álverið í Helguvík í gang og það verði ekki gert á einni helgi. Hann sagðist ekki hafa á fundinum í gær lagt mat á hvort áform um álverið í Helguvík yrðu að veruleika. Hörður sagði að eftir væri flókið ferli til að afla leyfa fyrir virkjanirnar. Þar að auki ættu allir sem kæmi að málinu eftir að fjármagna sig þ.e. Landsvirkjun, Norðurál, HS Orka, Orkuveita Reykjavíkur og Landsnet. Samtals þyrftu þessi fyrirtæki 250 milljarða til verkefnisins. „Ég sagði að þetta væri ekki fljótlegt miðað við núver- andi stöðu á fjár- málamörkuðum og raunar mjög erfitt. Þetta væri ekki ákveðið á einni helgi og þá færi allt í gang. Það væru óraun- hæfar væntingar. En ég var ekki að leggja mat á hvort þetta væri hægt, þetta væri bara flókið ferli.“ Hörður sagði að það tæki 1-1½ ár að afla tilskilinna leyfa og fjármagns. „Það þarf allt að ganga upp sam- hliða, það getur enginn byrjað fyrr en allir eru búnir,“ sagði hann. Orkuna væri síðan hægt að afhenda eftir 5-6 ár. Hörður sagði að við núverandi ástand á fjármálamörkuðum væri „feikilega erfitt verkefni“ að tryggja nauðsynlegt fjármagn. Nánast allt lánsfé þyrfti að koma frá útlöndum. Orkufyrirtækin þyrftu líklega um helming, um 125 milljarða. Hann benti á að það hefði tekið Lands- virkjun hálft ár að gera samninga um 25 milljarða lán vegna Búðar- hálsvirkjunar. runarp@mbl.is Tímafrekt verkefni  Afla þarf lánsfjár vegna 250 milljarða framkvæmda sem tengjast álveri í Helguvík og virkjana sem fara þarf í Hörður Arnarson Lögreglufélag Austurlands átelur stjórnvöld harðlega fyrir stefnu þeirra í málefnum lögreglunnar. Félaginu finnst sem þau hafi markvisst unnið að því að veikja lögregluna og skerða kjör lögreglumanna. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. „Lögreglufélag Austurlands krefst þess að stjórnvöld snúi frá þeirri nið- urrifsstefnu sem við lýði hefur verið og snúi sér að því að byggja upp lög- regluna í landinu,“ segir í ályktun félagsins. Segja stjórnvöld veikja lögregluna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.