Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ú
t er komin í vand-
aðri útgáfu bókin
Hugarró eftir Rob
Nairn í þýðingu
Árna Óskarssonar. Í
bókinni eru kynnt grundvallarlög-
mál búddatrúar og hvernig hug-
leiðsla fer fram. Þá eru í bókinni
æfingar í hugleiðslu og henni
fylgir hljómdiskur með hugleiðslu-
tónlist sem Beggi Morthens hefur
samið og flytur.
Vandað er til útgáfunnar í
hvívetna og er bókin skreytt með
málverkum eftir myndlistarmann-
inn Tolla, sem er maðurinn að
baki verkinu. Hann hefur sjálfur
lagt stund á búddisma og hug-
leiðslu um árabil.
Tolli segir að eftir að hann
tók að iðka búddisma hafi hann
rekið sig á það að eina grunnritið
sem til var á íslensku um búdd-
isma hafi verið lítill bæklingur frá
Námsgagnastofnun þar sem verið
var að kynna trúarbrögðin á ein-
faldaðan hátt. Hann kveðst hafa
notið leiðsagnar Völu og Halldórs í
Friðar- og hugleiðslumiðstöðinni
við valið á þessari bók til útgáfu á
íslensku.
„Okkur vantaði bók sem
fjallar um búddisma og hugtök
sem þvælast fyrir mörgum, eins
og karma og dharma, hér er það
útskýrt,“ segir Tolli og styður
fingri á bókina.
Hugleiðsluhópar
í fangelsum
„Ég hef verið að iðka hug-
leiðslu með Friðar- og hugleiðslu-
miðstöðinni en hún er í sterkum
tengslum við samfélag tíbetskra
búddista í Skotlandi,“ segir hann.
„Þar er framarlega í flokki suður-
afrískur afbrotasálfræðingur, Rob
Nairn, sem er höfundur þessarar
bókar. Nairn hefur iðkað hug-
leiðslu í áratugi. Hann sagði árið
1979 upp störfum sem prófessor
við Háskólann í Höfðaborg til að
sinna þessu verkefni, og sér-
staklega til að þróa og kenna hug-
leiðsluaðferðir. Hann er nú lektor
við Háskólann í Aberdeen og hef-
ur þróað aðferð sem kölluð er
„mindfullness-meditation“. Það er
nú þriggja ára námsgrein þar við
skólann.“ Tolli kýs að kalla þetta
núvitundarhugleiðslu en aðrir tala
um gjörhygli.
Hann segir að í bókinni sé að
finna sagnfræði og heimspeki
búddismans, auk þess sem hún er
ítarleg handbók í hugleiðslu.
„Mér fannst svo merkilegt
hvernig þetta sameinast allt í
þessari bók. Ég hef líka látið þýða
aðra handbók í hugleiðslu en hana
hef ég meðal annars notað með
góðum árangri með hugleiðsluhóp-
um sem ég hef unnið með í fang-
elsum,“ segir hann. Tolli segist
hafa unnið með góðu fólki í 12-
spora kerfinu í fangelsum og síðar
með hugleiðslu á Litla-Hrauni í
ein þrjú ár og svo líka núna í fang-
elsinu á Bitru.
„Þessi hugleiðsla virkar, klár-
lega,“ segir hann sannfærandi.
Máttur fyrirgefningarinnar
Tolli hefur líka haldið fyrir-
lestra fyrir hópa innan fyrirtækja.
„Þá styðst ég við núvitundarhug-
leiðslu sem ákveðna lausn, en fyr-
irlestrarnir hafa fjallað um mátt
fyrirgefningarinnar og kærleikans,
og réttinn til hamingju sem grund-
vallast á því að þú tekur ábyrgð á
eigin lífi og þá þarftu einhvern
áttavita, eitthvert kort að styðjast
við. Þar hefur búddisminn ým-
islegt til málanna að leggja.“
– Nú er oft spurt hvort búdd-
ismi sé aðferð til að lifa lífinu eða
trúarbrögð. Hvað er búddisminn?
„Ég held að bókin veiti mikið
til svar við þessu,“ svarar Tolli.
Vettvangur til að
finna hamingju
„Þessi hugleiðsla virkar, klárlega,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli en hann hefur
um árabil lagt stund á hugleiðslu og búddisma. Hann hefur einnig kynnt hug-
leiðsluaðferðir í fyrirlestrum og unnið með föngum í hugleiðsluhópum. Tolli hefur
nú gefið út þýðingu á bók um búddísk fræði og hugleiðslu, sem prýdd er mál-
verkum hans sjálfs og fylgir henni diskur með hugleiðslutónlist.
Morgunblaðið/Ómar
Málaður Búdda „Sumar myndanna styðjast við gamlar tíbetskar helgi-
myndir en eru þó í raun bara expressjónískt malerí,“ segir Tolli.
Á síðu Emily Post eru útlistaðar siða-
reglur sem kurteisu og siðsömu fólki
ber að fara eftir. Reglurnar eru fjöl-
margar og er þeim skipt í nokkra
flokka, t.d. félagslíf, brúðkaup, tækni,
fjölskyldur og daglegt líf.
T.a.m. er fjallað um hvernig eigi að
kynna fólk, halda veislu, skipta gjöf
sem maður er óánægður með, búa
sig undir atvinnuviðtal, binda enda á
Facebook-vináttu, gefa þjórfé og svo
má lengi telja. Sagt er frá því hvernig
eigi að leggja rétt á borð, hvernig
best sé að vekja athygli nágrannans á
vandamáli sem má rekja til hans,
hvenær sé við hæfi að klappa á tón-
leikum og hvernig eigi að bregðast
við þegar einhver ryðst fram fyrir
mann í röð svo fátt eitt sé nefnt.
Þeir allra áhugasömustu geta svo
keypt bækur Emily Post þar sem
fjallað er um breytta siði og venjur á
21. öldinni.
Vefsíðan www.emilypost.com
Morgunblaðið/Golli
Flott Emily Post leggur línurnar um hvernig skuli leggja á borð í matarboði.
Leiðarvísir um hvernig skal
haga sér í ýmsum aðstæðum
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Fjarðarkaup
Gildir 27.-29. okt. verð nú áður mælie. verð
Nauta T bone úr kjötborði ........... 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Lambaprime úr kjötborði ............ 2.598 3.197 2.598 kr. kg
Lambasvið frá Fjallalambi ........... 248 449 248 kr. kg
Súpukjöt frosið .......................... 598 698 598 kr. kg
Cheerios, 992 g ........................ 798 998 804 kr. kg
FK ís vanilla/súkkulaði, 2 ltr ....... 298 488 149 kr. ltr
Ostur sveitabiti 17% .................. 998 1.298 998 kr. kg
Meðalstór egg, 10 í pk. .............. 298 368 298 kr. pk.
bakarahveiti, 2 kg...................... 98 198 48 kr. kg
sykur ........................................ 129 189 129 kr. kg
Hagkaup
Gildir 27.-30. okt. verð nú áður mælie. verð
Holta leggir ferskir í magnp. ........ 629 898 629 kr. kg
Holta úrb. skinnl. bringur magnp. 2.283 2.854 2.283 kr. kg
Nautaats hakk........................... 1.119 1.598 1.119 kr. kg
Nautaats gúllas ......................... 1.749 2.498 1.749 kr. kg
Nautaats snitsel ........................ 1.749 2.498 1.749 kr. kg
Nautaats piparsteik ................... 2.099 2.998 2.099 kr. kg
Myllu kornbrauð......................... 259 399 259 kr. stk.
Myllu baguettebrauð, 400 g ....... 199 279 199 kr. stk.
Krónan
Gildir 27.-30. okt. verð nú áður mælie. verð
Folaldasnitsel............................ 1.798 1.998 1.798 kr. kg
Folaldagúllas ............................ 1.798 1.998 1.798 kr. kg
Folaldainnralæri ........................ 2.598 2.898 2.598 kr. kg
Folaldapiparsteik....................... 2.598 2.898 2.598 kr. kg
Folaldafilet................................ 3.498 3.898 3.498 kr. kg
Folaldalundir............................. 3.598 3.998 3.598 kr. kg
Folaldahakk .............................. 538 598 538 kr. kg
Sóma pítsa, 2 teg. ..................... 498 595 498 kr. stk.
ÍM kjúklingavængir..................... 299 398 299 kr. kg
ÍM kjúklingaleggir ...................... 698 899 698 kr. kg
Nóatún
Gildir 27.-30. okt. verð nú áður mælie. verð
Lambaprime ............................. 2.998 3.498 2.998 kr. kg
Grísasteik að hætti Dana............ 1.399 1.998 1.399 kr. kg
Húsavíkur hangilæri, 1/1 ........... 2.248 2.498 2.248 kr. kg
Ungnautahamborgari, 120 g ...... 249 289 249 kr. stk.
Ýsuflök roðlaus beinlaus............. 1.398 1.652 1.398 kr. kg
ÍM kjúklingur ferskur ................... 758 948 758 kr. kg
Kjörís vanilluís ........................... 498 638 498 kr. stk.
Meistara möndlukaka ................ 499 675 499 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 27.-30. okt. verð nú áður mælie. verð
Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 1349 1.854 1.349 kr. kg
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 1.349 1.854 1.349 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.998 2.598 1.998 kr. kg
Kjúklingalæri/leggir frá Ísfugli ..... 879 1.099 879 kr. kg
Sprite Zero, 2 ltr ........................ 259 310 130 kr. ltr
Weetos heilhveitihringir 375 g..... 599 649 1.598 kr. kg
Burtons Toffypops kex, 120 g...... 149 229 1.242 kr. kg
Hatting pítubrauð, frosin, 6 stk.... 289 379 49 kr. stk.
Patak’s sósur, 500 g .................. 389 485 778 kr. kg
Chicago T. pepper. pítsa, 340 g... 649 845 1.909 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Eggert
Glæsiverk til sölu
Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890
SMIÐJAN
Listhús - Innrömmun
Opið alla virka daga frá kl. 10-18.
Vegna mikillar
eftirspurnar
leitum við
að verkum
eftir gömlu
meistarana.
StórvalSvavar Guðnason
Kjarval Ásgrímur Jónsson
Í tilefni af 20 ára afmælis Smiðjunnar Listhús
bjóðum við 20% afslátt af innrömmun út nóvember
Einnig verk eftir
Tolla
Jón Engilberts
Sigurbjörn Jónsson
Þorvald Skúlason
Guðbjörgu Lind
Pétur Gaut
Jóhannes Geir
Valgarð Gunnarsson
Gunnlaug Blöndal
Þiðrik Hansson
Hafstein Austmann
Hörð Ágústsson
M
b
l1
30
72
43