Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 12
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vinnsla á rækju úr Ísafjarðardjúpi
hefst hjá Hólmadrangi á Hólmavík á
morgun. Fyrirtækið hefur gert
samning við fjóra af þeim fimm bát-
um, sem hafa leyfi til að veiða rækju
í Ísafjarðardjúpi í vetur. Gunnlaugur
Sighvatsson, framkvæmdastjóri
Hólmadrangs, segir að bátarnir séu
með um 60% af kvótanum. Daníel
Jakobsson, bæjarstjóri í Ísafjarð-
arbæ, harmar að rækjan skuli ekki
unnin á Ísafirði og gagnrýnir
byggðakvótakerfið.
Rækjunni úr bátunum er landað í
Súðavík og hefur komið fram að
rækjunni sé landað þar en ekki á
Ísafirði til að mótmæla úthlutun á
byggðakvóta. Gunnlaugur segist
hvorki vilja né geta blandað sér í slík
deilumál. „Við vorum beðnir um að
gera tilboð í þessi viðskipti og gengið
var að því verði, sem við buðum,“
segir Gunnlaugur. „Ég fagna þess-
um viðskiptum og það eykur öryggið
í rekstrinum að hafa gott framboð af
hráefni.“
Á fréttavefnum bb.is var í gær
rætt við Jón Guðbjartsson, stjórn-
arformann rækjuverksmiðjunnar
Kampa ehf., á Ísafirði. „Ég bauð
verð sem ég taldi, miðað við heil-
brigða skynsemi, að hentaði verk-
smiðjunni varðandi kostnað og ann-
að, en annar aðili bauð hærra verð
og óraunhæft verð að okkar mati.
Ég varð að bíta í það súra epli að ég
hef ekki efni á að tapa peningum og
því fóru þessi viðskipti annað,“ sagði
Jón meðal annars spurður um hvað
valdi því að megninu af rækjuaflan-
um í Ísafjarðardjúpi sé ekið til
Hólmavíkur til vinnslu hjá Hólma-
drangi.
Ekki viljað fikta í reglunum
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri í
Ísafjarðarbæ, segir að ákvörðun út-
gerðarmanna um að landa í Súðavík
hafi væntanlega í för með sér töpuð
störf og tekjur fyrir samfélagið.
„Þetta er hins vegar kerfið sem er í
gildi og útgerðarmenn geta landað
þar sem þeir vilja,“ segir Daníel.
„Auðvitað harmar maður að þessi
rækja skuli ekki unnin á Ísafirði og í
raun sýnir þessi staða kannski gall-
ana við byggðakvótakerfið.“
Hann segir að upphaf þessa máls
megi rekja til fiskveiðiársins 2009/10
og útgerðarmenn bátanna fjögurra
gagnrýni úthlutun byggðakvóta þess
árs. Bátar þeirra hafi verið skráðir á
Ísafirði, þeir hafi landað í kvíar í
Súðavík og fiskurinn síðan verið unn-
inn í Hnífsdal. Þannig að þrjú byggð-
arlög í tveimur sveitarfélögum komi
við sögu. Samkvæmt reglum þurfi
viðkomandi að eiga lögheimili á sama
stað og afla er landað og hann unninn.
Útgerðarmennirnir hafi viljað fá
löndun í Súðavík viðurkennda sem
fullnægjandi, en fyrri bæjarstjórn
hafi ekki treyst sér til að opna fyrir
slíka breytingu á reglum.
Útgerðarmaðurinn sem fékk um
70% byggðakvóta bæjarins hafi hins
vegar landað aflanum í kvíar í Hnífs-
dal, sem unnum afla, þó svo að hann
hafi síðan verið fluttur í burtu að
hluta til vinnslu annars staðar.
„Hefði verið vilji hjá þessum fjór-
um útgerðarmönnum til að fá
byggðakvóta hefði þeim verið hægur
leikur að landa á Ísafirði, segir Daní-
el. „Útgerðarmennirnir hafa ekki vilj-
að laga sig að reglunum heldur viljað
að bæjaryfirvöld löguðu sig að þeim,
en núverandi bæjarstjórn hefur hins
vegar ekki viljað fikta í reglunum. Þá
má ekki gleyma því að þessi aðilar
hafa fengið bætur vegna rækjubrests
síðustu níu ár.“
Úthlutun byggðakvóta 2009/10 kall-
aði á kærur og gagnkærur og var ekki
endanlega úthlutað fyrr en á síðasta
fiskveiðiári. „Augljóst er að um mikla
hagsmuni er að tefla með úthlutun
byggðakvóta og ef litið er til leigu-
verðs á kvóta gætu þetta verið um 80
milljónir innan Ísafjarðarbæjar. Í
heildina er byggðakvóti um átta þús-
und tonn á landinu, en frá þessu svæði
hér er um 10 þúsund tonnum af fiski
keyrt í burtu til vinnslu annars staðar.
Ef í alvöru er vilji til að afli sé unninn í
heimabyggð er hægt að breyta sam-
keppnisskilyrðum þannig að útgerð-
armenn sjái sér hag í því að vinna fisk-
inn heima fyrir,“ segir Daníel.
Fólki ekki fjölgað á Hólmavík
Gunnlaugur Sighvatsson segir að
starfsfólki verði ekki fjölgað til að
vinna rækjuna úr Djúpinu og ekki
þurfi að auka vinnslutíma. Fyrirtækið
hafi að mestu unnið tvífrysta rækju,
sem er að mestu keypt frá Noregi og
Kanada, og hafi unnið 7.500-8.000
tonn árlega síðustu ár. Auðvelt sé að
geyma frystu rækjuna meðan Djúp-
rækjan er unnin.
Gunnlaugur hefur ekki áhyggjur af
flutningi rækjunnar inn Djúp og yfir
Steingrímsfjarðarheiði, tæplega
200 kílómetra leið. Vegurinn lokist
sjaldan lengi og önnur rækja, sem
fyrirtækið vinnur sé flutt um mun
lengri veg. Þá bendir hann á að
Strandabyggð nái yfir í Ísafjarðar-
djúp og auk Ísafjarðarbæjar sé Súða-
víkurhreppur við Djúpið þannig að Ís-
firðingar geti ekki eignað sér
rækjuna.
Rækja úr Djúpinu veldur deilum
Ekið frá Súðavík til vinnslu á Hólmavík Gott framboð hráefnis eykur öryggi í rekstrinum, segir fram-
kvæmdastjóri Hólmadrangs Bæjarstjórinn á Ísafirði harmar að rækjan skuli ekki unnin á staðnum
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Rækjuvinnsla Það var nóg að gera hjá þeim Hafdísi Gunnarsdóttur og Erlu
Heiðu Sverrisdóttur í vinnunni í gær hjá Hólmadrangi á Hólmavík.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er mjög mikið um að vera í
London og verður í raun alltaf.
Samt sem áður tekur tíma að kom-
ast inn á þennan markað og margir
bítast um hann, en Íslendingar ættu
að eiga góða möguleika á að koma
sér fyrir,“ segir Dagmar Þorsteins-
dóttir hjá fyrirtækinu HBH Con-
struction Ltd. um tækifæri fyrir ís-
lensk fyrirtæki til að hasla sér völl í
London og nágrenni við endurnýjun
og viðhald á húsnæði. Dagmar er
meðal fyrirlesara á fræðslufundi
sem Íslandsstofa stendur fyrir í
dag. Hún hefur starfað við þennan
markað í London, fyrst hjá eigin
fyrirtæki, en nú hjá HBH Con-
structions Ltd. í London sem er al-
farið í eigu íslenska byggingafyr-
irtækisins HBH Byggis.
Dagmar segir íslensk fyrirtæki
hafa ákveðna styrkleika sem eigi að
nýtast þeim vel á þessum markaði í
London og nágrenni, sem veltir
mörgum milljörðum króna á ári
vegna endurnýjunar húsa, jafnt að
innan sem utan. Húsnæði er dýrt í
London og mikið um efnafólk sem
fjárfest hefur í dýrum byggingum,
ekki eingöngu Bretar heldur einnig
erlendir fjárfestar og auðkýfingar.
Í fyrsta lagi nefnir Dagmar gæði.
Þannig hafi allir íslenskir iðnaðar-
menn lokið fjögurra ára iðnnámi og
hafi margt fram yfir t.d. smiði og
múrara í Bretlandi, sem þurfa ekki
að sýna fram á nein réttindi til
starfa. Í öðru lagi nefnir hún hrað-
ann og eljusemina sem íslenskir iðn-
aðarmenn búa yfir. „Íslendingar
hafa þann kost að geta unnið hratt,
vinna langan vinnudag og allir
leggjast á eitt til að verkefnin gangi
upp á réttum tíma. Bretinn vill ljúka
sínum vinnudegi klukkan fjögur og
er alveg sama þó að verkefnið eigi
að vera búið,“ segir Dagmar.
Möguleikar á verkefnum í Lond-
on eru jafnt fyrir verktaka sem
hönnuði og arkitekta. Íslenskir arki-
tektar yrðu þó að vera í samstarfi
við breska starfsbræður sína og hið
sama gildir um t.d. rafvirkja og
pípulagningameistara. Hins vegar
eru ekki jafn strangar kröfur gerðar
til smiða, málara, múrara og flísa-
lagningamanna, svo dæmi sé tekið.
Viðhald í London fyrir Íslendinga
Miklir möguleikar taldir fyrir íslenska iðnaðarmenn og arkitekta í London Húsnæði endurnýjað
fyrir fleiri milljarða króna á ári Fagþekking Íslendinga og vinnuhraði talinn mikill kostur
Morgunblaðið/Golli
London Byggingar í London eru margar hverjar komnar á tíma og þarfnast mikils viðhalds og endurnýjunar.
Íslandsstofa stendur í dag fyrir
fræðslufundi um möguleika ís-
lenskra fyrirtækja á að afla
verkefna í London og nágrenni á
sviði nýbygginga og viðhalds
húsnæðis. Fer fundurinn fram á
Hótel Hilton Reykjavík Nordica
kl. 10-11.30.
Á fundinum mun Mark Dods-
worth, framkvæmdastjóri ráð-
gjafarfyrirtækisins Euro-
partnerships, segja frá
tækifærum á markaðnum og
Dagmar Þorsteinsdóttir mun
reifa þau skilyrði sem fyrirtæki
þurfa að uppfylla til að geta afl-
að verkefna og starfað á þess-
um markaði.
Að sögn Hermanns Ottós-
sonar hjá Íslandsstofu stendur
síðan til að fylgja fundinum eft-
ir með könnunarferð á mark-
aðinn dagana 6.-8. desember
næstkomandi, ef næg þátttaka
fæst. Hermann segir að þar
muni gefast gott tækifæri fyrir
íslenska verktaka og aðra
áhugasama til að kynnast arki-
tektum, hönnuðum og þeim
sem miðla verkefnum ytra.
Undirbúa
kynnisferð
TÆKIFÆRI Í LONDON
Alls eru 23 starfsmenn hjá
Hólmadrangi á Hólmavík, þar af
eru um sextán starfsmenn í
vinnslunni. Fyrirtækið er
stærsti einstaki vinnustaðurinn
á Hólamvík, en sveitarfélagið
Strandabyggð er stærsti vinnu-
veitandinn með rekstur leik-
skóla, grunnskóla og aðra starf-
semi á sinni könnu.
Þrír menn eru í stjórn Hólma-
drangs og heita þeir allir Jón
Eðvald. Stjórnarformaður er
Jón E. Alfreðsson, fyrrverandi
kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Steingrímsfjarðar, aðrir í stjórn
eru Jón E. Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri FISK Seafood hf.,
og Jón E. Halldórsson, kaup-
félagsstjóri KSH, og barnabarn
stjórnarformannsins.
Þegar mest var voru starf-
ræktar yfir 20 rækjuverk-
smiðjur víða um land, en nú eru
rækjuvinnslur reknar á Hólma-
vík, Ísafirði, Sauðárkróki,
Grundarfirði, Siglufirði og
Hvammstanga.
Jón, Jón og
Jón í stjórn
STÓR VINNUSTAÐUR