Morgunblaðið - 27.10.2011, Side 14

Morgunblaðið - 27.10.2011, Side 14
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Fátt er mikilvægara í lífinu en gæta þess að nútíminn sé viðunandi og huga verður að framtíðinni. En alls ekki má gleyma að hlúa endrum og sinnum að fortíðinni.    Um síðustu helgi var í Hofi boðið upp á hollt og skemmtilegt afturhvarf; Óðurinn til Ingimars Eydal, tónlistar- manns, kennara, framsóknarmanns og Skódaeiganda var framúrskarandi skemmtun. Tilefnið var að 75 ár voru liðin frá fæðingu Ingimars en hann lést langt um aldur fram, aðeins 56 ára gamall.    Gunnar Gunnarsson, organisti í Laugarneskirkju og óformlegur læri- sveinn Ingimars á sínum tíma, var „Ingimars ígildið“ eins og kynnirinn Margrét Blöndal orðaði það og Sig- urður Flosason „lék“ Finn heitinn Ey- dal, bróður Ingimars.    Söngvararnir Stefán Hilmarsson og Guðrún Gunnarsdóttir sungu lista- vel ýmis lög, eins og þeirra var von og vísa, og þá ekki síður heiðursgestirnir, Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson, sem bæði gerðu garðinn frægan með Hljómsveit Ingimars Ey- dal. Helena flutti t.d. Á skíðum skemmti ég mér og Þorvaldur Á sjó – nema hvað.    Karl Olgeirsson var tónlistar- og hljómsveitarstjóri og með honum léku, auk Gunnars og Sigurðar, Jón Rafnsson, Hannes Friðbjörnsson og Jón Elvar Hafsteinsson. Mæðginin Inga Dagný Eydal, dóttir Ingimars, og sonur hennar, Ingimar Björn Dav- íðsson sungu bakraddir og reyndar eitt djasslag saman.    Ingimar heitinn var svo sjálfur yfir og allt um kring ef svo má segja. Mar- grét rifjaði upp af honum skemmti- legar sögur og á stóru tjaldi á sviðinu voru birtir viðtalsbútar við hann úr sjónvarpsþáttum, og bútar úr við- tölum við fólk sem talaði um Ingimar.    Ekki fór á milli mála að viðstaddir höfðu einstaklega gaman af því sem var í boði. Fullt hús var á fyrstu tón- leikunum af þrennum, þegar ofanrit- aður var á staðnum; fólk dillaði sér í sætunum og söng með gömlu lög- unum sem Ingimar og hans fólk trylltu lýðinn með á sínum tíma. Margir sáu örugglega fyrir sér gamla, langa stigann úr anddyri Sjall- ans upp á aðalhæðina. Sumir kannski hlaðna vegginn flotta við einn bar- inn …    Inga Dagný og Margrét Blöndal eiga þakkir skilið fyrir framtakið. Væri ekki hægt að heiðra minningu þeirra bræðra beggja með árlegri samkomu, t.d. djasshátið? Hvernig hljómar Eydal 2012?    Frumsýning verður annað kvöld á sjóntónleikum LA og Hunds í óskil- um í Samkomuhúsinu. Ber sam- koman heitið Íslenski fjárhundurinn – saga þjóðar. Þar fara þeir Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartar- son í gegnum Íslandssöguna á hunda- vaði í tali og tónum.    Eiríkur og Hjörleifur eru höf- undar verksins en leikstjóri og dramatúrg sýningarinnar Benedikt Erlingsson. Í tilkynningu segir að Hundur í óskilum hafi spilað „á fjöl- mörgum árshátíðum banka og fjár- málastofnana og lagt þannig sitt af mörkum til íslenska bankahrunsins.“ Óhætt er að hlakka til …    Sjötta hljómplata Hjálma, Órar, er væntanleg. Fyrstu útgáfutónleikar Hjálma af því tilefni verða á Græna hattinum annað kvöld og aðrir á laug- ardagskvöldið. Hvernig hljómar Eydal 2012? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á Skódanum Hópurinn sem kom fram á tónleikunum, ásamt Ástu Sigurð- ardóttur, ekkju Ingimars. Hljómsveitarstjórinn Karl Olgeirsson fyrir miðju. Eydal Ingimar heitinn og Ásta kona hans Sigurðardóttir á tjaldinu, Inga Dagný og Ingimar Davíð á sviðinu. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 PIPA R\TBW A • SÍA • 112938 Global Economic Challenges and Fostering Future Prosperity Dr. Nemat Shafik aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, flytur erindi í röð hátíðarfyrirlestra rektors á aldarafmæli skólans: Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu föstudaginn 28. október nk. kl. 12.00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nú þegar svartasta skammdegið fer að skella á vill lögreglan minna á mikilvægi endurskinsmerkja fyr- ir gangandi vegfarendur í umferð- inni. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferð. Þá sé ekki síður mikilvægt að fullorðnir noti þennan einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Hlauparar og hjólreiða- menn eru líka minntir á mikilvægi endurskinsmerkja. Minnt á merkin Morgunblaðið/Árni Sæberg Sunnudaginn 26. október 1986 fór fram hátíðleg vígsluathöfn í Hall- grímskirkju. Þáverandi biskup Ís- lands, Pétur Sigurgeirsson, vígði kirkjuna með þátttöku margra presta og leikmanna. Á þessu hausti eru 25 ár liðin frá vígslunni og verður þess minnst með tveimur hátíðarmessum, þ.e. Hallgrímsmessu fimmtudaginn 27. okt. kl. 20. Það er dánardagur sr. Hallgríms Péturssonar og hefur þess gjarnan verið minnst með messugjörð á þessum degi en þetta er 337. ártíð sálmaskáldsins. Einnig verður hátíðarmessa sunnudaginn 30. okt. kl. 11. Þá pré- dikar biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson, og prestar og djákni Hallgrímskirkju þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur í báðum messunum undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors og við undirleik Björn Steinars Sól- bergssonar organista. Eftir mess- urnar verður boðið upp á kaffi og konfekt. Um 1.000 manns koma að jafnaði í Hallgrímskirkju á hverjum degi yfir ferðamannatímann sem sífellt verður lengri og lengri. 25 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Ásdís Í dag, fimmtudaginn 27. október, verður 10 ára afmælishátíð Ás- landsskóla í Hafnarfirði. Af því tilefni munu nemendur og starfsmenn mæta spariklæddir í skólann. Dagskráin hefst kl. 8.10 á afmæl- ismorgunstund á sal skólans og munu allir nemendur og starfs- menn mæta til athafnarinnar. Þar verður meðal annars gamli skólasöngurinn kvaddur/sunginn ásamt því að hljómsveitin Polla- pönk leikur og syngur. Hljóm- sveitin mun einnig frumflyta nýjan skólasöng Áslandsskóla, sem sam- inn var í tilefni afmælisins. Í tilefni dagsins verður hátíðar- matseðill fyrir nemendur og starfs- menn. Áslandsskóli og starfið þar þótti talsverð nýjung þegar hann tók til starfa. Erlendir gestir hafa gjarnan heimsótt skólann. Friðrik, krón- prins Danmerkur, og Mary kona hans heimsóttu t.d. skólann árið 2008 ásamt forsetahjónunum. Myndin var tekin við það tækifæri. Morgunblaðið/Kristinn Áslandsskóli heldur upp á 10 ára afmæli Sambíóin hafa bryddað upp á þeirri nýbreytni að hafa sérstakar Mömmumorgnasýningar sem reynst hafa vinsælar. Næstu sýningar verða föstudaginn 28. október kl. 10:30 og föstudaginn 4. nóvember kl. 10:30 á myndinni Húshjálpinni, The Help, í Álfabakka. Mömmu- morgnar verða frábrugðnir hefð- bundnum sýningum að því leyti að hljóðstyrkur verður ekki eins og gengur og gerist í bíó auk þess sem það verður ljóstíra í salnum mæðrunum til halds og trausts. Það er gert ráð fyrir því að mæðurnar þurfi að hafa nægt pláss í kringum sig og því fær hver og ein móðir lágmark eitt sæti til að geyma bleiur, burðarstól, yfirhafnir o.s.frv. Mæðurnar ættu því að geta gert sér dagamun með börnunum og skellt sér í bíó en miðaverð er 800 kr. Hægt er að tryggja sér miða í miðasölu Sambíóanna og/eða á www.sambio.is. Sambíóin efna til morgunsýninga fyrir mæður – Dregið verður úr hljóðstyrk Lagadeild Háskóla Íslands fagnar aldarafmæli skólans með opnu húsi í dag, fimmtudag. Þar verður lögð áhersla á að kynna starfsemi deild- arinnar fyrir almenningi. Dagskrá lagadeildar stendur frá 12:00-16:00. Að lokinni hádegis- hressingu í anddyri Lögbergs mun Róbert R. Spanó, forseti lagadeild- ar, flytja ávarp og opna upptökur af námskeiðinu Inngangur að lög- fræði á vef deildarinnar. Á milli kl. 12:40 og 14:00 stendur Úlfljótur, tímarit laganema, fyrir hátíðarmálþingi. Kl. 14:30 verða sýndarréttarhöld laganema í Lög- bergsdómi. Þar verður tekist á um það hvenær ummæli á Facebook fara yfir mörk hins leyfilega. Kynning á lagadeild STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.