Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 EXECUTIVE MBA INFORMATION MEETING Tuesday November 1st at 17.00 - 18.00 at the Hotel Hilton Reykjavik Nordica, Surlandsbraut 2, Reykjavik. • Executive MBA • Executive MBA in Shipping, Offshore and Finance • Executive MBA in Energy • Executive Master of Management in Energy All programmes are part-time and in English. Registration: www.bi.no/mba EFMD FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogi íslamska flokksins Ennahda í Túnis lofaði í gær að mynda meiri- hlutastjórn innan mánaðar eftir að yfirvöld birtu kjörtölur sem bentu til þess að hann hefði sigrað í fyrstu þingkosningum í landinu eftir upp- reisn sem hófst í janúar og varð til þess að einræðisherra landsins hrökklaðist frá völdum. Uppreisnin í Túnis var upphafið að arabíska vorinu svonefnda og þetta eru fyrstu þingkosningarnar sem uppreisnaraldan í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum hefur getið af sér. Þótt Túnis sé að mörgu leyti sér á parti geta kosningarnar þar gefið vísbendingar um framvinduna í þess- um heimshluta, einkum um styrk ísl- amskra hreyfinga. Talning atkvæðanna tekur langan tíma en fyrstu kjörtölur benda til þess að íslamski flokkurinn Ennahda hafi fengið meira en 40% þingsæt- anna. Ólíklegt þykir þó að flokkurinn fái meirihluta á þinginu vegna kosn- ingareglna sem ætlað er að hindra að einn flokkur geti haft bæði tögl og hagldir á þinginu. Nýja þingið á að semja nýja stjórnarskrá og skipa ríkisstjórn, auk þess sem það fer með löggjafar- valdið. Leiðtogar Ennahda segjast vilja vinna með öllum flokkum á þinginu til að semja stjórnarskrá sem verði öðrum löndum í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum góð fyrir- mynd. Boðar ekki sjaríalög Stefnuskrá Ennahda ber merki þess að samfélagið í Túnis er verald- legra en í mörgum öðrum löndum í þessum heimshluta. Í kosn- ingastefnuskrá flokksins er ekkert minnst á sjaríalög þótt leiðtogi flokksins, Rached Ghannouchi, hafi talað fyrir umbótum á samfélaginu á grundvelli sjaríalaga á áttunda ára- tug aldarinnar sem leið. Hófsamleg stefna Ghannouchi hefur orðið til þess að honum hefur verið bannað að ferðast til Írans og Sádi-Arabíu, að því er fram kemur í grein í The New York Times. Í stefnuskránni boðar flokkurinn „hófsamt íslam“ og lofar að virða réttindi og frelsi annarra trúflokka og minnihlutahópa. Flokkurinn kveðst vilja tryggja að konur hafi sama rétt og karlar til at- vinnu og menntunar og leggst gegn því að konur séu þvingaðar til að vera með slæður. Flokkurinn hefur lofað að berjast gegn spillingu í stjórnkerfinu og kveðst vilja að stjórnarskráin tryggi lýðræðislegar kosningar til þings sem kjósi forseta landsins til fimm ára. Sami maðurinn geti aðeins gegnt forsetaembættinu í tvö kjörtímabil, eða í tíu ár. Ennahda hefur lofað félagslegu húsnæði, umbótum til að tryggja öll- um aðgang að heilsugæslu, aukinni félagslegri aðstoð og hærri lág- markslaunum. Flokkurinn hefur einnig heitið því að virða alþjóðlega sáttmála og sækjast eftir nánari tengslum við Evrópusambandið. Um 19% vinnufærra landsmanna eru án atvinnu og Ennahda stefnir að því að minnka atvinnuleysið í 8,5% ekki síðar en árið 2016. Hann hefur lofað 590.000 nýjum störfum. Flokkurinn kveðst stefna að 8% hagvexti á ári, meðal annars með því að efla ferðaþjónustuna. Segja samstarf nauðsynlegt Fréttaveitan AFP hefur eftir sér- fræðingum í málefnum Túnis að leið- togar Ennahda eigi einskis annars úrkosti en að vinna með öðrum flokk- um á þinginu. Til að standa við loforð sín í efnahagsmálum þurfi íslamski flokkurinn einnig að forðast hvers konar aðgerðir sem geti fælt frá er- lenda fjárfesta og ferðamenn. Fréttaskýrendurnir segja að einnig sé hugsanlegt að vinstri- flokkar reyni að mynda meiri- hlutastjórn til að hindra að En- nahda komist til valda. Tveir vinstriflokkar og flokkur, sem teng- ist einræðisherr- anum fyrrverandi, eru helstu keppi- nautar Ennahda, samkvæmt fyrstu kjörtölum. Íslamskur flokkur með hóf- sama stefnu sigraði í Túnis Reuters Sigur Stuðningsmenn íslamska flokksins Ennahda fögnuðu fyrir utan höfuðstöðvar hans í Túnisborg í fyrrakvöld.  Boðar lýðræði, trúfrelsi og stjórnarskrá sem verði arabaríkjum til eftirbreytni „Sigur Ennahda verður ekki til þess að stjórnarskráin byggist að miklu leyti á íslam,“ hefur blaðamaður Los Angeles Times í Túnis eftir lagaprófessornum Nidhal Makki. „Leiðtogar flokksins vilja borgaralegt ríki, ekki íslamskt. En sigur Ennahda hefur örugglega áhrif á arabaheim- inn. Hann verður til þess að ráðamenn nokkurra landa í heimshlutanum grípa nú til þess ráðs að herða tök sín á löndunum til að koma í veg fyr- ir að íslamistar verði of valdamiklir eins og í Túnis og Egyptalandi.“ Þótt Ennahda boði hófsama stefnu hefur sigur hans í Túnis valdið mörgum andstæðingum íslamskra flokka í Egyptalandi miklum áhyggj- um. Íslömsku flokkarnir telja einnig að niðurstaðan í Túnis sé vísbend- ing um það sem koma skal í Egyptalandi. Þeir segja að sigur íslamsks flokks í Túnis, sem er tiltölulega frjálslynt land í trúmálum, sýni hversu mikið aðdráttarafl íslam hafi í arabaheiminum. „Það sem gerðist í Túnis er merki um að flokkar með íslamskan bak- grunn eða íslamska hugmyndafræði nái miklum árangri í kosningunum í Egyptalandi,“ hefur The Wall Street Journal eftir talsmanni eins af ísl- ömsku flokkunum. Aðrir benda þó á að stefna Ennahda er hófsamari en annarra ísl- amskra flokka í þessum heimshluta. Bræðralag múslíma, sem fer fyrir stærsta pólitíska bandalaginu í Egyptalandi, hefur barist fyr- ir því að stjórnarskrá landsins byggist á sjaríalögum, ólíkt Enn- ahda. „Ennahda getur starfað í frjálslyndri ríkisstjórn. Bræðralag múslíma getur það ekki,“ hefur The Wall Street Journal eftir Emad Gad, kristnum Egypta sem er í fram- boði fyrir flokk jafnaðarmanna. Bræðralag múslíma hefur þó myndað kosningabandalag með nokkrum flokk- um, sem aðhyllast veraldlegt stjórnkerfi, og hefur léð máls á samstarfi við aðra flokka á þinginu eftir kosningar sem hefjast í næsta mánuði. Segja sigurinn sýna aðdráttar- afl íslam í arabaheiminum ENNAHDA MEÐ HÓFSAMARI STEFNU EN BRÆÐRALAG MÚSLÍMA Rached Ghannouchi Muammar Gadd- afi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var auð- ugasti maður heims, að sögn bandaríska dag- blaðsins Los Angeles Times. Blaðið segir að Gaddafi hafi ver- ið um það bil þrisvar sinnum auð- ugri en Carlos Slim, kaupsýslumað- ur í Mexíkó sem var efstur á lista tímaritsins Forbes í vor yfir auð- ugustu menn veraldar. Los Angeles Times segir að auður Gaddafis og sjóðir, sem hann réð yfir, hafi num- ið jafnvirði alls 23.000 milljarða króna. Gaddafi sagður hafa verið langauðugasti maður heimsins Muammar Gaddafi LÍBÍA Fyrsta áætlunar- ferð Dreamliner, nýrrar tegundar Boeing-þotu, var farin í gær frá Tókýó til Hong Kong á vegum japanska flug- félagsins All Nippon Airways. Fyrsta Dream- liner-þotan var tekin í notkun þremur árum á eftir áætlun vegna vandamála hjá Bo- eing. Hún er einkum smíðuð úr létt- málmum, eyðir 20% minna elds- neyti og getur flogið lengri flugleiðir án millilendingar en sam- bærilegar vélar. Fyrsta áætlunarferð Dreamliner-þotu Farþegar í fyrstu ferðinni. JAPAN Norðursambandið á Ítalíu, flokkur Umberto Bossi, neitaði í gær frétt um að Bossi hefði samið við Silvio Berlusconi forsætisráðherra um að hann segði af sér. Dagblöðin La Re- pubblica og La Stampa sögðu að Bossi og Berlusconi hefðu gert leynilegan samning um að forsætis- ráðherrann segði af sér í desember eða janúar og efnt yrði til þing- kosninga í mars, gegn því að Norðursambandið samþykkti breytingar á lífeyriskerfinu. Slagsmál brutust út á ítalska þinginu í gær þegar minnst tveir þingmenn Norðursambandsins réð- ust á stjórnarandstæðing. Heit umræða Mikil spenna er á ítalska þinginu vegna efnahagsvandans. Neita frétt um að Berlusconi fari frá Reuters ÍTALÍA Lögreglan á Sikiley hefur sent konu tilkynningu um að henni beri að greiða stöðumælasekt að and- virði 32.000 evra, eða rúmra fimm milljóna króna. Þegar konan kvart- aði yfir reikningnum kom í ljós að lögreglan hafði reiknað 2.000 ára vexti á sektina fyrir mistök, þ.e. reiknað vexti frá árinu 208 í stað 2008. „Þegar konan opnaði um- slagið og sá stöðumælasektina féll hún í öngvit og var flutt á sjúkra- hús,“ sagði dagblaðið Repubblica. Fékk sekt með vöxt- um frá árinu 208 ÍTALÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.