Morgunblaðið - 27.10.2011, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
S
mágerðir laumufarþegar,
pöddur af ýmsu tagi, hafa
tekið sér far með potta-
plöntum hingað til lands.
Svo virðist sem iðandi
smádýralíf sé í blómapottunum eins
og Erling Ólafsson, skordýrafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands, staðfesti nýlega. Í grein hans á
vef Náttúrufræðistofnunar kemur
m.a. fram að sumir þessara landnema
geti mögulega valdið hér miklum
skaða. Erling bendir á þá alþekktu
staðreynd að tegundir geti farið úr
böndum þegar þær komi inn í annars
konar samfélag lífvera en þær séu
upprunnar úr. Þær geta m.a. fjölgað
sér óhamið í nýju umhverfi svo lengi
sem fæðuframboð sé nægt því þar sé
ekkert sem haldi viðkomu þeirra í
skefjum. Dæmi um slíkt séu fjölmörg
um allan heim.
Sigurgeir Ólafsson, plöntu-
sjúkdómafræðingur og fagsviðsstjóri
hjá Matvælastofnun, annast eftirlit
með innflutningi plantna. Hann sagði
að reglur um heilbrigði plantna sem
fluttar væru hingað væru þannig að í
raun girtu þær ekki fyrir að smádýrin
fylgdu með í blómapottunum. Sam-
kvæmt reglunum er það skilgreint
hvaða skaðvalda menn vilja ekki fá til
landsins. Listi yfir hina óæskilegu
skaðvalda fylgir sem viðauki reglu-
gerðar um innflutning og útflutning á
plöntum og plöntuafurðum. Þetta er í
samræmi við alþjóða samning um
plöntuvernd sem Ísland er aðili að.
Auk þess er einnig viðauki sem bann-
ar innflutning á tilteknum skógar-
trjám og tilteknum grænmetis-
plöntum sem ræktaðar eru í
gróðurhúsum hér á landi.
Vandi Íslendinga stafar og af því að
mörg dýr sem ekki hafa borist hing-
að, en gætu mögulega valdið skaða,
eru ekki skráð sem alvarlegir skað-
valdar í sínum heimalöndum. Sigur-
geir tók dæmi af folaflugunni, nýleg-
um landnema hér. Lirfur hennar eru
taldar geta valdið skaða á gróðri,
einkum þar sem margar lirfur alast
upp. Sigurgeir benti á að folafluga sé
ekki á opinberum listum yfir skað-
valda í nágrannalöndum okkar. Hún
sé almennt útbreidd og ef til vill ekki
talin vera hættuleg heldur hluti af
náttúrunni. Svipað sé að segja um
spánarsnigilinn sem er útbreiddur í
Norður-Evrópu og líkt gildir um
fjölda annarra tegunda.
„Áhyggjur mínar eru ekki síst í
sambandi við tegundir sem ekki er
hægt að lista upp en sem gætu komið
hingað sem laumufarþegar. Heil-
brigðisvottorð sem fylgir plöntum
segir ekki að þetta sé algjörlega sótt-
hreinsað og líflaust. Heldur að þær
tegundir skaðvalda sem innflutnings-
landið vill verjast séu ekki í sending-
unni,“ sagði Sigurgeir.
Lífverur berast hingað til lands
með ýmsum hætti, ekki bara í
tengslum við innflutning á plöntum.
Bann við innflutningi á plöntum
myndi því ekki koma í veg fyrir að
hingað bærust mögulegir skaðvaldar,
að mati Sigurgeirs. „Við vitum um
skaðvalda sem við höfum fengið með
fuglum og vindum. Það koma líka
skordýr með vörugámum,“ sagði Sig-
urgeir.
Hvað varðar skráningu mögulegra
skaðvalda á bannlista sem gildir við
innflutning er vandinn ekki þær
dýrategundir sem augljóslega valda
skaða, að mati Sigurgeirs. Vandinn
tengist þeim tegundum sem hafa al-
menna útbreiðslu í viðskiptalöndum
okkar og eru ekki taldar vera hættu-
legar þar en gætu valdið tjóni hér á
landi. Því ráða ólíkar aðstæður í nátt-
úrunni hér og þeim löndum sem
pöddurnar koma frá.
Sigurgeir sagði plöntueftirlitið
hafa takmarkaða möguleika á að gera
vöruskoðanir en reynt er að tryggja
að bannaðar tegundir séu ekki fluttar
inn og eins að heilbrigðisvottorð fylgi
öllum sendingum.
Blómapottarnir eru
iðandi af smádýralífi
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Þúsundfætla Þessi padda fannst ásamt fleirum í sýni sem Erling Ólafsson
skordýrafræðingur tók úr innfluttum blómapotti fyrr í þessum mánuði.
Erling Ólafsson, skordýrafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands, tók snemma í þessum
mánuði lítið jarðvegssýni úr
innfluttum blómapotti í stór-
verslun sem flytur m.a. inn
pottablóm. Erling skoðaði sýn-
ið og segir frá niðurstöðunni
á heimasíðu stofnunarinnar:
„Í þessu litla sýni fundust
tvær fiðrildalirfur (óþekkt teg-
und), nokkur fjöldi þúsund-
fætlna (af tegundinni Oxidus
gracilis), ungviði garðaklauf-
hala (Forficula auricularia),
ánamaðkur (Lumbricidae) og
hvítmaðkur (Enchytraeidae).“
Erling segir þetta litla dæmi
sýna að viðvaranir hans séu
ekki úr lausu lofti gripnar.
Hann telur víst að í inn-
fluttum jarðvegi séu einnig
frumdýr, þráðormar og fleira.
Þá sé algengt að sjá þör-
ungaskán á yfirborðinu og
jafnvel mosa.
Hann segir ljóst að flestar
þessar lífverur kunni að vera
meinlausar, en það gildi ekki
um þær allar.
Laumufar-
þegarnir
LÍF Í BLÓMAPOTTUNUM
F
lest höfum við sterka tilhneigingu
til að taka þeim vel sem vilja vel,
en um leið látum við okkur yfir-
leitt ekki miklu skipta hvaða leið
hinn velviljaði hefur valið sér.
Okkur nægir að vita að hann meinar svo ósköp
vel. Þær aðstæður hljóta þó að skapast þegar
við spyrjum: Er þetta virkilega rétta leiðin?
Þessi spurning vaknar til dæmis þegar hóp-
ur kvenna hylur andlit sitt og mætir á opin-
bera samkomu í kuflum og hrópar í kór um
nauðsyn þess að uppræta óvininn. Kuflinn er
kannski dökkur en minnir samt ónotalega á
hvíta kuflinn sem Ku Klux Klan-meðlimir
klæddust. Þessi nýi hópur vill taka lögin í sínar
hendur og finna sín fórnarlömb, sem hann tel-
ur vera óværu á samfélaginu. Um leið eignast
þessi hópur sína aðdáendaklúbba, þrátt fyrir
að einstaklingar innan hans þori ekki eða vilji ekki koma
fram undir nafni heldur leggi alla áherslu á að leyna per-
sónu sinni.
Þau samtök sem hér er verið að vísa til nefnast Stóra
systir og minna þannig á Stóra bróður George Orwells í
skáldsögunni 1984. Stóri bróðir vildi þurrka út allt ein-
staklingseðli af því hann taldi sjálfstæða hugsun hættu-
lega. Stóra systir vill þurrka út allar soralegar hugsanir
einstaklingsins – það er að segja karlkyns einstaklinga –
og leggur mikið á sig til að komast að því hvaða karlmenn
það eru sem leggjast svo lágt að íhuga að gerast vændis-
kaupendur. Það skiptir Stóru systur engu máli hvort við-
komandi karlmaður hafi gerst brotlegur með
því að kaupa vændi, það nægir að hann hafi
sýnt áhuga á kaupunum. Þess vegna er lögð
fyrir hann gildra. Til dæmis með því að setja
auglýsingu í Fréttablaðið í þeirri von að hann
svari henni. Næsta dag er svo upplagt að
býsnast yfir því að Fréttablaðið birti auglýs-
ingar um vændisþjónustu. Stóra systir kemur
nú ekki beinlínis hreint fram, en hún telur að
tilgangurinn helgi meðalið og sér ekkert at-
hugavert við athæfi sitt.
Karlmaður svarar plantaðri auglýsingu.
Stóra systir kemur nafni hans og símanúmeri
til lögreglu og ætlast til að brugðist sé við eins
og stórglæpur hafi verið framinn. En það hef-
ur enginn glæpur verið framinn. Hugsana-
glæpur sem verður að fyrirspurn á vændis-
markaði er ekki það sama og verknaðar-
glæpur. En þetta þýðir sennilega ekki að segja Stóru
systur. Hún á í heilögu stríði við saurugar hugsanir.
Við hljótum að spyrja hvort það sé ekki varasamt og
jafnvel glæpsamlegt að leggja gildrur fyrir fólk. Það getur
varla verið bæði sjálfsagt og lofsvert að lokka aðra út í af-
brot, vegna þess eins að það sé svo brýnt að refsa öllum
þeim sem hugsanlega gætu einhvern tíma gerst brotlegir.
Það getur heldur ekki verið rétt að draga fram í dagsljósið
sem sakamenn þá einstaklinga sem hafa gælt við tilhugs-
unina um lögbrot. Ef það á að vera regla þá eru margir
sekir um margt. Stóra systir er ekki á réttri leið.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Heilagt stríð Stóru systur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Stefan Fühle,stækk-unarstjóri
Evrópusambands-
ins, sagði frá því í
heimsókn sinni
hingað á dögunum
að ekki væri ætlast til að ríki
sæktu um aðild að sambandinu
nema skýr vilji væri til inn-
göngu. Viðræðurnar við sam-
bandið þyrftu að fara fram á
þeim forsendum. Þetta hafa
ýmsir hér á landi átt erfitt með
að skilja og telja að hægt sé að
fara í viðræður til þess eins að
sjá hvað kemur út úr þeim, eins
og sjá mátti af viðbrögðum við
þessum ábendingum Fühle.
Ákafir stuðningsmenn að-
ildar tala enn um að vinna verði
að því að „ná sem bestum
samningi“ og leggja mikið upp
úr því að „samningaviðræð-
urnar“ gangi sem best.
Þegar reynt er að benda á að
engar raunverulegar samn-
ingaviðræður eigi sér stað við
ESB er stundum reynt að snúa
út úr og svo haldið áfram að
tala um mikilvægi góðra samn-
inga.
Svona hefur síbyljan verið
hér á landi. Evrópusambandið
er hins vegar ekki með þennan
blekkingarleik, enda er stefna
þess alveg skýr þegar kemur
að inngöngu nýrra ríkja og fyr-
ir þá sem vilja kynna sér málið
í stað þess að lifa í eigin
draumaheimi má finna upplýs-
ingar um þessa stefnu á vef
sambandsins.
Í sérstökum bæklingi sem
Evrópusambandið hefur gefið
út til að útskýra stækk-
unarferlið er kafli sem heitir
Aðlögunarvið-
ræður. Kaflinn
hefst á þessum
orðum: „Fyrst er
mikilvægt að und-
irstrika að hug-
takið „samninga-
viðræður“ getur verið villandi.
Aðlögunarviðræður beinast að
skilyrðum og tímasetningum á
inngöngu umsóknarríkis, fram-
kvæmd og beitingu ESB-
reglna, sem eru upp á 90.000
blaðsíður. Og þessar reglur
(líka þekktar sem „acquis“,
sem er franska yfir „það sem
hefur verið ákveðið“) eru ekki
umsemjanlegar. Fyrir um-
sóknarríki er þetta í grundvall-
aratriðum spurning um að
samþykkja hvernig og hvenær
eigi að framkvæma og beita
reglum ESB og starfsháttum.
Fyrir ESB er mikilvægt að fá
tryggingu fyrir dagsetningu og
skilvirkni innleiðingar um-
sóknarríkis á reglunum.“
Auðvitað geta þeir sem það
vilja haldið áfram, þrátt fyrir
þessar skýru línur Evrópusam-
bandsins, að tala um að Ísland
eigi í samningaviðræðum við
Evrópusambandið sem geti
skilað einhverju öðru en inn-
göngu í Evrópusambandið eins
og það er. Og þó að Evrópu-
sambandið segi að reglurnar
séu „ekki umsemjanlegar“ geta
þeir sem vilja líka haldið áfram
að reyna að blekkja landsmenn
til að halda að við getum breytt
Evrópusambandinu áður en við
göngum inn. Slíkur málflutn-
ingur er ekki heiðarlegur, en
reynslan sýnir að ákafir stuðn-
ingsmenn aðildar láta það ekki
endilega stöðva sig.
Hversu skýrt þarf
ESB að tala til að
málflutningurinn
batni hér á landi?}
Reglurnar eru
„ekki umsemjanlegar“
Jóhanna Sigurð-ardóttir for-
sætisráðherra
brást í gær við
hagspá ASÍ með
því að segja að
svartsýni hjálpaði
ekki. Hún telur spána of dökka
og að hagvöxtur verði meiri hér
á landi en ASÍ spáir og at-
vinnuleysi minna. ASÍ spáir 1%
hagvexti á næsta ári og at-
vinnuleysi upp á 6,7%.
Nú geta vissulega allir hald-
ið fram sínum spám, en ekki er
víst að ástæða sé til að taka
mikið mark á skyndilegri og
óvæntri bjartsýni forsætisráð-
herra. Líklegra er að hag-
vöxtur verði með minnsta móti
þegar horft er til þess að ríkis-
stjórnin stendur í vegi fyrir
flestu því sem gæti hleypt hon-
um af stað. Sömu ástæður eru
fyrir því að líkur eru á að at-
vinnuleysi haldist mikið.
Raunar er það
svo að ef fólk hefði
ekki flutt af landi
brott í stórum stíl í
tíð núverandi ríkis-
stjórnar væri at-
vinnuleysið nú yfir
9% og þó að forsætisráðherra
horfi bjartsýnn til þess að
dregið hafi saman með brott-
fluttum og aðfluttum, eins og
hún nefndi á landsfundinum
um helgina, þá er staðreyndin
sú að í ár munu líklega flytja
um 2.000 manns af landi brott
umfram aðflutta.
Bjartsýni er ágæt en
raunsæi er nauðsynlegt og því
miður fer lítið fyrir því í hug-
myndum forsætisráðherra um
framtíðarhorfur. Sennilegt er,
því miður, að spá ASÍ muni
þegar þar að kemur reynast
nær veruleikanum en nýtil-
komin bjartsýni forsætisráð-
herra.
Óraunhæfar vænt-
ingar munu ekki
leysa efnahags-
vanda þjóðarinnar}
Af bjartsýni og svartsýni
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/