Morgunblaðið - 27.10.2011, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
✝ TorfhildurIngibjörg
Jónsdóttir fæddist
á Vattarnesi við
Reyðarfjörð 3. júní
1918. Hún lést á
Dvalar- og Hjúkr-
unarheimilinu
Grund 17. október
2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Eiríksson skipa-
smiður, f. 14. ágúst 1891 á
Vattarnesi, d. 9. september
1958 og Magnea Torfadóttir, f.
22. janúar 1894 á Söndu á
Stokkseyri, d. 20. september
1976. Föðurafi og amma voru
Eiríkur Þórðarson, f. 3. októ-
ber 1851, d. 10. ágúst 1919 og
Kristín Einarsdóttir, f. 1850 í
Kolfreyjustaðarsókn í S-Múl.,
d. 26. október 1905. Móðurafi
og amma voru Torfi Nikulás-
son, f. í ágúst 1861 á Söndu,
Stokkseyri, d. 20. mars 1897 og
Ingibjörg Magnúsdóttir, f. á
Velli í Gaulverjabæjarhreppi 5.
ágúst 1857, d. 17. október
þeirra eru Jónína, f. 1984, unn-
usti hennar er Sigurður Guð-
jónsson, f. 1978, dóttir hennar
er Eva Rut, f. 2006. Birna Rut,
f. 1987, unnusti hennar er Ein-
ar Vilmarsson, f. 1987. Bjarki
Steinn, f. 1992. b) Jón Otti, f.
1965, maki Thelma Sigurð-
ardóttir, f. 1965, börn þeirra
eru Viktor, f. 1993 og Tara, f.
2001. c) Hallgrímur Vignir, f.
1969, maki Kristín Huld Har-
aldsdóttir, f. 1970, börn þeirra
eru Hrafnkell Oddi, f. 1993, Lí-
ney Erla, f. 1999 og Hákon
Helgi, f. 2004. 3) Einfríður Þór-
unn, f. 7. janúar 1953, maki
Stefán Finnsson, f. 13. október
1947, synir þeirra eru: a) Stef-
án Ari, f. 1975, maki Magnea
Halldórsdóttir, f. 1967, börn
þeirra eru Stefán Magni, f.
2005, Elías Valgeir, f. 1. febr-
úar 2011 og Halldóra Sól, f. 1.
febrúar 2011, d. 1. febrúar
2011. b) Torfi Steinn, f. 1978,
maki Elva Dögg Jóhann-
esdóttir, f. 1980, börn þeirra
eru Fríða Steinunn, f. 2009 og
Jóhannes Einar, f. 2011. c) Jón
Ólafur, f. 5. mars 1981, unn-
usta Katrín Eyjólfsdóttir, f.
1985. d) Helgi Finnur, f. 1986.
Útför Torfhildar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 27.
október 2011, og hefst athöfnin
kl. 15.
1921. Torfhildur
bjó í foreldra-
húsum á Vatt-
arnesi við Reyð-
arfjörð, síðar á
Eskifirði. Tíu ára
gömul flutti hún
með foreldrum og
systkinum til
Reykjavíkur og bjó
þar til dánardæg-
urs. Systkini Torf-
hildar voru: 1)
Kristján Vattnes, f. 2. sept-
ember 1916 á Vattarnesi, d. 31.
desember 1992. 2) Geir Róbert,
f. 25. júní 1925 á Eskifirði, d. 7.
desember 2004. 3) Eiríkur Þór,
f. 3. júlí 1930 í Reykjavík, d. 3.
nóvember 1945.
Torfhildur giftist Aðalsteini
Ólafssyni, f. 7. janúar 1915, d.
26. febrúar 2009, þann 12. júní
1937. Börn þeirra eru: 1) Ólaf-
ur, f. 27. apríl 1937. 2) Jónína
Magnea, f. 15. nóvember 1942,
maki Jón Otti Ólafsson, f. 10.
júlí 1941. Synir þeirra eru: a)
Aðalsteinn, f. 1963. Maki
Runný Björk, f. 1964, börn
Fáeinir einstaklingar eru eft-
irminnilegri en aðrir. Oftar en
ekki er það augljóst, eitthvað í út-
liti og fasi eða yfirbragði en iðu-
lega er allsendis ómögulegt að
henda reiður á því hvað það er í
raun og veru. Á einni örskots-
stundu festist viðkomandi í
minni. Þannig var tengdamóðir
mín. Ævin líður á augabragði,
dagar sigra og taps renna fyrir
sjónum eins og texti á skjá en
baksviðs birtast myndræn örlög
sögupersóna á leiksviði lífsins.
Aðrir skilja betur mál þeirra og
tilfinningar og lifa sig inn í at-
burðarásina. Lesa í lífið dýpra og
fá skýra mynd dulinna örlaga er
setur mark sitt á manninn-
.Tengja atburði og afleiðingar og
skynja leynda þræði og gæddir
þeim eiginleika að geta sýnt öðr-
um samúð og skilning betur en
aðrir.
Torfhildur var eins og vöku-
kona lífsins og lét sér ekki nægja
að lesa og hlusta án þess að skilja
bakmyndina, lesa á milli lína.
Hún hafði sterkar og litríkar
skoðanir og hóf sig inn í mál og
menn og hafði yndi af spjalli. Þá
list kunni hún betur en flestir aðr-
ir að tengja fyrri tíma líðandi
stundu og segja frá og nema
sagnir og muna allt og alla, vá og
voða jafnt sem tíðaranda horf-
inna ára. Kunni skil á mönnum og
málefnum og trúföst sinni sann-
færingu til dauðadags eins og
bjarg á grónu túni og skipti ekki
svo glatt um skoðun eða stefnu.
Hún lifði kreppuár með atvinnu-
leysi og tíma allsnægta en samt
bar hana aldrei af leið. Hafði önn-
ur markmið og önnur leiðarljós
að sigla eftir. Horfði á upplausn
heimila og hörmungar er því
fylgja með sorg í hjarta en gladd-
ist yfir hinu smáa og mannlegri
hlýju. Hafði ekki glingur og tildur
í hávegum né hreykti sér af fá-
nýtum hlutum.
Hún dásamaði börn sín, barna-
börn og barnabarnabörn og
þakkaði guði fyrir leik þeirra og
störf og velgengni í lífinu. Síðustu
orð hennar eru eftirminnileg í
andlegri reisn og lýsa henni betur
en þúsund orð þar sem börn og
barnabörn stóðu yfir dánarbeði
hennar: „Ég mun sakna ykkar
allra.“ Svo skýr og skorinorð eins
og ætíð og hjálpaði okkur öllum
að sætta okkur við orðinn hlut og
dóm drottins.
Hún var alþýðukona alin upp á
sveitaheimili í árdögum fyrri ald-
ar hjá elskandi föður og móður og
systkinum á Vattarnesi við Reyð-
arfjörð þar sem faðir hennar
stundaði búrekstur, fiskveiðar og
skipasmíði og önnur störf er til
féllu. Seinna fluttist fjölskyldan
til Eskifjarðar sem hún dásamaði
síðan og flutti bæinn sinn og
fjörðinn með sér suður til
Reykjavíkur í anda sínum. Mætt-
um við öll læra þá list hófsemdar,
vinnusemi og mannlegrar hlýju
sem henni og hennar kynslóð var
í blóð borið. Kynslóð sem byggði
land okkar upp úr örbirgð torf-
kofa og frumstæðum skrefum
sjósóknar með ólýsanlegum fórn-
um. Hún undi við sitt og sína í
hartnær 72 ára farsælu hjóna-
bandi og fer nú yfir móðuna
miklu til hans sem bíður hennar
og elskaði hana og dáði. Guð
blessi minningu þína um ókomna
tíð.
Stefán Finnsson.
Nú hefur elskuleg tengdamóð-
ir mín kvatt þennan heim södd líf-
daga og sátt við Guð og menn.
Hún reyndist mér og minni fjöl-
skyldu alla tíð stoð og stytta í
einu og öllu. Það var sama hvað
við þurftum á henni að halda, allt-
af jafnsjálfsagt að leysa úr því.
Ég man eftir okkar fyrstu kynn-
um fyrir rúmum 50 árum þegar
dóttir hennar hún Jónína leiddi
mig inn í litla „sæta“ húsið henn-
ar á Hjallaveginum. Ég var
skjálfandi á beinunum, en ég
skalf ekki lengi, hlýjan og vænt-
umþykjan sem ég fékk frá henni
eyddi öllu slíku. Það bar aldrei
skugga á okkar vináttu öll þessi
ár sem við áttum síðan saman. Nú
er hún horfin á braut og skilur
eftir sig fjársjóð minninga sem
munu varðveitast um ókomin ár.
Fjölskyldu hennar og ástvinum
er efst í huga þakklæti fyrir að
hafa átt hana svona lengi. Ég trúi
að nú sé hún komin í fang tengda-
pabba.
Við hittumst hér á hljóðri stundu
í huganum við kveðjum þig.
Við horfum eftir, hrygg í lundu
er heldur þú á æðra stig.
Því þroskabrautin eilíf er
og alfaðir um börn sín sér.
(Helga Þorgilsdóttir)
Hafðu þakkir fyrir allt og allt.
Þinn tengdasonur,
Jón Otti Ólafsson.
Mig langaði að minnast ömmu
minnar með nokkrum orðum.
Amma Dodda var einstaklega
blíð og góð kona. Ég minnist þess
aldrei að hafa séð hana reiða eða
að skammast. Hún samgladdist
öðrum en öfundaði ekki enda sátt
við sig og sitt og naut þess að
fylgjast með fjölskyldunni vaxa
og dafna.
Þegar ég var sex ára var ég í
pössun hjá henni og afa Alla eftir
skóla allan veturinn, eftir að
mamma fór að vinna. Við fórum
oft í „spássitúra“ í bankann eða
búðina. Í garðinum var hægt að
skoða rabarbarann og rifsberin
og inni var nóg af myndum á
borðum, veggjum og í albúmum
en ömmu þótti mjög vænt um
fjölskylduna sína. Svo var gaman
að skoða litla kjallarann, þar sem
maður náði næstum í loftið ef
maður hoppaði, svo lítil var loft-
hæðin. Þar geymdi afi m.a. verk-
færi og ýmislegt forvitnilegt. Ég
man að mér þótti það mjög skrýt-
ið að baðkarið var þarna líka.
Amma talaði ekki bara um
„spássitúra“ heldur líka um
„fortóið“ og einhver „fonnimelsi“.
Þá skildi ég ekki alveg hvað hún
meinti en nú nota ég þessi orð
stundum sjálfur þess minnugur
að amma sagði þetta oft. Ég var
oft að mæla hvað ég var orðinn
stór og amma merkti við. Henni
þótti ekkert mál að strika á vegg-
inn og láta það standa. Öll að-
fangadagskvöld æsku minnar var
safnast saman í litla húsinu
þeirra. Það eru mér hlýjar minn-
ingar. Við vorum níu manns í hús-
inu en það var samt fundið pláss
til að geta spilað og leikið sér með
jólagjafirnar.
Mér þykir það alveg ótrúlegt í
dag að þau skyldu hafa búið í
þessu litla húsi í um hálfa öld, þar
af með þrjú börn um tíma, en
amma og afi voru verkafólk og
höfðu ekki mikinn pening milli
handanna. Afi var bílstjóri og
amma ræstingakona. Þau voru
mjög dugleg en hafa án efa átt
erfitt framan af fyrstu árin sín
saman. Amma var tæplega 19 ára
þegar þau eignuðust sitt fyrsta
barn.
Amma og afi voru mjög heima-
kær og fóru einungis tvisvar til
útlanda allt sitt líf. Alltaf þegar
maður kom í heimsókn var vel
tekið á móti manni með nammi,
kleinum eða öðrum sætindum.
Það voru ýmist súkkulaðikúlur,
rjómasúkkulaði eða perubrjóst-
sykur í lítilli skál á stofuborðinu
tilbúið fyrir gestina að háma í sig
eins og þeir vildu. Oftast var
glasabakki ofan á skálunum til að
hlífa sælgætinu fyrir sólinni.
Amma hafði gaman af því að tala
og þegar maður kom í heimsókn
var frá mörgu að segja. Það var
talað um fólk sem maður þekkti
lítið eða ekkert en það var allt í
lagi. Amma var svo indæl. Þegar
maður svo fór vinkuðu þau alltaf
bless í dyragættinni skælbros-
andi og sæt saman.
Amma og afi höfðu verið gift í
tæp 72 ár þegar afi dó árið 2009
en það telst vera eitt af langlíf-
ustu hjónaböndum á Íslandi.
Þrátt fyrir að hafa unnið erfiðis-
vinnu alla sína ævi varð afi 94 ára
gamall og amma 93 ára gömul.
Sjötíu og tvö ár er mjög langur
tími og er ég því þess vegna full-
viss að nú sé amma aftur sam-
einuð afa, manninum sem hún
varði ævi sinni með. Það gleður
mig í hjarta að trúa því en ég mun
samt sakna þín amma mín.
Hallgrímur V. Jónsson.
Vonandi er stór hópur fólks
sem telur að amma sín hafi verið
einstök kona. Þeim hópi tilheyri
ég. Það sem meira var að með
henni fannst mér að ég væri ein-
stakur sjálfur. Ég man að hún
átti það til að gefa sterklega í
skyn að ég væri í sérstöku uppá-
haldi hjá sér en svo varð ég
kannski vitni að því að hún gerði
slíkt hið sama gagnvart öðrum
barnabörnum sínum. Þá stríddi
ég henni stundum og spurði
hvernig stæði nú á þessu, þetta
gæti ekki passað. Amma mín var
mér ávallt góð og vildi allt fyrir
mann gera og fjölskyldan var
henni mikilvæg.
Hún stóð með sínum og vei
þeim er gerðu á hlut hennar fólks.
Það var gott að eiga hana að. Hún
var ekki skaplaus og það kom
fram þegar pólitík bar á góma.
Hún var ekki heldur skoðanalaus
manneskja og einn var sá flokkur
sem átti stuðning hennar vísan
sama hvað gekk á. Aldrei kom
henni þó til hugar að rífast við
mig um pólitík þótt við værum
stundum ósammála, hún var bara
á einni skoðun og ég á annarri.
Farsælast var þó að skipta um
umræðuefni, það lærði ég fljótt.
Henni varð ekki snúið.
Amma mín og afi voru líklega
það sem er kallað alþýðufólk.
Amma skúraði lengi í banka og
afi ók sendibíl. Sjálfur skúraði ég
um tíma til að drýgja tekjurnar
meðfram annarri vinnu. Síðan þá
hef ég fundið til stolts yfir því að
hafa fetað í hennar fótspor.
Amma mín var félagslynd kona,
hún hafði yndi af því að ræða við
fólk. Þegar amma og afi bjuggu á
Hjallaveginum fór móðir mín
með þau á hverjum miðvikudegi í
verslun þar sem ég vann um ára-
bil í sumarvinnu. Þá varð ég vitni
að því að hún tók kassadömurnar
tali og þá sem röðuðu í poka og
spjallaði við þau um daginn og
veginn. Þetta gerði hún margoft
við ótrúlegasta fólk og við ýmis
tækifæri og ég dáðist að feimn-
isleysi hennar.
Amma og afi áttu langt og far-
sælt hjónaband í yfir 70 ár. Afi
féll frá fyrir tæpum þremur ár-
um. Bæði komust þau á tíræðis-
aldurinn. Ég er þakklátur fyrir að
dauðastríð beggja varð stutt.
Fram á síðasta dag var amma
mín skýr í kollinum og gaman var
að koma til hennar í heimsókn.
Ég man að þegar ég kom síðast til
hennar á Grund þá sagði hún eitt-
hvað á þá leið að hún myndi bara
aldrei gleyma þessari heimsókn,
svo ánægð væri hún.
Ánægjan var öll mín. Ég á eftir
að sakna þín amma mín.
Stefán Ari.
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó sig skarti’ af rósum.
Við ættum geta eina nátt
vorn anda látið dreyma,
um dalinn ljúfa’ í austurátt,
þar átti amma heima.
Þótt löngu séu liðnir hjá
þeir ljúfu, fögru morgnar,
þá lifnar yfir öldungsbrá
er óma raddir fornar.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta.
Hver saga forn er saga ný,
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsen)
Elsku besta amma Dodda.
Blessuð sé minning þín.
Jón Otti.
Nú þegar ég kveð ömmu
Doddu reikar hugurinn til baka
um líf okkar saman, en amma
spilaði stórt hlutverk í mínu lífi.
Þegar ég var lítill var amma vön
að koma við á Vesturgötunni áður
en hún fór að vinna og oftar en
ekki laumaði hún að okkur
bræðrunum einhverju góðgæti.
Þegar amma fór síðan til vinnu
var ég vanur að ganga með henni
áleiðis þar til við komum að
gatnamótunum þar sem ég beið
þar til hún var komin yfir götuna
og þá veifuðum við hvort til ann-
ars. Allt fram á síðasta dag rifj-
aðir þú upp þessa minningu.
Amma var hjartahlý og jákvæð
manneskja og vildi öllum vel og
man ég ekki eftir því að hún hafi
skipt skapi eða orðið reið við
nokkurn. Hjá henni var gott að
kúra og alltaf gat ég hlaupið und-
ir hennar verndarvæng ef eitt-
hvað bjátaði á. Sagt er að nægju-
semi sé dyggð og hana höfðu
amma og afi svo sannarlega. Allt-
af var gott að koma til þeirra á
Hjalló og þó svo að húsið væri lít-
ið var alltaf nóg pláss fyrir alla.
Ég minnist jólanna á Hjalló þeg-
ar öll stórfjölskyldan kom saman
á aðfangadag, þótt stofan væri
ekki stór fór vel um alla. Eins var
það fastur liður að amma kom
með pönnsur við öll tilefni og
kláruðust þær iðulega strax.
Amma var stolt af okkur dótt-
ursonum sínum og að hennar
sögn vorum við allir bráðefnilegir
og myndarlegir. Seinna bættust
við barnabarnabörn og barna-
barnabarn og naut hún þess að
hafa myndir af allri fjölskyldunni
í kringum sig.
Ég er þakklátur fyrir það að
hafa notið samvista við þig svona
lengi og að Runný, börn okkar og
barnabarn hafi fengið að kynnast
þér. Ég þakka þér fyrir þá stund
sem við áttum daginn fyrir andlát
þitt þar sem við ræddum um fjöl-
skylduna og liðna tíma. Við rifj-
uðum upp þegar við Eva Rut fór-
um með þér í messu og þú varst
svo ánægð með það hvað hún var
stillt og prúð. Eins ræddum við
um afa Alla sem ég trúi að muni
taka blístrandi á móti þér með
glampa og gleði í augum. En þið
afi voruð óaðskiljanleg frá fyrstu
stundu og náðuð að vera gift í tæp
72 ár. Það hjálpar mér að kveðja
þig þegar ég hugsa hvernig við
kvöddumst þennan dag. Við
föðmuðumst og kysstumst eins
og við værum að kveðjast í hinsta
sinn, sem varð síðan raunin þó
svo að mig hafi ekki órað fyrir því
þá.
Takk fyrir allt elsku amma,
megi minning þín lifa og hvíl þú í
friði.
Þangað til næst … veifa ég þér
bless.
Þinn ömmustrákur
Aðalsteinn.
Elsku amma Dodda, mig lang-
ar til að þakka fyrir allar góðu
samverustundirnar sem við átt-
um. Þegar ég kynntist Aðalsteini
hafði ég misst báðar ömmur mín-
ar og því fannst mér ég heppin að
fá að kynnast þér og eiga pínulítið
í þér. Gott var að sitja í eldhúsinu
hjá þér þar sem við spjölluðum
saman og oftar en ekki var talað
um gamla tíma og ættfræði sem
við höfðum báðar gaman af. Þú
sagðir mér frá Vattarnesi þar
sem þú ólst upp fyrstu árin, sögur
úr Skerjafirðinum og þegar þú
hittir fallega hjólasendilinn, hann
afa Alla sem síðar varð þinn. Þú
hafðir mikinn náungakærleika og
trú, og vildir öllum vel. Þú varst
alltaf svo fín og tilhöfð allt fram á
síðasta dag.
Ég man þegar þú komst á
Fæðingarheimilið að sjá Jónínu.
Þú varst svo glöð að fá langömm-
ustelpu og hlakkaðir til að geta
keypt fallegan kjól, en ekki hafði
fæðst stúlka í fjölskyldunni í rúm
30 ár. Ekki var ánægjan minni
þegar Birna Rut og Bjarki Steinn
komu í heiminn. Hún með rauða
hárlitinn sem þú taldir koma úr
þinni ætt og var ég ánægð með
það. Seinna fæddist Eva Rut og
þar með varst þú orðin langa-
langamma og varst afar stolt af
því.
Ég mun geyma síðustu stund
okkar í hjarta mínu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Blessuð sé minning þín.
Runný Björk.
Í dag 27. okt kveðjum við Torf-
hildi Jónsdóttur, sem lést á
Grund 17. okt sl. Torfhildur eða
Dodda var kona Aðalsteins móð-
urbróður. Þau hjónin voru því
hluti af lífi okkar frá fyrstu tíð.
Dodda, Alli og börn þeirra tóku
þátt í öllum stórum stundum fjöl-
skyldunnar í gleði og sorg. Þau
höfðu mjög góða nærveru. Hann
var hæglátur en hún hress og
málglöð.
Dodda var mikil sómakona og
öllum sem hún kynntist var hún
góð fyrirmynd. Hún var alltaf
sérlega elskuleg, glöð og
skemmtileg og sýndi einlægan
áhuga á lífi og starfi hvers og
eins. „Það er nú líkast til“ sagði
hún gjarna. Allir fóru glaðari af
hennar fundi. Hún hélt öllu fínu
og fáguðu í umhverfi sínu og var
einstaklega snyrtilega til fara
fram á síðasta dag. Við sáum
hana skella á sig varalit áður en
hún fór í kvöldmat á Grund.
Maður fann alltaf hve Dodda
mat mikils það sem lífið hafði
fært henni. Eiginmann sinn talaði
hún um af sérstakri ástúð, svo og
börnin sín og öll ömmu- og lang-
ömmubörnin.
Seinni árin höfðum við haft
fyrir sið að líta inn til Doddu og
Alla á Hjallaveginum síðdegis á
aðfangadag áður en jólahaldið
byrjaði. Þar áttum við alltaf góða
stund og þessar heimsóknir eru
nú orðnar ein af góðum bernsku-
minningum Tinnu og Árna. Alli
frændi lést 2009.
Við þökkum þér Dodda mín og
ykkur Alla báðum samfylgdina
og góðvild alla tíð. Óli, Jóna,
Fríða og fjölskyldur, við vottum
ykkur innilega samúð – um-
hyggju ykkar og hjálpsemi við
foreldrana mættu margir taka
sér til fyrirmyndar.
Þorgerður, Svavar,
Einfríður, Christer,
Tinna og Árni.
Torfhildur Ingi-
björg Jónsdóttir
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.