Morgunblaðið - 27.10.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.10.2011, Qupperneq 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Sudoku Frumstig 7 9 4 3 6 1 5 5 2 1 4 9 2 2 5 7 1 6 3 2 5 4 7 9 3 1 1 4 5 8 3 9 6 7 1 9 4 5 9 6 8 5 1 3 7 3 4 6 8 9 7 6 2 3 8 6 1 2 4 3 9 7 8 1 5 7 6 3 6 2 5 7 9 9 4 3 6 2 1 5 7 8 2 8 6 4 7 5 3 1 9 1 5 7 8 9 3 6 4 2 7 6 4 9 3 8 2 5 1 5 3 9 1 4 2 8 6 7 8 1 2 7 5 6 9 3 4 3 7 5 2 1 9 4 8 6 6 9 1 3 8 4 7 2 5 4 2 8 5 6 7 1 9 3 9 5 6 8 1 4 7 2 3 7 3 2 5 9 6 8 1 4 1 8 4 3 7 2 5 9 6 5 7 3 2 4 9 6 8 1 2 6 1 7 3 8 4 5 9 4 9 8 1 6 5 3 7 2 8 4 5 9 2 3 1 6 7 3 1 9 6 8 7 2 4 5 6 2 7 4 5 1 9 3 8 1 5 2 8 7 9 4 6 3 6 3 4 5 1 2 9 7 8 7 9 8 6 3 4 5 1 2 4 8 1 2 5 7 6 3 9 3 6 5 4 9 8 1 2 7 9 2 7 1 6 3 8 4 5 5 7 3 9 4 1 2 8 6 8 1 9 7 2 6 3 5 4 2 4 6 3 8 5 7 9 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 27. október, 300. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I. Kor. 8, 2.) Það er merkilegt hvað stundumratar í fyrirsagnir. „Syfjaður fréttamaður bar vitni,“ stóð yfir fjög- urra dálka frétt á baksíðu DV í gær. Fyrirsögnin vekur forvitni. Fréttin fjallar um vitnisburð fréttamannsins Svavars Halldórssonar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn honum. Í fréttinni kemur fram að Svavar hafi verið staddur í Washington og borið vitni þaðan. Vitnisburðurinn hafi haf- ist klukkan níu að morgni að íslensk- um tíma og þá hafi klukkan verið fimm um nótt á austurströnd Banda- ríkjanna. „Það hefur því vafalítið ver- ið syfjaður fréttamaður sem bar vitni á þriðjudaginn,“ segir síðan í frétt- inni. Þessi ályktun dregin af tíma- mismun verður síðan að fyrirsögn fréttarinnar. x x x Rökstuðningurinn er þá eitthvað áþessa leið: Þorri mannkyns sef- ur á nóttunni. Ef einhver gerir eitt- hvað um nótt hlýtur hann að vera syfjaður. Einhvern tímann var sett fram röksemdafærsla á þessa leið: Allir geimfarar eru menn. Skúli fóg- eti var maður. Skúli fógeti hlýtur því að hafa verið geimfari. Að sama skapi mætti því slá upp dag hvern: „Syfj- aðir flugmenn lenda að næturlagi á Keflavíkurflugvelli.“ Svo er það næt- urvaktin: „Syfjaðir læknar gera að sárum á slysadeild.“ Möguleikarnir eru legíó. Maður verður syfjaður við tilhugsunina eina saman og þó er þetta skrifað um hábjartan dag. x x x Heimsókn á vefsíðu Baggalúts ertilvalið mótefni gegn vetrar- rigningum. „Laukkaflinn opnaður,“ segir í frétt á vefnum þar sem segir að kaflinn, sem snýr að lauk, verði jafnvel opnaður í viðræðunum um að- ild Íslands að Evrópusambandinu fyrir áramót: „Er talið að lauk- viðræður gætu gengið mjög hratt fyr- ir sig, enda hefur Ísland tekið upp lauklöggjöf ESB, bæði fyrir steiktan lauk og hráan. Aðeins á eftir að ræða meðalþyngd lauks í pastaréttum. Hvítlaukskaflinn verður opnaður í beinu framhaldi, en gert er ráð fyrir að það gæti orðið um mitt ár 2021.“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 laun, 4 hörfar, 7 rófa, 8 sútað skinn, 9 nóa, 11 ávana í fasi, 13 kvennafn, 14 vanfær, 15 spýta, 17 keyrir, 20 að, 22 súld, 23 hlussuleg- ur kvenmaður, 24 ójafnan, 25 viðburðarás. Lóðrétt | 1 herkví, 2 gangur hests, 3 brúka, 4 sívala pípu, 5 sprengiefni, 6 rugga, 10 rassfjöðrum, 12 áhald, 13 borða, 15 veiða, 16 látin, 18 ýldir, 19 sefaði, 20 ættgöfgi, 21 blíð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bandingja, 8 tuddi, 9 gúrka, 10 gil, 11 gifta, 13 ansar, 15 spons, 18 hissa, 21 err, 22 rætni, 23 önnur, 24 barnungur. Lóðrétt: 2 andóf, 3 deiga, 4 nagla, 5 járns, 6 stag, 7 maur, 12 tón, 14 nei, 15 strá, 16 ostra, 17 seinn, 18 hrönn, 19 sunnu, 20 aura. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Grunsamlegt útspil. Norður ♠KG10 ♥ÁK742 ♦Á ♣DG94 Vestur Austur ♠9842 ♠753 ♥D5 ♥9 ♦54 ♦K9863 ♣K10765 ♣Á832 Suður ♠ÁD6 ♥G10863 ♦DG1072 ♣– Suður spilar 7♥. Alslemma í hjarta var sögð á 12 borð- um af 22 í umferðakeppni HM. Sex sagnhafar unnu slemmuna og jafn- margir fóru niður. Ástæðan? Tvær leið- ir koma til greina, nokkuð svipaðar að gæðum. Jón Baldursson var í hópi sagnhaf- anna sem fóru niður. Hann tók tvisvar tromp og reyndi svo að gera tígulinn góðan. Það gekk ekki, því austur átti ♦K fimmta. Þetta var í leik við Hollend- inga og á hinu borðinu tók Bas Drijver aðeins eitt hátromp, stakk síðan fjórum sinnum lauf heima. Slík spilamennska skapar auðvitað hættu á yfirtrompun, en Drijver sagði í viðtali síðar að sér hefði þótt grunsamlegt að fá út tígul: „Ég hafði meldað tígul, en samt kom vestur út með tígulfimmu. Kónginn gat vestur ekki átt og mér þótti sennilegt að hann væri að spila frá tvílit.“ 27. október 1674 Hallgrímur Pétursson prestur og skáld lést, 60 ára að aldri. Hann var eitt helsta trúar- skáld Íslendinga. Passíu- sálmar hans hafa komið út oft- ar en sextíu sinnum, fyrst 1666. 27. október 1934 Stórtjón varð norðanlands í ofsaveðri. Sjór flæddi víða á land, meðal annars á Siglu- firði. Á sumum götum bæjar- ins var mittisdjúpt vatn. Eitt skip fórst og bryggjur og hús skemmdust, allt frá Hvamms- tanga til Þórshafnar. 27. október 1955 Sænska akademían tilkynnti að Halldór Laxness rithöf- undur hlyti bókmenntaverð- laun Nóbels, fyrstur Íslend- inga, „fyrir að endurnýja hina miklu íslensku frásagnarlist“. Hann veitti verðlaununum við- töku í Stokkhólmi 10. desem- ber. 27. október 1955 Gamanleikurinn Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðar- son var frumsýndur hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Leikritið naut mikilla vinsælda og urðu sýningar yfir sjötíu, sem þá var met. 27. október 1958 Morgunleikfimin hófst í Út- varpinu. Valdimar Örnólfsson og Magnús Pétursson sáu um þáttinn í aldarfjórðung, við miklar vinsældir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … „Er þetta ekki bara fjósið og þetta daglega amst- ur,“ segir Sigurður Rúnar Magnússon frá Hnjúki í Vatnsdal sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Þó svo að afmælisdagurinn muni einkennast af amstri hversdagsins reiknar Sigurður með því að halda upp á afmælið með fjölskyldunni um helgina en tekur þó fram að hann ætli reyndar ekki að skipu- leggja neitt sjálfur. Að sögn Sigurðar á hann ekki von á öðru en að það verði eitthvert smákaffiboð með fjölskyldunni en hann segist svo ætla að sjá til hvort eitthvað verði gert um kvöldið. Sigurður starfar sjálfstætt sem bóndi en vinnur einnig sem verk- taki hjá fyrirtækinu Yara. Búskap stundar Sigurður Rúnar á búi sem hann keypti um áramótin síðustu af föður sínum, býr hann þar nú ásamt eiginkonu sinni og tveim dætrum. Aðspurður hvort aðrir fjölskyldumeðlimir séu spenntir fyrir afmæl- isboðinu segir Sigurður Rúnar: „Jú, jú, ég á eina sex ára sem er voða spennt. Ætli megi ekki búast við að eitthvað verði þá gert um helgina.“ skulih@mbl.is Sigurður Rúnar Magnússon er þrítugur í dag Fjósið og daglegt amstur Hlutavelta Anton Logi Lúð- víksson og Tómas Bjarki Jónsson héldu tombólu í Lindahverfi í Kópavogi. Þeir söfnuðu 2.721 kr. sem þeir gáfu Rauða krossi Ís- lands. Flóðogfjara 27. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.00 0,1 6.10 4,5 12.27 0,0 18.28 4,3 8.55 17.30 Ísafjörður 2.05 -0,1 8.10 2,5 14.34 -0,0 20.23 2,4 9.10 17.24 Siglufjörður 4.14 0,0 10.26 1,4 16.33 -0,1 22.54 1,4 8.54 17.07 Djúpivogur 3.19 2,5 9.37 0,1 15.40 2,2 21.44 0,2 8.27 16.56 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú mátt ekki vera svo hrædd/ur að þú leyfir þér aldrei að njóta neins. Nú verður þú að brjóta blað og hefja markvissa upp- byggingu sálar og líkama. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Nú er tími til að átta sig á því að aðrir deila ekki skoðunum þínum og munu líklega aldrei gera það. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er ekkert vit í að láta reka á reiðanum lengur. Ekki láta nokkurn beita þig þrýstingi. Þegar þú reynir að róa hugann finnst þér þú endurnærast. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Daglegar venjur fara í taugarnar á þér. Einhver leitar til þín í dag vegna persónu- legra erfiðleika og þú mátt reikna með að þurfa að gefa honum drjúgan tíma. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Slappaðu af og njóttu þess sem þú hef- ur. Eitthvað hefur ræktin setið á hakanum, gerðu eitthvað í því. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er eitt og annað sem þér finnst ógna öryggi þínu og þinna. Ekki gefa upp von- ina þótt á móti blási. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er komið að því að þú þarft að taka ákvörðun í stóru máli. Mundu hvað það getur verið auðvelt að brjóta múra niður. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefur gert miklar áætlanir tengdar ferðalögum, útgáfu eða menntun. Kannaðu fjárhaginn því ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Efasemdir um eigið ágæti eru ekki skemmtilegar, en gætu verið gott merki: þú ert vitur. Mundu að hreyfing er holl. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert eitthvað laus í rásinni og átt erfitt með að einbeita þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja. Nýir möguleikar geta opnast þér þar sem þú átt síst von á. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vinir og kunningar veita þér stuðning í dag. Gættu þín í umferðinni. Varstu búin/n að skipta um dekk? (19. feb. - 20. mars) Fiskar Leggðu áherslu á að vera skýrmælt (ur) við aðra í dag, notaðu innsæið, það mun reynast vel. Notaðu tækifærið til að koma hugmyndum þínum á framfæri. Stjörnuspá 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Be4 7. f3 Bg6 8. Db3 Db6 9. Rxg6 hxg6 10. Bd2 Bd6 11. h3 Rbd7 12. O-O-O Dxb3 13. axb3 a6 14. Kc2 Rh5 15. Bd3 Rg3 16. Hhe1 O-O-O 17. e4 dxe4 18. fxe4 c5 19. d5 Hde8 20. Ra2 exd5 21. exd5 Rf5 22. b4 Rd4+ 23. Kb1 Rb3 24. Bc3 cxb4 25. Rxb4 Be5 26. Ra2 Bxc3 27. Rxc3 Rdc5 28. Hxe8+ Hxe8 29. Bc2 He3 30. Ka2 Ra5 31. Hd4 Hg3 32. Re4 Hxg2 Staðan kom upp á ofurmóti sem lauk fyrir skömmu á Bilbao á Spáni. Sig- urvegari mótsins, Magnus Carlsen (2823), hafði hvítt gegn heimamann- inum Francisco Pons Vallejo (2716). 33. Hd2! Hxd2 34. Rxd2 b5 35. b4 Rab7 36. bxc5 Rxc5 37. Re4 Rb7 38. c5 f5 39. c6 fxe4 40. cxb7+ Kxb7 41. Bxe4 Kc7 42. Kb3 a5 43. Kc3 a4 44. Bc2 g5 45. Kd4 Kd6 46. Bd1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.