Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 31
DAGBÓK 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
Er það eðlilegt?
Er það eðlilegt að tíu
manns í borgarstjórn
geti samþykkt að
breyta reglum um
kristinfræði í skólum,
hafa foreldrar ekkert
að segja um þessi
mál? Er það eðlilegt
að smáhópur skríls
komist upp með það
að kasta eggjum o.fl. í
menn og hús og fái
ekki einu sinni smá-
skammir fyrir?
Hvernig væri að fara
að herða reglur (eða
breyta reglum) um út-
lendinga sem flæða inn í landið? Er
það ekki búið að sanna sig að þar á
meðal er stórhættulegt fólk? Meiri-
hlutinn sennilega góður en landið er
allt of opið. Er búið að sanna að fólk
sem er með einhver
aukakíló á sér lifi
skemur en hinir
grönnu? Auðvitað erf-
itt fyrir þá sem eru
mjög feitir og þeim líð-
ur örugglega ekki vel
að heyra sífellt fréttir
um offitu, ég held að
fólki sé vel treystandi
til að bæta sig sjálft.
Og nú vilja sumir fara
að hækka skatta á
sykri, var ekki búið að
því? Skelfileg forræð-
ishyggja er þetta, er
okkur ekki treystandi
til að taka sjálf ákvarð-
anir?
Kristín.
Ást er…
… að sitja saman úti
á verönd.
Velvakandi
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, göngu-
hópur kl. 10.30, myndlist/prjónakaffi kl.
13. Bókmkl. kl. 13.15, spænska kl. 16.30,
jóga kl. 18, hekl kl. 20.
Árskógar 4 | Handav/smíði/útskurður kl.
9. Botsía kl. 9.30. Helgistund kl. 10.30.
Myndlist kl. 13.30.
Boðinn | Handavinna kl. 9, stólaleikfimi kl.
10. Vatnsleikfimi (lokaður hópur) kl. 9.15.
Ganga kl. 11. Útskurður kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband,
leikfimi. Á morgun kl. 13 söngstund með
Sigrúnu Erlu Hákonardóttur.
Dalbraut 18-20 | Leikfimi kl. 10, bókabíll
kl. 11.15, stóladans kl. 13.30, sam-
verustund kl. 15.15.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8. Leikfimi kl.
9.15. Botsía kl. 13.30. Listamaður mán-
aðarins.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Sam-
eiginlegur haustfagnaður Félags eldri
borgara í Kópavogi og Akranesi verður í
Félagsheimili FEBAN á Akranesi fös. 4.
nóv. kl. 18.30. Veislumatur, skemmtiatriði,
dans. Rúta frá félagsheimilunum í Kópa-
vogi. Tilk. þarf þátttöku fyrir 27. okt. Uppl.
á skrifstofu, s. 554 1226.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl.
13. Bókmenntaklúbbur kl. 14.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn.
kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silf-
ursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl.
13.30 og myndlist kl. 16.10.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10. Brids og handav.
kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi
gong kl. 8.10, vatnsleikfimi kl. 12, handav/
karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, kóræf. kl.
16. Leikhúsferð / Listaverkið 3. nóv. kl.
19.30, verð kr. 3600, pantað í s. 551 1200,
fráteknir miðar fyrir eldri borgara í Garða-
bæ, bíll frá Jónshúsi og G.torgi kr. 500
seldir í Jónshúsi.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Gler kl. 9.
Billjard í Selinu kl. 10. Kaffispjall í krók kl.
10.30. Óvissuferð. Heimsókn í Gerðuberg.
Rúta frá Skólabraut kl. 13. Karlakaffi í
safnaðarheimili kl. 14.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl.
10.30. Félag heyrnarlausra kl. 11. Frá hád.
myndlist, búta/perlusaumur. Gerðuberg-
skór kl. 11.45. Lagt af stað í Borgarleik-
húsið kl. 19.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Leik-
fimi kl. 9.15. Botsía kl. 10.30, postulín kl.
13, félagsvist kl. 13.30. Tímapant. hjá fóta-
fr. s. 6984938, hárgreiðslust. s. 8946856.
Hraunsel | Qi gong kl. 10, dýnuæf. Bjark-
arhúsi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, pílukast
og félagsvist kl. 13.30, Vatnsleikfimi kl.
14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hann-
yrðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30.
Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50,
Stefánsganga og listasmiðja; myndlistkl.
9, morgunandakt kl. 9.30, leikfimi kl. 10,
þegar amma var ung kl. 10.50, sönghópur
kl. 13.30, línudans, afahorn kl. 15.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 17. Línu-
dans hópur III kl. 18. hópur IV (byrjendur)
kl. 19 í Kópavogsskóla.
Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðjan opin
frá kl. 13.30 á morgun. Á morgun kl. 9.30
er sundleikfimi.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Leikfimi kl.
11, handverks- og bókastofa opin kl. 13,
Botsía kl. 13.30, á léttum nótum – tónlist
og spjall kl. 15.
Laugarneskirkja | Bingó kl. 14.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, handavinna,
leirlist kl. 9/13. Útskurður kl. 9.
Vesturgata 7 | Bingó 1. nóv. kl. 12.45.
Glæsilegir vinningar. Veislukaffi.
Vesturgata 7 | Handavinna/glerskurður
kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30. Kertaskreyt-
ingar/kóræfing kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, Bókband og postulínsmálun kl. 9,
morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10,
handavinna/spil/stóladans kl. 13, mynda-
sýning kl. 13.30.
Sigurður Sigurðarson dýralækn-ir skrifar ljóðabréf sem er eins
og bréf eiga að vera:
„Ég hef það fyrir satt að Böðvar
Jónsson á Gautlöndum hafi mót-
mælt því á kaupfélagsfundi á Húsa-
vík fyrir löngu, að bændur fengju
ekki lengur greitt fyrir eistun á
lambhrútum sínum við slátrun og
hótaði því að hann myndi selja þau
öðrum, ef ekki yrði breyting á. Það
varð til þess að hann seldi eistun
sérstökum eistnakaupmanni, öðr-
um en KÞ, sem slátraði lömbum
hans. Þegar hann kom svo heim
með slátur til sláturgerðar, vantaði
eistun.
Egill Jónasson á Húsavík komst
að þessu og orti:
Selur allt er selja kann
sæll með rjóðar kinnar.
Eistnalaus svo hleypur hann.
heim til kellu sinnar.
Þegar Baldur Baldvinsson á
Ófeigsstöðum heyrði þetta, bætti
hann við:
Vonglöð bíður heima hún,
hefur ei grun um voðann.
Þó mun henni þyngjast brún,
þegar hún fer að skoða’hann.
Guðmundur Hagalín orti um
mann í Nauteyrarhreppi, sem
kvartaði yfir þeirri ráðstöfun kaup-
félagsins á Ísafirði að hirða punga
af öllum lambhrútum og verka þá
til útflutnings. Fram að því höfðu
bændur mátt hirða pungana af
hrútum sínum til að verka þá
heima. Ekkert var slegið af slátur-
kostnaði, þrátt fyrir þetta. Bóndinn
sagði á fundi: „Fyrst hirða þeir af
manni pungana, svo er maður lát-
inn borga.“
Guðmundur Hagalín var á fund-
inum og orti:
Mörg er bóndans mæða þung
en mest þó allra sorga,
að fyrst er hann sviftur sínum pung,
og svo er hann látinn borga.“
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af bréfi og pungum
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
MANNSTU
EFTIR LAUSU
FJÖLINA Í
VERÖNDINNI?
ÉG
NELGDI
HANA FASTA!
ÉG
HEYRÐI
ÞAÐ
SJÁUM NÚ TIL,
HVAÐ ER NÆST
Á LISTANUM
ÖSKUR
EINS OG
ÞESSI BERAST
VIRKILEGA
VEL
„MICKEY
MANTLE SLÓ
BOLTANN MARGA
TUGI METRA”
KALLI, EKKI VILL SVO TIL AÐ
VIÐ EIGUM MÁLBAND TIL AÐ
MÆLA HVERSU LANGT
BOLTINN ER SLEGINN?
ÞAÐ ER ENGIN
ÞÖRF Á ÞVÍ
HÖGGIN OKKAR GETA
AUÐVELDLEGA VERIÐ MÆLD
MEÐ 20 CM REGLUSTIKU
ÞAÐ ER
ÓTRÚLEGT
HVAÐ SVONA
AFTÖKUR
TREKKJA AÐ
MAMMA, ÉG
SÉ DAUÐAR
ROLLUR!
ÞÚ DRÓST MIG
Á ASNAEYRUNUM Í
MÖRG ÁR ERICA
ÞAÐ VAR
EKKI BEINT
ERFITT
M.J. ER GÓÐ Í AÐ
LEIKA SVONA KALDA
MANNESKJU
PADDAN ER MÆTT, NÚ
ÞARF ÉG BARA AÐ LOKKA
HANA FRAM
HÉRNA
ER ÞAÐ!
ÉG TRÚI ÞVÍ
VARLA AÐ ÞÚ HAFIR
KEYPT HJÓLIÐ!
GERIRÐU
ÞÉR GREIN
FYRIR ÞVÍ
HVERSU
HÆTTULEG
ÞAU ERU?
VERTU
ALVEG
RÓLEG, ÉG
ÞARF AÐ TAKA
PRÓF ÁÐUR EN
ÉG FER Á BAK
MÉR DETTUR EKKI Í
HUG AÐ FARA Á BAK
FYRR EN ÉG ER
KOMINN MEÐ PRÓFIÐ
ÞAÐ ER
MIKILL
LÉTTIR
HEYRÐU,
ÉG HÉLT AÐ
ÞAÐ VÆRI ÉG
SEM VÆRI KALD-
HÆÐINN Í GARÐ
KERFISINS
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara