Morgunblaðið - 27.10.2011, Page 32

Morgunblaðið - 27.10.2011, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Fyrsta skáldsaga Gyrðis Elíasson- ar, Gangandi íkorni, kom út á þýsku í aðdrag- anda bókamess- unnar í Frank- furt fyrr í þessum mánuði undir heitinu Ein Eich- hörnchen geht auf Wanderschaft og hefur víða verið fjallað um hana í þýskum miðlum. Á útvarpsstöðinni HR2 í Hessen var spjallað um bók- ina og segir rýnir stöðvarinnar, Ul- rich Sonnenschein, að Gyrðir sé höf- undur, sem sniðgangi öll mörk og mæri. „Hann stekkur yfir eða þurrk- ar út öll mörk, mörkin milli fullorð- insbókar og barnabókar, mörkin á milli raunsæis og fantasíu, mörkin á milli þess trúverðuga og fáránlega.“ 24 ár eru frá því að bókin kom út, en Sonnenschein telur það ekki koma að sök og bætir við: „Ég held að þessi bók sé dásamleg leið til að stíga inn í allt það, sem í boði er frá Íslandi í tengslum við bókamess- una.“ Rómantískar hugmyndir Í blaðinu Süddeutsche Zeitung var fjallað um Gangandi íkorna og þýska þýðingu á ljóðabókinni Nokk- ur almenn orð um kulnun sólar. Sami þýðandi, Gert Kreutzer, þýddi báðar bækurnar. „Gyrðir leggur út af rómantískum hugmyndum í skrif- um sínum,“ segir í umsögn blaðsins. „List hans felst í því að samhliða ást sinni á umbreytingum opnar hann fyrir lesendum sínum heim sem er algerlega skynjanlegur með sand- bökkum og þéttgrónum skurðum, með mjólkur- og kaffiilmi.“ Þurrkar út öll mörk Gangandi íkorni í þýskum fjölmiðlum Á laugardaginn kemur kl. 16.00 verður aukasýning á einleiknum Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! eftir þá Sigurð Skúlason leikara og Benedikt Árnason leikstjóra, en þeir eiga báðir langan og farsælan starfs- feril að baki í íslensku leikhúsi. Leik- ið er í Þjóðleikhúskjallaranum. Leikurinn, sem er byggður á höf- undarverki Williams Shakespeares, er fluttur af Sigurði í leikstjórn Benedikts. Þeir vilja hér votta leik- listinni þökk sína og taka mið af því besta sem hún hefur af sér alið; leik- ritum enska skáldjöfurins. Útgangspunktur sýningarinnar er annars vegar mannsævin frá vöggu til grafar, eins og lesa má úr hinum mörgu verkum Shakespeares, og hins vegar skyldleiki lífs og leikhúss eins og hann birtist þar. Hinn víðfeðmi skilningur skálds- ins á mannseðlinu og snilldartök þess á máli og brag skila sér vel í rómaðri þýðingu Helga Hálfdanar- sonar sem stuðst er við. Maðurinn er snilldarverk Sigurður Skúlason Leikarinn í hlutverki sínu í leikritinu. Karlakór Rangæinga heldur tvenna tónleika í menningarsal Safnaðarheimilis Oddakirkju á Hellu næstkomandi laugardag. Með kórnum syngja Ómar Dið- riksson og Sveitasynir, Grétar Geirsson, Jóhann Stefánsson og Örlygur Benediktsson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 16.00 en þeir síðari kl. 21.00. Miðar eru seldir í forsölu hjá karlakórs- og/eða hljómsveit- armeðlimum. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri á fyrri tónleikana. Einnig fást miðar á Selfossi hjá Kjart- ani Björnssyni rakara. Karlakórsmenn lofa spennandi dagskrá, stuði og stemningu. Tónlist Tónleikar Karla- kórs Rangæinga Ómar Diðriksson Bókaforlagið Ugla hefur gefið út bókina Eldum saman, mat- reiðslubók fyrir börn og for- eldra. Guðmundur er heim- ilisfræðikennari í Laugarnes- skóla og hefur á undanförnum árum haldið matreiðslunám- skeið fyrir börn, foreldra og kennara. Þetta er fyrsta mat- reiðslubókin sem hann sendir frá sér. Uppskriftirnar í bók- inni eru sniðnar fyrir börn sem eru að byrja að elda og lengra komna, en grunn- stef í bókinni er að börn og foreldrar eigi að elda saman, læra hvert af öðru og njóta samvista í eld- húsinu. Guðmundur kynnir og áritar bókina í Ey- mundsson við Skólavörðustíg í dag kl. 17.00. Bækur Eldum saman í Eymundsson í dag Bókarápa Eldum saman. Nú stendur yfir í Sagoy Gall- eri í Malmö sýning á grafík- listaverkum Magdalenu Mar- grétar Kjartansdóttur og Soffíu Sæmundsdóttur. Sýn- ingin ber yfirskriftina Glimt fra Island og er liður í grafík- listaverkahátíð á Skáni í Suð- ur-Svíþjóð, Grafik 2011, er stendur út árið. Sagoy Galleri eiga og reka hjónin Sally og Goy Persson sem hafa kynnt íslenska listamenn undan- farin ár. Galleríið er á Erikslutsvägen 2 í Malmö. Sýning þeirra Magdalenu Margrétar og Soffíu stendur til 27. nóvember. Myndlist Íslensk grafík í Sagoy Galleri Úr tréristu Magda- lenu Margrétar. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er krefjandi hlutverk og erf- ið saga, en að sama skapi mjög áhugaverð,“ segir Margrét Helga Jóhannsdóttir sem fer með hlutverk Aliide í Hreinsun eftir Sofi Oksanen sem frumsýnd verður á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 19.30. Leikritið var frumflutt í finnska Þjóðleikhúsinu árið 2007 og í kjöl- farið skrifaði Oksanen skáldsögu upp úr efni þess og hlaut fyrir hana Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs á síðasta ári. Leikritið hefst stuttu eftir að Eistland öðlast sjálf- stæði á tíunda áratug síðustu aldar. Aliide finnur unga ókunna stúlku, Zöru, í garðinum hjá sér illa til reika og á flótta. Í framhaldinu neyðist Aliide til að takast á við sársaukafulla hluti úr fortíð sinni sem og fortíð þjóðar sinnar og hverfa aftur til þess tíma þegar hún var ung og ástfangin og komm- únistar hertóku landið. Þar sem leikurinn spannar fimm áratugi fara tvær leikkonur með hlutverk Aliide, þ.e. Margrét Helga og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. „Vigdís Hrefna stendur sig ein- staklega vel og ég er mjög sátt við mína yngri mig,“ segir Margrét Helga og tekur fram að það sé mögnuð upplifun fyrir sig að horfa á minningar Aliide lifna við á svið- inu. Með ólæknandi rullusýki „Þetta er kröfuhörð sýning bæði andlega og líkamlega. En það er ekkert erfitt nema það sem er leið- inlegt og þetta er ekki leiðinlegt. Hópurinn sem stendur að þessari sýningu er mjög sterkur og leik- stjórinn góður, þannig að mér hefur liðið vel í þessari vinnu,“ segir Mar- grét Helga. En hvernig myndi hún lýsa Aliide. „Hún er marglaga per- sóna sem auðvelt er að hafa sam- kennd með. Lífið hefur leikið hana grátt og hún ber þess merki, er með fingraför á sálinni. Hún átti ekki auðvelda æsku og fékk ekki þann mann sem hún vildi. En Aliide er ótrúlega mögnuð og maður dáist hreinlega að henni fyrir þann eigin- leika að gefast aldrei upp.“ Hlutverk Margrétar Helgu í Hreinsun er fyrsta hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu í fjörutíu ár, en síð- ustu áratugi hefur hún átt farsælan feril hjá Leikfélagi Reykjavíkur. „Ég er náttúrlega komin fram yfir síðasta söludag og á að vera löngu hætt að vinna,“ segir Margrét Helga kímin og tekur fram að hún hafi reyndar haft óvenjumikið að gera bæði á hvíta tjaldinu og leik- sviðinu síðan hún fór á eftirlaun. „Bara á síðasta ári hef ég verið í fimm verkefnum, þar af þremur mjög stórum, þ.e. Eldfjalli, Fjöl- skyldunni og Hreinsun,“ segir Mar- grét Helga og tekur fram að hún sé alltaf opin fyrir spennandi hlut- verkum. „Ég er með ólæknandi rullusýki. Og mér er ekkert að batna þessi leiklistaráhugi með aldrinum. Hlutverkin þurfa ekki að vera stór til þess að vera spennandi, en þau þurfa að fela í sér einhverja áskorun. Enda er lífið ein stór áskorun.“ „Með fingraför á sálinni“  Þjóðleikhúsið frumsýnir Hreinsun eftir Sofi Oksanen á stóra sviðinu í kvöld  Fjörutíu ár síðan Margrét Helga Jóhannsdóttir lék síðast í Þjóðleikhúsinu Átök Margrét Helga og Arnbjörg Hlíf í hlutverkum Aliide og Zöru. Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Hofi í kvöld, en hljómsveitin lék síðast á Akureyri fyr- ir þremur árum. Á efnisskrá tónleikanna eru Klarínettukonsert nr. 2 í Es-dúr eftir Carl Maria von Weber og þriðja sinfónía Beethovens, Eroica. Daníel Bjarnason stjórnar hljómsveitinni á tónleikunum. Einleikari í klarínettukonsertinum er Einar Jóhannesson. Hann lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1969 og hélt í kjölfarið til náms við Royal College of Music í Lundúnum þar sem hann vann til Frederick Thurston-verðlaunanna. Einar hefur komið fram sem einleikari og hljóðritað fyrir fjölda út- varps- og sjónvarpsstöðva í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann hefur gegnt stöðu sólóklarínettuleikara við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands frá 1980, er stofnfélagi Blásara- kvintetts Reykjavíkur og leikur með Kammer- sveit Reykjavíkur. Einar segist þekkja konsertinn vel, enda deb- úteraði hann með sinfóníunni í einmitt þessum konsert fyrir mörgum árum og þótti góð byrjun. „Ég hef spilað hann síðan, síðast með Sinfóníu- hljómsveit Singapúr fyrir fimmtán árum. Þetta er afar þakklátt verk að spila og fullt af dásam- legum laglínum. Það var skrifað fyrir 19. aldar virtúós við konungshirðina í Bæjaralandi sem hét Heinrich Bärmann, en Weber samdi mörg verk fyrir hann.“ Þótt Einar hafi áður spilað á Akureyri hefur hann ekki spilað í Hofi og segist fullur tilhlökkunar. Dásamlegar laglínur Tilhlökkun Einar Jóhannesson klarínettuleikari leikur einleik með Sinfóníunni í Hofi í kvöld.  Sinfóníuhljómsveitin heldur tónleika í Hofi í kvöld Þrátt fyrir lengdina heldur platan þér í ljúfum heljargreipum allt frá fyrsta lagi til hins síðasta 34 » Stefán Jónsson leikstýrir Hreinsun. Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd, Þórunn María Jónsdóttir búninga og Halldór Örn Óskarsson ljós. Tónlist er í höndum Pauls Corleys. Sig- urður Karlsson þýddi leikritið. Með hlutverk í sýningunni fara: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Stefán Hallur Stef- ánsson, Vigdís Hrefna Páls- dóttir og Þorsteinn Bachmann. Listrænir stjórnendur HREINSUN EFTIR OKSANEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.