Teningur - 01.06.1989, Síða 10

Teningur - 01.06.1989, Síða 10
Ijóðum, en nú tók hann að yrkja aftur af fullum krafti. Árið 1960 kom út eftir hann bókin Skaparinn (El hace- dot) sem í eru Ijóð og stuttir kaflar í óbundnu máli, 1964 Ijóðabókin Hinn, sá sami (El otro, el mismo), 1969 Lofgjörð til myrkursins (Elogio de la sombra). Telja mætti margar fleiri Ijóðabækur eftir hann, sú síðasta kom ári áður en hann lést og nefnist Samsærismennirnir (Los conjura- dos). Tvö smásagnasöfn komu eftir hann í viðbót, Skýrsla Brodies (El informe de Brodie) árið 1970 og Sandbókin (El libro de arena) árið 1975. Almennt er álitið að þessar seinni sögur séu einfaldari í framsetn- ingu en þær sem hann gaf út á 5. ára- tugnum, en ef til vill er það aðeins við fyrstu sýn. í einfaldleikanum felst oft „dularfullur margbreytileiki“ eins og hann komst sjálfur að orði einhvern tíma. Eftir Borges liggja jafnframt fjöl- mörg verk sem hann samdi í sam- vinnu við aðra, bæði smásögur og rit- gerðir. Mætti þar nefna bók um skepnur í skáldskap (E/ libro de los seres imaginarios), „dýrafræði draum- anna er mun fátæklegri en dýrafræði Skaparans" segir þar í formála; bók um búddisma; bók um forngermanskar bókmenntir þar sem íslenskar forn- bókmenntir skipa veglegan sess; þýðingu á Gylfaginningu Snorra Sturlusonar sem Borges vann ásamt eiginkonu sinni Maríu Kodama. Of langt mál væri að gera grein fyrir viðhorfum Borgesar til íslenskra fornbókmennta. Nægir að nefna að hann telur að nútímaskáldsagan hafi verið fundin upp á íslandi. Lýs- ingar hans á innihaldi, stíl og fram- setningu íslendingasagna geta oft átt við um hans eigin verk, enda fór hann ekki dult með að hann hefði lært ýmislegt af lestri þeirra. Borges kom í fyrsta sinn til íslands árið 1971 og vitnaði þá í William Morris og kvaðst kominn í „pílagrímsferð". Völsunga- saga í þýðingu Williams Morris og Eiríks Magnússonar var fyrsta forn- norræna sagan sem Borges las og var hún ávallt í miklu dálæti hjá honum. Borges lést í Genf 14. júní 1986 og var lagður þar til hinstu hvílu. Viðfangsefni Borgesar eru marg- vísleg þó að kannski séu þau ekki ótæmandi. Varla er við því að búast að rithöfundur sem álítur að viðfangs- efni skáldskaparins séu ávallt þau sömu í aldanna rás leggi sig mikið fram um að auka fjölbreytni í þeim efnum. Þó er hann talinn hafa skipt sköpum varðandi þróun skáldsög- unnar í Rómönsku Ameríku. Kemur þar margt til, s.s. hinn knappi og hnit- miðaði stíll sem þenur orðin til hins ýtrasta og notfærir sér margræðni þeirra, og húmorinn sem var afar sjaldgæft fyrirbæri í bókmenntum Rómönsku Ameríku fyrir 5. áratuginn. Speglar, völundarhús, hnífar, draumar og bækur eru ef til vill það sem nefna mætti fasta liði í sögum hans. Og sumar hugmyndir skjóta upp kollinum aftur og aftur, s.s. sú hugmynd að hver maður sé a.m.k. tveir menn, eða að sérhver maður sé allir menn og þess vegna enginn. Óskir sem rætast og breytast í bölvun. Augnablik sem fela í sér örlög manna, menn sem ekki ráða örlögum sínum né nokkru sem máli skiptir í líf- inu. Tími sem snýst í hringi, eða tími sem aldrei snýr aftur nema í skáldskap. Meginviðfangsefnið er lík- lega tíminn, efnið sem mennirnir eru búnir til úr. Sögur Borgesar eru nefndar „furðusögur" til aögreiningar frá raunsæisbókmenntum. Þó hafa margar sögur hans á sér afar raunsæ- islegan blæ og líkjast oft ritgerðum. Jafnframt vísa þær langt út fyrir okkar áþreifanlega veruleika. Borges er Ijúft að benda á að veruleikinn er flókinn og manneskjan smá. Við skynjum sama atburð á mismunandi hátt og það eitt nægir til að benda á hversu lítið við vitum um hlutstæðan veru- leika. Það er skemmra á milli draums og veruleika en við yfirleitt teljum. Svonefnd hlutlæg skrásetning stað- reynda er ef til vill engu minni skáld- skapur en furðusaga eftir Borges. [ sögum sínum vitnar Borges í bækur sem ekki eru til, í sama mund og hann vitnar í bækur sem eru til, hann segir frá persónum sem eru til í sama mund og hann segir frá þeim sem ekki eru til, hann segir sögur sem virðast fjalla um eitthvert tiltekið efni en áður en lestrinum lýkur fer lesandann að gruna að viðfangsefnið sé eitthvað allt annað. Ósjaldan gerist eitthvað í lok sögunnar sem breytir innihaldi henn- ar og lestur er hafinn á nýjan leik. í sögunum virðist hvert einasta smáatriði hafa hlutverki að gegna, þó ekki sé til annars en að villa um fyrir lesandanum. Borges var vel kunnugur flestum heimspekikenningum og trúarbrögð- um. Að mati hans er að finna í þeim stórkostlegustu dæmi um ímyndunar- afl mannkyns. Því eru heimspeki og trúarbrögð ákjósanlegur efniviður í bókmenntir. Ekki afneitar hann mögu- legu sannleiksgildi nokkurrar kenn- ingar, en segja má að hann prófi heimspekina eða trúarbrögðin með því að búa til sögur sem gerast í ver- öld sem lýtur einhverri af kenningum þeirra. Sögulok eru þá oftast kald- hæðnisleg. Að mati Borgesar er afar ótrúlegt að menn geti nokkurn tíma leyst lífsgátuna eða skilgreint þau '* lögmál sem ráða í heiminum. Sé til Skapari heims er ekki víst að hann hafi skapað heiminn í þeim tilgangi sem við almennt teljum, vegir Guðs eru ef til vill allt aðrir en við getum gert okkur í hugarlund. Þennan óræða veruleika sem við lifum og hrærumst í táknar Borges oft með völundarhús- inu, svo fullkomnu en jafnframt svo flóknu að hægara er að villast um það en rata. Það er einmitt þetta einkenni- lega sambland fullkomleika og flækju, skipulags og ringulreiðar sem gerir lífið athyglisvert að mati Borgesar, en þó að sú lífssýn sem fram kemur í sögum hans sé oft fremur óhugnan- ý leg er hún ávallt blönduð geðþekkum húmor og jafnvel gáska. Margar sögur hans sjálfs eru í uppbyggingu líkastar flóknu völundarhúsi sem skemmtilegt er að eigra um. 8

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.