Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 11
JORGE LUIS BORGES
HÓGVÆRÐ SÖGUNNAR
20. september áriö 1792 horföi Jo-
hann Wolfgang von Goethe (sem fylgt
haföi hertoganum af Weimar í hern-
aöarleiöangur til Parísar) á nafntogaö-
asta her í Evrópu hrökklast af
óskiljanlegum ástæöum undan
nokkrum frönskum hermönnum viö
Valmy og sagði við hvumsa félaga
sína: Á þessum stað og á þessum
degi er að hefjast nýtt tímabil í mann-
kynssögunni og við getum sagst hafa
orðið vitni að upphafi þess. Síðan þá
hafa sögulegir dagar runnið upp fjöl-
margir og eitt af verkefnum ríkis-
stjórna (einkum á Ítalíu, í Pýskalandi
og Rússlandi) hefur veriö aö fram-
leiða þá eöa sviðsetja með gnótt af
fyrirfram gerðum áróðri og linnu-
lausum auglýsingum. Slíkir dagar,
sem benda til áhrifa frá Cecil B. de
Mille, eru meira í ætt viö blaða-
mennsku en sagnfræöi. Mig grunar
aö sagan, hin raunverulega saga, sé
hógværari og aö höfuðdagsetningar
hennar geti jafnframt veriö leyndarmál
um langan tíma. Kínverskur rithöf-
undur hefur bent á að einmitt vegna
þess hversu afbrigöilegur einhyrning-
urinn er hljóti mönnum aö sjást yfir
hann. Tacitus kom ekki auga á Kross-
festinguna þótt hún sé skráö í bók
hans.
Þessar hugleiöingar leituðu á mig
eftir að ég af tilviljun haföi rekist á
setningu þar sem ég var aö blaða í
Qrískri bókmenntasögu. Setningin
vakti athygli mína vegna þess aö hún
var dálítið dularfull. Hún hljóöaöi
svona: He brought in a second actor
(hann bætti viö öörum leikaranum).
Ég stöðvaðist í lestrinum, ég komst
aö því aö sá sem framkvæmdi
þennan dularfulla verknað var Aiskhý-
los og aö hann, samkvæmt því sem
segir í fjóröa kafla rits Aristótelesar
Um skáldskaparlistina, „jók tölu
leikaranna úr einum í tvo“. Kunnugt
er aö leikritun er sprottin úr dýrkun
Díonýsusar. Upphaflega var um að
ræöa einn leikara, hypokrités,
klæddan í svart eöa purpura, á upp-
háum, þykksóluðum skóm og með
mikla grímu fyrir andlitinu, og deildi
hann sviöinu með tólf félögum
kórsins. Leiklistin var ein af trúarat-
höfnunum sem dýrkuninni fylgdu og
eins og allir helgisiðir hefur hún ein-
hvern tíma átt á hættu að staðna.
En dag nokkurn, fimmhundruö
árum fyrir Krists burö, sáu Aþenubúar
sér til furöu og ef til vill hneykslunar
(Victor Hugo hefur giskað á hið síðar-
nefnda) að annar leikarinn bættist viö
fyrirvaralaust. Þennan löngu liðna
vordag, í þessu hunangslita leikhúsi,
hvaö hugsuðu þeir, til hvaöa kenndar
fundu þeir nákvæmlega? Ef til vill
fundu þeir hvorki til furöu né hneyksl-
unar, ef til vill fundu þeir einungis fyrir
votti af undrun. í Tusculanae er greint
frá því aö Aiskhýlos gengi í bræðralag
Pýþagórasar, en aldrei fáum við að
vita hvort hann gerði sér Ijóst, þó ekki
væri nema á ófullkominn máta, mikil-
vægi þessarar breytingar frá einum í
tvo, frá einingu í margfeldi og þannig
í hiö óendanlega. Meö öörum leikar-
anum komu samræðurnar og ótak-
markaðir möguleikar varöandi gagn-
kvæm áhrif persónanna. Áhorfandi
meö spádómsgáfu heföi séð fjöldann
allan af framtíðarleikpersónum fylgja í
kjölfariö: Hamlet og Fást og Segis-
mundo og Makbeð og Pétur Gaut og
fleiri sem viö ekki komum auga á enn
sem komið er.
Ég hef uppgötvað við bóklestur
annan sögulegan dag. Sá átti sér staö
á íslandi á 13. öld, við skulum segja
árið 1225. Komandi kynslóðum til
fróöleiks skrifaöi hinn fjölhæfi rithöf-
undur og sagnfræöingur, Snorri
Sturluson, á óðali sínu í Borgarfirði
um síöustu herför hins víðfræga kon-
ungs Haralds Sigurðarsonar, sem
nefndur var haröráöi, og haföi áður
barist í Miklagarði, Ítalíu og Afríku.
Tósti, bróöir konungsins í Englandi,
Haralds Guðinasonar, girntist völdin
og hafði aflað sér stuönings Haralds
Siguröarsonar. Þeir komu aö landi viö
austurströndina og tóku Jórvíkurkast-
ala. Fyrir sunnan Jórvík mættu þeir
engilsaxneska hernum.
í framhaldi af þessu segir Snorri:
„Riddarar tuttugu riöu fram af þing-
mannaliði fyrir fylking Norömanna ok
váru albrynjaðir ok svá hestar þeira.
Þá mælti einn riddari: „Hvárt erTósti
jarl í liöinu?“ Hann svarar: „Ekki er
því at leyna, hér munuö þér hann
finna." Þá mælti einn riddari:
„Haraldr, bróöir þinn, sendi þér
kveðju ok þau orð með, at þú skyldir
hafa grið ok Norðimbraland allt, ok
heldr en eigi vilir þú til hans hneigjask,
þá vill hann gefa þér þriðjung ríkis alls
meö sér." Þá svarar jarl: ... „Nú tek
ek þenna kost, hvat vill hann þá
bjóöa Haraldi konungi Sigurðarsyni
9