Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 16

Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 16
mann eins og hvern annan) þá þurrk- aði hann út með honum allar minningar um námsárin. Þegar frá leið urðu sigursæla og friðsældin þokum slædd af leiðindum. Við sólarlag og dögun stóð hann frammi fyrir líkneskjunni, ef til vill sá hann þá fyrir sér son sinn óraunveru- legan, að fremja nákvæmlega sömu helgiathafnir í annarri hringlaga rúst neðar með ánni. Um nætur fór hann ekki lengur draumförum, né dreymdi líkt og aðra menn. Hugmyndir hans um hljóð og form alheims urðu æ dauflegri. Úr fjarlægð nærðist nú sonurinn af þeirri rýrnun sálar. Manninum var tilgangur lífsins full- komnaður. Hann dvaldi í einskonar algleymi. Að nokkrum tíma liðnum, sem sumir æviritarar hafa talið í árum en aðrir í fimmtum, gerðist það um miðnætti að tveir ræðarar vöktu hann af svefni. Það glórði varla í andlit meðan þeir sögðu frá manni nokkrum í hofi fyrir norðan sem væri svo magnaður töfrum að hann gæti vaðið eid án þess að brennast. Töframaður- inn mundi þá strax orð guðsins, mundi að af öllum verum sem upp- fylla jörðina var eldur sá eini sem þekkti að sonur hans var andi. Þessi minning veitti honum í fyrstu ró, en fór að lokum að kvelja hann. Hann mátti ekki hugsa til að sonur hans færi að velta fyrir sér, hvernig stæði á afbrigðilegri friðhelginni og kæmist eftir einhverjum leiðum að því að hann væri aðeins hugarburður. Það að vera ekki maður, vera aðeins afleiðing af draumi annars manns - þvílík óheyrileg smán, þvílík vitfirring! Hver einasti faðir elskar þá syni sem hann eignast (eða lætur sér lynda að fæðist), og snýst í kring um þá viti sínu fjær eða af hamingju. Það er því eðlilegt að töframaðurinn kviði framtíð þess sonar, sem hann hafði hugsað fram, innyfli fyrir innyfli, drátt fyrir drátt, á þúsund og einni leyndri nóttu. Á kvíðann var bundinn skjótur endi, en þó ekki án fyrirboða. Fyrst bar svo við (að loknum miklum þurrkum) að á hæð eina fjarri settist ský, létt eins og fugl. Þá gerðist það í suðri, að himin- inn tók á sig rósrauðan lit góma hlé- barðans, og yfir komu gufur, sem ollu ryðbruna á málmum nætur. Síðar skall svo yfir bylgja villtra dýra á ærum flótta. Þannig bar nú aftur að, það sama sem gerst hafði fyrr á öldum. Rústirnar, griðastaður eldguðsins tor- tímdust í eldi. Meðan dagaði án þess að vart yrði við fugl sá töframaðurinn eldinn sækja inn og sleikja upp vegg- ina. Það hvarflaði að honum að leita undan í vatn, en þá skildi hann að dauðinn var kominn að kóróna ellina og veita honum lausn frá verkum. Hann gekk til fundar við eldinn, dulur hans blöktu við en bitu ekki á holdið, flæddu gælandi um hann og laust við að sviði. Það fór um hann fögnuður, en síðan sneypa, skelfingu lostinn, varð honum Ijóst, að einnig hann var hugarburður, að ein- hvern annan hafði dreymt hann. Úr Skáldverkum 1944 Sigfús Bjartmarsson þýddi UM VÍSINDALEGA NÁKVÆMNI ... í keisaradæmi þessu, náði korta- gerðarlist slíkri fullkomnun, að upp- dráttur eins skattlands þakti heila borg, og uppdráttur ríkisins skattland. Þegar fram liðu stundir fór mönnum að þykja uppdrættirnir, þó víðáttu- miklir væru, tæplega nógu ýtarlegir. Þar kom að kortagerðarstofnunin lét gera uppdrátt af ríkinu, jafn mikinn og ríkið var víðlent. Og svo nákvæmur var hann, að í engu skeikaði. Síðari kynslóðum fannst lítið til listarinnar «* koma og svo ýtarlegur uppdráttur þungur í vöfum. Þess vegna var umhirðan ekki sem skyldi og upp- drátturinn mikli látinn óblíðri sól og regninu eftir. Úti í eyðimörkinni í vestri má enn finna af honum fáein slitur. Þar veita þau stakri skepnu eða betlara svolítið skjól. Aðrar heimildir, um landafræði, er ekki að finna meðal þjóðarinnar. Úr Sögu hinna illræmdu 2. útgáfu, 1954 Sigfús Bjartmarsson þýddi 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.