Teningur - 01.06.1989, Síða 19

Teningur - 01.06.1989, Síða 19
miðju langur og slagaði, en grímu- klæddir trúðarnir til beggja handa. (Ein kvennanna á barnum minntist gulra, rauðra og grænna tíglanna). Tvisvar sinnum hrasaði hann, tvisvar var hann gripinn og haldið af trúðun- um. Á leiðinni burt í átt að innri höfn- inni, en lega hennar er ferhyrnd, fóru þremenningarnir inn í bílinn og hurfu. Af fótskör bílsins krotaði sá trúðanna sem síðastur fór, klámfengna riss- mynd og setningu á eina plötu bryggju- skúrsins. Treviranus sá setninguna. Hún var reyndar fyrirsjáanlega. Þar sagði: SÍÐASTI STAFUR í NAFNI HEFUR NÚ VERIÐ NEFNDUR Á eftir rannsakaði hann herbergi Gryphiusar-Ginzbergs. Það var lítið og á gólfinu heldur hrottaleg stjarna úr blóði. í hornunum leifar af sígarettum ungverskrar tegundar. í skápnum bók á latínu - það var Philoiogus hebraeo- graecus (1739) gefin út í Leusden - og í henni nokkrar athugasemdir hrip- aðar á spássíu. Treviranus leit á þetta, lítilsvirðingin leyndi sér ekki, og lét hafa upp á Lönnrot. Lönnrot tók ekki ofan þegar hann kom, hann var þegar farinn að lesa. Á meðan yfirheyrði lögreglufulltrúinn vitnin að mögulegu mannráni. Þeim bar illa saman. Um klukkan fjögur fóru þeir burt. Úti á hlykkjóttri rue de Toulon, meðan þeir mörðu dauðan snák dögunar undir hjólum, sagði Treviranus þetta: „Og hvað ef þetta mál nú í nótt er bara blekking." Eric Lönnrot brosti, varð síðan graf- alvarlegur á svip og las upphátt eina málsgrein (sem var undirstrikuð) úr þrítugustu og þriðju ritgerð í Philolog- usnum: Dies Judacorum incipit a solis occasu usque ad solis occasum diei sequentis. Þetta þýðir, bætti hann við. „Hinn hebreski dagur hefst við sólarlag og varir til næsta sólarlags." Lögreglufulltrúinn hætti sér út í kaldhæðni. „Er þetta mikilvægasta staðreyndin sem þú hefur rekist á í nótt?“ „Nei, Ginzberg notaði orð sem meiru skiptir. “ Síðdegisblöðunum sást ekki yfir að mannslátin urðu með reglulegu milli- bili. La Cruz de la Espada setti málið upp sem andstæðu við þann aðdáun- arverða aga og reglu sem einkenndi síðasta þing dulspekinga. í El Mártir gagnrýndi Ernst Palast „óþolandi tafir á svo laumulegum og lítilmótlegum pogromum. Það hafði tekið þrjá mán- uði að eyða þremur Júðum." Blaðið Yidische Zaitung hafnaði „svo hrylli- legri tilgátu að um and-semetískt samsæri væri að ræða, jafnvel þó að gleggstu menn sjái enga aðra lausn á þrenndargátunni." Rauði Scharlach hinn fíni, sem þótti skrautlegastur byssumanna fyrir sunnan, sór og sárt við lagði að á svæði sínu væri óhugs- andi að slíkir glæpir yrðu framdir. Og hann sakaði Franz Treviranus lögreglu- fulltrúa um vítaverða vanrækslu í starfi. Að kvöldi hins fyrsta mars barst lögreglufulltrúanum í hendur tilkomu- mikið bréf, það var innsiglað. Hann reif það upp. Umslagið hafði að geyma orðsendingu undirritaða af „Baruch Spinoza1' og ennfremur ýtarlegt kort af borginni, það hafði sýnilega verið rifið úr eintaki af Baedeker. f bréfinu var því spáð að fjórða morðið yrði ekki framið þann þriðja mars vegna þess að málningar- búðin í vestri, kráin á rue de Toulon og Hotel du Nord væru „kórrétt fundin horn jafnhliða þríhyrnings sem er dulspekilegur". Á kortinu var sýnt framá með rauðu bleki hve reglulegur þríhyrningurinn væri. Trevíranus las hin more geometrico rök með uppgjöf í anda og lét senda bréf og kort til Lönnrots - en hann átti óneitanlega slíka geggjun skilda. Eric Lönnrot rannsakaði pappírana. Staðirnir þrír voru reyndar jafn langt hver frá öðrum. Samhverfir í tíma (hinn þriðji desember, hinn þriðji janúar, hinn þriðji febrúar), samhverfir í rúmi líka ... Allt í einu fann hann á sér að nú var hann kominn að þeim punkti að leysa gátuna. Sirkill og áttaviti dugðu til að úr óvæntu innsæi fullkomnaðist nú myndin. Hann brosti, nefndi nafnið Tetragrammaton (sem hann hafði nýlega lært) rauk svo til og hringdi í lögreglufulltrúann. Hann sagði: „Þakka þér fyrir jafnhliða þríhyrn- inginn sem þú sendir mér í gærkvöldi. Hann gerði mér fært að leysa málið. Áður en morgundagurinn er úti munu glæpamennirnir í fangelsi. Við getum verið rólegir yfir því.“ „Þeir eru þá ekki að undirbúa fjórða glæpinn?" „Einmitt vegna þess að þeir eru að undirbúa fjórða glæpinn getum við verið rólegir." Lönnrot hengdi upp tólið. Klukku- tíma seinna var hann kominn á ferð í einni af lestum suðurleiða. Hann brunaði í áttina að yfirgefnu setri, Triste-le-Roy. Suður af borginni þar sem saga vor gerist rennur lítil á, blind og mórauð, ófræg af rusli og sorpi. Á bakkanum fyrir handan er iðnaðarúthverfi þar sem byssumenn þrífast undir vernd stjórnmálaforingja frá Barcelona. Lönnrot brosti að þeirri hugsun sinni að mikið hefði nú rauði Scharlach sá frægasti þeirra, viljað gefa til að vita fyrir um leynilega heim- sókn hans. Azevedo hafði verið í félagi við Scharlach. Lönnrot velti þeim fjarlæga möguleika fyrir sér, að fjórða fórnarlambið kynni að vera Scharlach sjálfur. En hann hafnaði þeirri hugmynd ... Hann var í rauninni búinn að leysa málið. Nú voru aðeins aðstæður eftir, veruleiki (nöfn, hand- tökur, andlit, málarekstur og dómsorð). Með naumindum að það héldi áhuga hans. Hann vildi fara dálítið um, hvíla sig eftir þriggja mán- aða kyrrsetur yfir rannsókninni. Sú hugsun flökti um hugann að lausn morðgátunnar fælist í jafnhliða þrí- hyrningi, nafnlausum og í hálf- gleymdu grísku orði. Núna sá hann gátuna næstum því kristaltæra. Hann var hálf miður sín að hafa varið til hennar hundrað dögum. Lestin nam staðar við farmstöð eina, þögn var yfir. Lönnrot fór út. Líkt og stundum ber til, var svo eyðilegt þetta síðdegi, að líkist helst dögun. Yfir for og pollum sléttunnar var rakt og kalt í lofti. Lönnrot lagði af stað fót- gangandi um sveitina. Fyrir augu bar hunda, vagn á dauðu spori, sjóndeild- arhringinn og silfurlitan hest að drekka úr gruggugum polli. Það var 17

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.