Teningur - 01.06.1989, Síða 23

Teningur - 01.06.1989, Síða 23
Ég vissi ekki hvaö ég átti aö gera, en þá tók Ferrari í taumana. Flann var rétt kominn út úr húsinu þar sem hann bjó. Flann horföi beint í augun á forsprakkanum og sagði: „Ef þú vilt skemmta þér, af hverju reynirðu ekki aö gera það meö mér?“ Flann hélt áfram aö stara á þá, einn af öörum, frá hvirfli til ilja, og enginn þeirra sagði neitt. Þeir vissu allt um hann. Ferrari yþpti öxlum, lyfti hatt- inum og hélt sína leið. En áöur en hann lagði af stað sagöi hann viö mig: „Ef þú hefur ekkert þarfara að gera, líttu þá inn á krána á eftir.“ Ég var orðlaus. „Þarna fer herra- maöur sem ætlast til þess aö konum sé sýnd viröing, “ kvað Sara frænka upp. Til aö bjarga mér sagöi móðir mín: „Ég mundi frekar segja fauti sem þolir ekki samkeppni." Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á aö útskýra þetta núna. Ég hef unnið mig upp, ég á þessa verslun - sem ég ann - og ég þekki bækurnar mínar; ég met vináttu einsog okkar, ég á konu og börn og er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Ég er sannur Argentínumaður og sannur Gyöingur. Fólk ber viröingu fyrir mér. Einsog þú sérö er ég næstum því sköllóttur; en í þá daga var ég bara fátækur rauð- hærður Gyðingastrákur sem bjó í vafasömu hverfi. Einsog allir ungir menn reyndi ég af fremsta megni aö vera einsog aðrir. Samt var mér strítt. Til aö hrista af mér Jakobinn kallaði ég mig Santiago, en eftir sem áöur hét ég Fischbein. Allir tileinka sér þær hugmyndir sem aðrir hafa um þá. Þegar ég fann hvaö fólk fyrirleit mig tók ég aö fyrirlíta mig aö sama skapi. A þeim tíma, og framar ööru í því hverfi, varstu neyddur til aö vera grófur. Ég vissi aö ég var bleyða. Konur hræddu úr mér líftóruna, ég skammaöist mín fyrir hvað ég hafði litla reynslu af þeim, og ég átti enga vini á sama aldri og ég. Þaö kvöld fór ég ekki á krána. Flvað ég vildi óska þess aö ég heföi aldrei gert þaö! En sú tilfinning hélt áfram að vaxa innra meö mér að boö Ferraris væri nokkurs konar skipun, þannig aö eftir kvöldmat næsta laugardag leit ég að lokum inn á staðinn. Ferrari sat í öndvegi viö eitt af borð- unum. Ég þekkti alla hina mennina í sjón. Þeir voru sex eöa sjö. Ferrari var elstur, fyrir utan gamlan mann sem talaði lítið og þreytulega og sem er sá eini þeirra sem ég man enn hvaö hét - herra Eliseo Amaro. Ör eftir hnífs- skurö lá yfir breitt, hvapholda andlit hans. Síöar frétti ég aö hann heföi setið inni. Ferrari lét mig setjast sér á vinstri hönd, skipaði herra Eliseo að skipta um sæti við mig. Ég var dálítið óróleg- ur, hræddur um aö Ferrari mundi minnast á hvað haföi gerst á götunni nokkrum dögum áöur. En ekkert slíkt átti sér staö. Þeir töluðu um konur, spil og kosningar, um götusöngvara sem var væntanlegur en kom aldrei, og málefni hverfisins. í fyrstu virtust þeir ekki ætla að taka mér, en síðar- af því aö Ferrari vildi að þannig væri það - uröu þeir liprari. Þrátt fyrir nöfn þeirra, sem flest voru ítölsk, töldu þeir sig allir (og álitu hver annan) Argen- tínumenn og jafnvel kúreka. Sumir þeirra áttu eöa óku eyki, aörir voru slátrarar í sláturportunum, og af því þeir þurftu að sinna dýrum líktust þeir mjög bændum. Mig grunar aö eina þrá þeirra hafi veriö sú aö leika útlag- ann Juan Moreira. Að lokum tóku þeir upp á því aö kalla mig Júðann, en þaö var alls ekki illa meint. Af þeim lærði ég að reykja og gera aðra hluti. f hóruhúsi á Juníngötu var ég spuröur hvort ég væri ekki vinur Franc- isco Ferraris. Ég svaraöi aö svo væri ekki, því mér fannst aö það heföi verið raup að segja já. Eitt kvöldiö kom lögreglan á krána og leitaði á okkur. Tveir úr hópnum voru settir í gæsluvarðhald, en Ferrari slapp. Tveim vikum seinna geröist það sama aftur; þá var Ferrari tekinn líka. Undir beltinu var hann meö hníf. Flann hlýtur að hafa lent upp á kant við stjórnmála- foringjann í kjördæmi okkar. í dag, þegar ég lít til þaka og horfi á Ferrari, sé ég hann sem ógæfusaman ungan mann, fullan af draumórum, sem á seinustu stundu var svikinn; en þá var hann mér sem guö. Vinátta er ekki síður dularfull en ást eða hver þáttur þeirrar ringulreiðar sem viö köllum líf. Stundum hefur mér fundist að þaö eina sem ekki er dularfullt sé hamingjan, því hamingjan er markmiö í sjálfu sér. Staðreyndin er aö Ferrari, sá haröi nagli meö allt sitt brambolt, vildi vingast við jafn aumkunarverðan náunga og mig. Ég var viss um að honum höföu orðið á mistök. Ég var viss um að ég var ekki verður vináttu hans, og ég geröi allt sem ég gat til að forðast hann. En hann vildi ekki sleppa mér. Ótti minn var enn meiri vegna óbeitar móður minnar. Flún þoldi ekki þann félags- skap sem ég var í og apaði allt eftir, og talaöi um þá sem hyski og pakk. Þaö sem máli skiptir varðandi þaö sem ég er aö segja þér er samband mitt við Ferrari, ekki grátleg atburöa- rásin, sem ég skammast mín ekkert fyrir lengur. Svo lengi sem einhver snefill af iðrun er til, situr sektin viö sinn keip. Kvöld eitt sat gamli maðurinn, sem aftur hafði fengið sinn gamla sess við hliðina á Ferrari, og hvíslaöi af miklum móö í eyra hans. Þeir höföu eitthvaö í hyggju. Frá hinum enda borösins fannst mér ég greina nafniö á Weide- mann, manni sem átti vefnaðarvöru- verksmiöju í útjaöri hverfisins. Skömmu síöar var mér sagt, án nokk- urra skýringa, að tölta í rólegheitum í kringum verksmiðju Weidemanns og gefa hliðunum sérstakan gaum. Þaö var byrjað aö dimma þegar ég fór yfir Maldonado og gekk framhjá flutninga- portunum. Ég man eftir húsunum, sem urðu færri og lengra á milli, víöis- runnum og tómum lóöum. Verksmiöja Weidemanns var ný, en hún var einmana og minnti á einhvern hátt á rúst; í minningu minni blandast rauöir múrsteinar hennar sólsetrinu. í kringum verksmiðjuna var stór girðing. Auk inngangsins aö framanverðu, voru tvær stórar dyr baka til sem opnuðust inn í suðurhluta byggingar- innar. Ég verö aö játa aö þaö tók mig smá tíma aö komast aö því sem þú hefur sjálfsagt nú þegar getið þér til um. Ég gaf skýrslu þegar ég kom til baka sem 21

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.