Teningur - 01.06.1989, Side 24

Teningur - 01.06.1989, Side 24
var staðfest af einum hinna. Hann átti systur sem vann á staðnum. Síðan var áætlunin gerð. Það hefði vakið athygli ef hópurinn hefði ekki mætt á krána á laugardegi, þannig að Ferrari ákvað að ránið skyldi framið næsta föstudag. Þeir völdu mig til að vera á verði. Fram að því var best að við sæumst ekki saman. Þegar við vorum einir á gangi - bara Ferrari og ég - spurði ég hann: „Ertu viss um að þú getir freyst mér?“ „Já,“ svaraði hann. „Ég veit að þú munt standa þig eins og maður." Þá nótt og næstu nætur svaf ég vel. Síðan kom miðvikudagur og ég sagði mömmu að ég ætlaði niður í miðbæ að sjá nýja kúrekamynd. Ég fór í mín bestu föt og lagði af stað út á Moreno- götu. Ferðin með sporvagninum var löng. Á lögreglustöðinni var ég látinn bíða, en að lokum tók einn af aðstoð- arvarðstjórunum - maður að nafni Eald eða Alt - eftir mér. Ég sagði honum að ég kæmi vegna trúnaðar- máls og hann sagði að ég þyrfti ekki að óttast það sem ég segði. Ég skýrði honum frá áformum hópsins. Það sem kom mér á óvart var að nafn Ferraris sagði honum ekki neitt; en eitthvað annað var uppi á teningnum þegar ég nefndi herra Eliseo. „Aha,“ sagði hann. „Hann var einn úr gamla Montevideo hópnum." Hann kallaði á annan mann, sem kom úr sama hluta borgarinnar og ég, og þeir tveir ræddu málin. Hinn lög- reglumaðurinn spurði mig svo með vissri fyrirlitningu í röddinni: „Ertu kominn hingað með þessar upplýs- ingar af því þú telur þig vera góðan borgara?" Ég vissi að hann mundi aldrei skilja málið, en ég svaraði: „Já herra, ég er góður Argentínumaður." Þeir sögðu mér að vinna verk mitt nákvæmlega eins og Ferrari hafði skipað fyrir en ekki að flauta þegar ég sæi lögregluna koma. Þegar ég var að fara varaði annar þeirra mig við: „Farðu varlega. Þú veist hvernig fer fyrir kúkum." Lögreglumenn eru alveg eins og krakkar þegar slangur er annars vegar. Ég svaraði honum: „Ég vildi að þeir mundu berja mig - það væri kannski það besta sem gæti gerst.“ Þann föstudag, frá því snemma morguns, fannst mér léttir að dagur- inn væri kominn. Um leið var ég með slæma samvisku yfir að vera ekki með samviskubit. Það var sem klukku- stundirnar rétt dröttuðust áfram. Allan daginn borðaði ég varla bita. Klukkan tíu um kvöldið hittumst viö skammt frá verksmiðjunni. Þegar einn úr hópnum lét sig vanta sagði herra Eliseo að það væri alltaf einhver sem gugnaði. Ég vissi að þegar þessu væri lokið yrði skuldinni skellt á hann. Það virtist ætla að fara að rigna. f fyrstu var ég hræddur um að einhver annar yrði látinn vera með mér á vakt, en þegar til kastanna kom stóð ég einn við eina af bakdyrunum. Eftir stutta stund birtist lögreglan ásamt lögregluforingja. Þeir höfðu skilið hestana sína eftir annars staðar og komu fótgangandi. Ferrari hafði þvingað dyrnar aftur þannig að lög- reglan komst hljóðlaust inn. Síðan riðu fjögur skot af og gerðu mig heyrnarlausan. Ég ímyndaði mér að í öllu myrkrinu þarna inni væru þeir að slátra hver öðrum, en þá kom lög- reglan út með nokkra menn í hand- járnum. Síðan komu tveir aðrir lög- regluþjónar út og drógu á eftir sér lík Francisco Ferrari og herra Eliseo Amaro. í opinberu skýrslunni var því haldið fram að þeir hefðu sýnt mót- spyrnu við handtöku og verið fyrstir til að hefja skothríð. Ég vissi að þetta var allt saman lygi því ég hafði aldrei séð neinn í hópnum bera byssu. Þeir höfðu bara verið skotnir niður; lög- reglan hafði notað tækifærið til að gera upp gamla skuld. Nokkrum dögum seinna heyrði ég að Ferrari hefði reynt að flýja en verið stoppaður með einni kúlu. Einsog við var að búast gerðu blöðin þá hetju úr honum sem hann hafði aldrei verið nema kannski í huga mér. Hvað mig varðar var ég handtekinn með hinum og stuttu síðar látinn laus. Úr Skýrslu Brodies 1970 Einar Már Guömundsson þýddi BLINDA „Ég á ekki silfur að grafa eins og Egill og enga þræla að vinna verkið. Tímar- nir hafa breytzt, þótt fjöllin séu þau sömu í Mosfellsdal. En blindu mína á ég sameiginlega með Agli. Um hana fjallar síðasta bók mín, Lofgjörð til myrkursins. Þar lofsyng ég blinduna. Ég held hún hafi gert mér margt bæri- legt, bærilegra en áður, skerpt skiln- ing minn. Stytt mér leiðina að sjálfum mér. Áður þurfti ég alltaf að vera að lesa og hitta fólk. Nú get ég hugsað. Enginn á að hafa meðaumkun með sjálfum sér, segir Kipling einhvers staðar. Bernard Shaw talaði um, hvað meðaumkun er niðurlægjandi. Blindan hefur ekki orðið mér nein sjúkleg hamingjutilfinning. Sjónleysi er ekki smávægilegt miðað við margt annað, eins og Joyce hélt fram. Eins og með- aumkun er viðurstyggileg, þannig er ekkert andstyggilegra en eilíft myrkur. í myrkri finnur maður meira fyrir nálægð sjálfs síns en í birtu. Mig langar því einatt að losna við Borges. En blindu fylgir ekki sársauki. Blinda er oft arfgengur sjúkdómur. Faðir minn og amma voru bæði orðin blind, þegar þau dóu. Þau kvörtuðu ekki. En heyrnarlaust fólk á verri daga. Það verður fyrir aðkasti, menn gera oft grín að því. Ég held - ég verði að minnsta kosti að líta svo á, því að það er skylda mín að gera það - að blindan hafi aukið mér skarpskyggni. Ég held ég skrifi nú betur en áður. Blindan kom hægt. Ég gat lesið og skrifað meira og minna 1955, en sá aðeins stóra stafi. Nú get ég að vísu skrifað nafnið mitt, en ég hef ekki séð það í mörg ár.“ Úr viðtali við Matthías Johannessen (M-samtöl II) 22

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.