Teningur - 01.06.1989, Page 25
JORGE LUIS BORGES
ÚLRÍKA
Hann tekr sverðit Gram ok leggr í
meðal þeira bert.
Völsungasaga, 27.
Frásögn mín mun verða staðreynd-
unum trú eða að minnsta kosti per-
sónulegri minningu minni um stað-
reyndirnar, sem er eitt og hið sama.
Atburðirnir áttu sér stað fyrir mjög
skömmu, en ég veit að það er jafn-
framt hefð í bókmenntunum að fella
inn í frásögn einstök atriði um
aðstæður og að undirstrika áherslur-
nar. Ég ætla að segja frá fundum
mínum við Úlríku í Jórvik (föðurnafn
hennar vissi ég ekki og mun ef til vill
aldrei vita). Frásögnin spannar eitt
kvöld og einn morgun.
Mér væri það engin ofraun að segja
frá því að ég sá hana fyrst hjá Systr-
unum fimm í dómkirkjunni í Jórvík,
þessum steindu gluggum sem púrí-
tanar Cromwells virtu vegna þess að
á þeim eru ekki helgimyndir, en sann-
leikurinn er sá að við kynntumst í litlu
vínstofunni í Northern Inn sem er
staðsett utan við borgarveggina. Við
vorum saman komin lítill hópur fólks
og hún sneri í mig baki. Einhver bauð
henni í glas og hún afþakkaði.
- Ég er kvenréttindakona, sagði
hún. Ég hef engan áhuga á að líkja
eftir karlmönnum. Ég kann hvorki að
nneta tóbak þeirra né áfengi.
Setningin átti að vera hnyttin og ég
sá að þetta var ekki í fyrsta sinn sem
hún tók hana sér í munn. Seinna varð
otér Ijóst að þessi orð voru ekkert ein-
kennandi fyrir hana, en það sem við
segjum líkist okkur ekki alltaf.
Hún sagði frá því að hún hefði
komið seint á safnið, en verið hleypt
inn þegar hún kvaðst vera norsk.
Einn viðstaddra sagði:
- Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Norðmenn koma til Jórvíkur.
- Alveg rétt, svaraði hún. Við
áttum England og misstum það, ef á
annað borð er unnt að eiga eitthvað
eða missa eitthvað.
Þá varð mér litið á hana. í Ijóði eftir
William Blake segir frá stúlkum sem
líkjast mildu silfri eða ógnþrungnu gulli,
en í Úlríku var bæði gullið og mildin.
Hún var grönn og hávaxin, skarpleit
og gráeyg. Andlit hennar hafði minni
áhrif á mig en sú dularfulla rósemd
sem yfir henni hvíldi. Hún átti létt með
að brosa og brosið virtist gera hana
fjarræna. Hún var svartklædd sem er
óvenjulegt á norðurslóðum þar sem
fólk reynir að lífga upp á drungalegt
umhverfið með björtum litum. Hún
talaði skýra og nákvæma ensku og
raddaði errin örlítið. Ég er ekki eftir-
tektarsamur, þessi atriði uppgötvaði
ég smám saman.
Við vorum kynnt hvort fyrir öðru. Ég
sagðist vera kennari við Andeshá-
skólann í Bogotá. Ég kvaðst vera Kól-
umbíumaður.
Hún spurði mig hugsi:
- Hvað er að vera Kólumbíumað-
ur?
- Ég veit það ekki, svaraði ég. Það
er trúarjátning.
- Eins og að vera norskur, sagði
hún til samþykkis.
Ekki man ég fleira sem sagt var
þetta kvöld. Morguninn eftir fór ég
árla niður í matsalinn. Út um gluggana
sá ég að hafði snjóað, lyngheiðin rann
út í sjóndeildarhringinn. Aðrir voru
enn ekki komnir niður. Úlríka bauð
mér að setjast við borð sitt. Hún kvaðst
hafa yndi af að fara ein út að ganga.
Mér kom í hug brandari eftir
Schopenhauer og ég svaraði:
- Ég hef það líka. Við gætum farið
saman.
Við fjarlægðumst húsið, yfir nýfallinn
snjóinn. Ekki var nokkur sála á ferli.
Ég stakk upp á því að við gengjum að
Þórsgötu sem er niðri við ána í nokk-
urra mílna fjarlægð. Ég veit að ég var
orðinn ástfanginn af Úlríku, ég hefði
ekki kosið að hafa nokkra aðra mann-
eskju mér við hlið.
Skyndilega heyrði ég að úlfur ýlfr-
aði í fjarska. Ég hef aldrei heyrt úlf
ýlfra, en ég veit að þetta var úlfur.
Úlríka sýndi engin viðbrögð.
Eftir stundarkorn sagði hún eins og
hún væri að hugsa upphátt:
- Þessi fáu og fábrotnu sverð sem
ég sá í dómkirkjunni í gær snertu mig
dýpra en stóru skipin í Oslóarsafninu.
Leiðir okkar höfðu legið saman.
Síðdegis héldi Úlríka áfram ferð sinni
til Lundúna, ég til Edinborgar.
- í Oxford Street, sagði hún við
mig, mun ég feta í fótspor De
Quincey sem leitaði að Önnu týndri í
mannfjöldanum í Lundúnum.
- De Quincey, svaraði ég, hætti að
leita hennar. Ég held leitinni áfram í
tímans rás.
- Ef til vill, sagði hún lágt, hefurðu
fundið hana.
Það rann upp fyrir mér að óvæntur
hlutur var mér ekki forboðinn og ég
kyssti munn hennar og augu. Hún ýtti
mér frá sér blíðlega en ákveðið og
mælti:
23