Teningur - 01.06.1989, Síða 34
ÓTTAST STÖÐUGT AÐ GLATA SKÖPUNARKRAFTINUM
SPJALLAÐ VIÐ GÖRAN TUNSTRÖM
Göran Tunström er sennilega þekkt-
astur á íslandi fyrir skáldsögu sína
Jólaóratorían, sem út kom í þýöingu
Þórarins Eldjárns 1984. Margir munu
þó einnig kannast við leikrit hans um
þá bræöur Sjang og Eng sem sýnt
hefur verið hjá LR í vetur. Nýjasta
skáldsaga hans Þjófurinn hefur einnig
vakiö mikla athygli ytra og þegar ég
hitti Göran aö máli var verið aö þýöa
bæði hana og Jólaóratoríuna á ensku.
Ég byrjaöi á því aö sþyrja Göran
hvort Jólaóratorían væri aö einhverju
leyti fjölskyldusaga hans sjálfs.
- Nei, alls ekki. Hún er alfarið hug-
arsmíö. Ég heyrði söguna um konuna
sem tróðst undir kúnum þegar ég var
strákur og hún þróaðist ( huga mér
árum saman. Raunar er ég sá eini í
minni fjölskyldu sem ekki spila á
hljóðfæri, er alinn upp við mikla tónlist
og mig haföi lengi dreymt um aö
skrifa skáldsögu sem væri byggö upp
eins og tónverk, en það er ekkert um
mína fjölskyldu í sögunni sjálfri.
- Segöu mér eitthvað um sjálfan
Þig-
- Hvaö viltu vita? Ég er prestsson-
ur, alinn upp í mjög bókmenntalegu
umhverfi. Sem barn var ég ákaflega
hrifinn af sögum Selmu Lagerlöf, en
fyrsta alvarlega sjokkiö á bókmennta-
sviðinu fékk ég þegar ég las Lorca í
fyrsta sinn. Hann bókstaflega umturn-
aði fyrir mér heiminum. Á unglings-
árunum ætlaöi ég auövitaö aö veröa
annar Rimbaud, en úr því varö minna
en skyldi. Nú, ég er búinn aö vera
giftur Lenu Cronquist, myndlistar-
manni, í 24 ár. Við eigum 18 ára son
sem er í leiklistarnámi. Búum hálft
áriö í Stokkhólmi og hinn helminginn
á litilli eyju í Skerjagarðinum. Höfum
feröast mjög mikið og munum von-
andi halda því áfram. Er þetta nóg?
- í bili. Þú varst að tala um ferða-
lög ykkar, hafa þau nýst þér við skrift-
irnar?
- Já, ég tel það mjög hollt fyrir alla
að ferðast en þó sérstaklega fyrir rit-
höfunda. Þeim er það nauðsyn til að
fá fjarlægð á heimalandið og nýja sýn
á ýmsar hefðir og hugtök. Tökum
samskipti kynjanna og það sem við
köllum ást sem dæmi. Við hér á Vest-
urlöndum göngum að því sem gefnu
aö okkar skilgreining á ást sé sú eina
rétta, en í öðrum menningarsam-
félögum er hún skilgreind allt öðru-
vísi. Og ekkert sem bendir til þess aö
okkar hugmyndir um ást sem tilfinn-
ingasamband séu réttari en þeirra
sem álíta hana félagslegan samning,
þar sem hvor aðili um sig leggur fram
vissan skerf og hlýtur annan á móti.
Ferðalögin eru órjúfanlega tengd
skriftunum í mínum huga, hvort
tveggja er viss endurskoðun á sjálfum
sér og samfélaginu, endurmat gilda
og hugmynda. Ég tel mig vera mennt-
aðan mann þótt ég hafi ekki háskóla-
gráöu og þá menntun hef ég öðlast
með lestri bókmennta og ferðalögum.
Þaö er ekki endalaust hægt að meö-
taka í gegnum höfuöiö, þú verður aö
upplifa hlutina sjálfur og takast á viö
þá. Ég tel þaö til dæmis standa
sænskum bókmenntum seinni ára
stórlega fyrir þrifum aö þetta unga fólk
sem er að skrifa hefur enga reynslu.
Þaö hefur alist upp í vernduðu
umhverfi, aldrei þurft aö takast á viö
neitt og hversu sprenglært sem þaö
kann aö vera skortir þaö skilning og
þroska til að gefa skriftunum líf.
- Þú hefur líka skrifað ferðabæk-
ur...
- Já, ég hef skrifað um Indland,
Kína, Japan, Suður-Ameríku og Mexí-
kó og þegar ég var aö semja Jólaóra-
toríuna fór ég til Nýja Sjálands og
Ástralíu til að kynna mér staðhætti,
svo þaö má segja aö ég hafi skrifað *
með óbeinum hætti um það ferðalag
líka.
- Nýjasta sagan þín, Þjófurinn,
hvernig saga er það?
- Hún byggir á sannsögulegum
heimildum, um silfurbiblíu á gotnesku
máli, sem rituð var á Ítalíu um 500
eftir Krist. Saga mín fjallar um ungan
mann sem fer til Uppsala í þeim til-
gangi aö finna leið til að stela biblíunni
en kemst að því aö þaö er ófram-
kvæmanlegt og snýr sér í staðinn að
því aö lesa allt sem hann kemst yfir
um hana og verður sérfræöingur í
henni meö tímanum. Hann ætlar upp-
haflega aö stela bókinni til aö hjálpa ^
systur sinni en kynnist síöar ungri
konu sem hann verður ástfanginn af
og vill reyna aö heilla meö lærdómi
sínum. Hann fer til Ítalíu og gerist
bókavörður á safninu þar sem biblían
er geymd, gleymir ástinni sinni og
vaknar upp viö vondan draum á gamals
aldri; honum hafði ekki tekist aö ræna
bókinni en hún hefur rænt lífi hans.
Þetta er nokkurs konar þroskasaga, t
tilbrigði viö stefiö um Orfeus og Evri-
32