Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 39

Teningur - 01.06.1989, Qupperneq 39
JAN VOSS A HJALTEYRI I JULI 1988 Þýski listamaöurinn Jan Voss hefur um árabil veriö fastagestur á íslandi, og haft mikið samneyti við íslenska listamenn bæöi hér á landi og í Hol- landi. Rað var því kominn tími til að forvitnast aðeins um verk hans og feril. - Þú fæddist við óvenjulegar aðstæður. Geturðu sagt mér frá því og líka frá barnæsku þinni? - Ég fæddist á síðustu dögum stríðsins, í lok apríl 1945, í litlum bæ, ekki langt frá Hannover, sem heitir Hildesheim. Á íslensku útleggst Hild- esheim sem vígvöllur eða eitthvað í þá áttina. Síðar sagði móðir mín mér frá því að þegar hún reis á fætur eftir að hún hafði fætt mig, blasti við henni utan gluggans útsýni er bar merki stríðsins: Fólk sem aðeins stundu fyrr hafði verið líflátið, hékk í trjánum. Gamli heimurinn var greinilega í molum. Það er mjög spennandi hugmynd að sjá sjálfan sig sem einn þeirra sem þurfa að byggja nýjan heim. Það rifjast upp fyrir mér atvik, sem er ein af mínum fyrstu minningum. Það hlýtur að hafa verið snemma vors 1948 er ég hafði flust með foreldrum mínum til Duisburg. Ég hef verið þriggja eða næstum þriggja ára. Hingað til hafði gjaldmiðillinn verið n'kismörk, en nú var verið að breyta yfir í þýska-markið. Móðir mín átti eftir að eyða nokkrum ríkismörkum sem voru að falla úr gildi og til þess fór hún með mig inní verslun, sem í minning- unni var gríðarstór, líklegast vegna þess að ég var svo lítill. [ versluninni Jan Voss á Hjalteyri blöstu við tómar hillur. Móðir mín bað um kubba, sem hún ætlaði að gefa mér, svokallaða: „Bauklötzchen". Það eru svona mismunandi lagaðir trékubbar, sem börn léku sér að fyrir tíma „Legokubbanna". Börn gátu raðað þessum kubbum upp á mis- munandi vegu í sínum húsagerðar- leikjum. Ég hafði ekki mikinn skilning á þessu atviki þegar ég var þriggja ára, en síðar meir þegar þetta rifjaðist upp fyrir mér sá ég hvað hafði gerst. Nú finnst mér það athyglisvert að búðareigandinn bað einn afgreiðslu- mannanna að ná í sög fyrir sig og tók síðan sjálfur til við að saga hluta úr gömlu hillunum niður í búta, margvís- lega lagaða trékubba sem móðir mín keypti fyrir gömlu mörkin. Ég hafði gengið í skóla í fimm ár þegar faðir minn dó skyndilega. Faðir minn var málari og málaði abstrakt flatarmyndir. Hann var nú ekki lengur heima við, meðan móðir mín vann og það var ekki gott að lítill drengur væri skilinn aleinn heima án umsjár. Ég var því sendur í heimavistarskóla og eyddi þar næstu átta árum fram til tvítugs. Mér gekk erfiðlega í skóla og í fyrstu var það mikill léttir að hefja nám í listaskóla. Ég fór í Listaháskól- ann í Dusseldorf. Nú komum við að því er ég fór að verða fullorðinn. Ég held ég hafi ekki haft beint hæfileika til að vinna á einhverju ákveðnu sviði. (Hæfileikaskortur sem ég er með árunum meir og meir ánægður með). Ég býst við að ég hafi verið mjög opinn í allar áttir, ég var bara opinn fyrir hugmyndum eða alls konar hlutum. Sá sem fyrstur varð til að hafa sterk áhrif á mig sem kennari í þessum skóla, og virtist ekki vera þar aðeins til að hirða launin sín heldur hafði í raun- inni eitthvað að segja, var Dieter Roth. Ég held að hann hafi fyrst byrjað að kenna við skólann '67, en ég hóf mitt nám ’66, held ég. Prófessorinn sem ég hafði verið hjá áður var orðinn þreyttur á mér og ég þreyttur á honum. Ég hafði unnið dálítið við grafík og hann stakk upp á því við mig að ég flytti mig yfir til nýja grafíkpró- fessorsins sem var að koma. Ég hafði aldrei heyrt Dieters getið. Ég komst í bekkinn hans og út frá því þróaðist margt. Það var Dieter sem kom mér til 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.