Teningur - 01.06.1989, Síða 40

Teningur - 01.06.1989, Síða 40
Þýðing úr „Án titils", bók Einars Guðmundssonar, síða 82, línur 9, 10 og 11, 1980 íslands. Á þessum árum opnuðust augu mín fyrir mörgu. Ég fór að sjá möguleikana á því að skilja á skáld- legan hátt daglegar gjörðir mín sjálfs og annarra. Dieter skapaði stemm- ingu og andlegt andrúmsloft, þar sem hversdagslífið var ekki venjulegt lengur. Eitt af því sem hann gerði var aó hann keypti offset-prentvél. Síðan keypti hann eldavél og fullt af súkku- laði sem hann lét okkur bræða og hella yfir alls konar hluti. Viö höfðum alveg sérstaka skemmtan á þessum árum. Þetta voru uppgangstímar í Duss- eldorf. Ég held að Beuys hafi boðið Dieter að kenna í Dusseldorf. En fljót- lega urðu þeir á öndverðum meiði. Þeir toguðu ekki í sama spottann. Pólitískur metnaður Beuys var Dieter ekki að skapi. Hann yfirgaf skólann. En stuttu eftir það eða með honum komu Dorothy iannone, Robert Filliou og George Brecht. Takako Saito, Robin Page og Spörri voru oft þarna. Thomkins var einnig á sveimi. Þetta var kynslóð listamanna, fimmtán, tutt- ugu árum eldri en við vorum, sérlega framúrskarandi fólk, framúrskarandi listamenn. í eitt eöa tvö ár hafði ég vinnustofu ásamt með tveimur vinum mínum, Johannes Geuer og Emil Schult. Robert Filliou bjó einnig í sama húsi. Við höfðum mikið samneyti við hann og vorum í nánum tengslum við hugmyndaheim hans. Beint eða óbeint varð veran í listaskólanum einhvers virði með því að okkur byrjendunum var boðið upp á kynni við þennan hóp áhugaverðs fólks. Annars mætti segja að við höfum ekki lært mikið, ég kynni ekki enn að strekkja striga á blind- ramma ef ég hefði ekki lært það upp á eigin spýtur. ‘71 þegar veru minni í lista- skólanum var raunverulega lokið, þó ég væri skráður í tvö ár í viðbót, vissi ég blátt áfram ekki hvað ég ætti að gera. Að lifa lífinu, búa til list, græða peninga, stelpur, partí, hass og LSD, dálítið ruglingslegt, of margt að gerast á sama tíma. Og þá var það að Dieter kom með uppástungu: „Af hverju ferðu ekki til íslands?" Það hljómaði frábærlega, og við fórum Emil Schult og ég. Á árunum áður höfðum við báðir gert nokkrar bækur og við eyddum vikum saman á Grundar- stígnum við að handgera „ A good old hat poetry book“ í tíu eintökum og nokkur tölublöð af „Dröhnland News“. Dieter hafði lánað okkur Moskvitch- rúgbrauðið sitt til að ferðast um 38

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.