Teningur - 01.06.1989, Side 47

Teningur - 01.06.1989, Side 47
náttúrunni og inni í þessum hól er annað líf, um hann hafa myndast sagnir svo lengi sem menn hafa búið í námunda við hann. Þannig eru manneskjurnar eins og álfabústaðir, einangraðir í stórum heimi, en verða stöku sinnum sýnilegir öðrum „ mönnum. Þessi hugmynd er enn ríkjandi í því sem ég geri, en verður sífellt flóknari. Eins og sprungurnar í gangstéttar- hellunni vil ég að hlutirnir eignist fegurð vegna þess að þeir eru svo sannir að þeir verða bara til. Þarna hafa blaðamenn mistúlkað það sem ég hef sagt og haft það eftir að ég sé andfagurfræðilega sinnaður, þegar ég vil meina að ég sé sannfagurfræði- lega sinnaður. Ég tel mig vera að leita að hinni sönnu fegurð. Þessi sanna fegurð getur stundum brotið í bága við akademíska hugsun, enda er það þessi fegurð eða uppgötvun hennar sem gerir akademíska hugsun breyti- lega í tímans rás. Nokkrar umbreytingar og áhrif gerðust á seinni árunum í Hollandi þegar ég kynntist m.a list Sigmar Þolke og nokkrum öðrum þýskum listamönnum sem þá máluðu í nýmál- verka anda en voru ekki uppgötvaðir ennþá. Ásamt þessum mönnum kynntist ég nokkrum fjölda teiknara frá Sviss sem segja má að hafi verið einskonar konseftteiknarar. Þeir hafa reyndar margir orðið frægir seinna með hinum nýja stíl sem varö þekktur upp úr 1980. Þessir menn opnuðu m.a fyrir mér að það var ekki í raun efnið sem átti að skera úr um það að maður gæti komið hugmyndinni á framfæri, heldur er að mörgu leyti beinasta leiðin til að tjá hugsun sína óhindrað >- að teikna hana á sama tíma og hún kemur upp í’hugann. Upp frá þessu fór ég að teikna í nánast beinu sam- bandi við hugann og gerði ef til vill margoft sömu hugmyndina fram og aftur og er það reyndar vinnuaðferð mín ennþá fyrir málverkin. Og reyni ég að halda á þann hátt frumtilfinn- ingu rissins með því að færa að lokum eina rissmyndina yfir á strigann og geng allan tímann út frá rissinu og færi ekki til hluti nema knýjandi nauð- syn sé til, þannig að hún haldist frjáls og skipulögð á sama tíma. Ég hef stundum verið gagnrýndur fyrir að sækja myndefni til annarrar menningar, hér á landi, en mjög oft er talað um það erlendis að þetta séu sérlega íslensk eða norræn mynd- verk. Ef við lítum á þjóðsögur land- anna, biblíusögur, íslendingasög- urnar o.s.frv. þá eru þetta mikið til sögur sem verða til á löngum tíma, og fjöldi sagnamanna hefur slípað þær til í langri fæðingu og útkoman verður þessi verk. Þannig erum við stödd í nútímanum, við höfum smám saman orðið til, menning okkar hefur slípast og hér á íslandi er evrópskur menn- ingararfur, og Evrópusagan liggur því nokkuð samhliða íslandssögunni. Evrópa er kristin og tilvitnanir í Bibl- íuna eru alls staðar jafn eðlilegar kristnum mönnum og þurfa menn ekki einu sinni að vera kristnir til, því lög og reglur miða meðal annars við Biblíuna. Sama má segja um heim- spekina, goðafræðina og söguna yfir- leitt. Engum þykir neitt tiltökumál þótt talað sé um Krist, Óðinn, Þór og Frey, Póseidon, Plató, Sókrates, Cesar o.s.frv. Þetta er því hluti af okkar eðli- lega tungumáli og myndmáli. Það má segja að maður fæðist með söguna inni í sér. Huldudrangurinn þarf svo að greiða úr þessari sögu í samræmi við sjálfan sig og þann tíma sem hann verður til á. Þannig verða til spurnin- garnar um líf og dauða og tilgang. Goðsögulegar verur hafa einn frá- sagnarkost umfram seinni tíma dýrl- inga, sem eru oft hversdagsmenn og lifa meðal manna og birtast reyndar oft í myndum mínum. Menn með dýrshöfuð eða dýrsbúk aðgreinast frá veröld hverdagsins, en tengjast henni á sama tíma. Þetta er draumaveröld, trúarveröld og lífið, sem verður allt til á sama stað, verður allt jafn áþreifan- legt. Siðirnir breytast við utanaðkom- andi aðstæður, þannig verða þessar goðverur lýsing hins veika og hins sterka. Trúarsiðir verða eins og steinninn og gangstéttarhellan. Listin verður eins og steinninn og gang- stéttarhellan. Sjái maður mynd af keri kemur upp í hugann upphaf menningar. í öllum uppgröftum koma brotin ker, og kannski stundum heil. Með þessu erum við dregin á ákveðinn stað. En kerið getur þýtt margt, flestum dettur eflaust í hug ker fyrir vatn og vatn er einskonar upphaf og þá er upphafið í upphafi menningar, uppspretta. Þá kemur vín upp í hugann og þá kemur taumleysi, árásarhvöt, ástir. Þá kemur eiturbikar Sókratesar upp í hugann, niðurlæging menningar, dráp sann- leikans. Endalaust er líka hægt að tala eðlisfræðilega um vatnið sjálft. í fornum trúarbrögðum er það til að ker tákni konu. Á sama hátt get ég talað um ávexti, blóm og fugla. Nálægt trúarsiðunum finnst mér vera einkaheimar fólks, svo sem þegar fólk skreytir heimili sín með ólíku dóti, útsaumi, uppstoppuðum dýrum, fjölskylduljósmyndum, mál- verkum og sparistellinu sínu, sumt gert af því sjálfu, annað hlutir sem því finnst fallegir eða gefa góðar minning- ar, tekur jafnvel ástfóstri við einhverja hluti. Veggskreyting tekur kannski langan tíma og tengist lífi fólksins svo sem fæðingu og dauða. Fegurð veggskreytingarinnar felst í einlægni og sannleika. Sama er að segja um aðrar sjálfsprottnar hefðir sem mynd- ast á heimilinu og í nágrenninu. Alls staðar myndast reglur og við regl- urnar myndast trú. Ég hef oft notað minni úr þessum hlutum í myndir mínar en unnið úr því, þó þannig að það haldi vissri hlýju sem kemur úr þessum heimi. Myndir mínar fjalla sem sagt mikið um sakleysið og alls konar áreiti í kringum það, leitina að fegurð og full- komleika, en um leið fallvelti þeirra hluta sem maður álítur sig hafa fundið. Styrk og veikleika, trú og lífs- þorsta, varnarleysi og þannig mætti lengi telja. Þær taka mið af hefðinni allt fram á þennan dag, og eru því nútímamyndir, og inni í þeim eru flestar spurningar sem komið hafa upp í hinum og þessum stílbrigðum og einnig í mannlífinu. Þær innihalda nokkuð áberandi bæði hefðir klassík- urinnar og rómantíkurinnar eins og margir hlutir hafa gert hér á íslandi, og 45

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.