Teningur - 01.06.1989, Page 48
mætti jafnvel tala um íslensk ein-
kenni, en um leiö brjóta þær upp
ýmsar hefðir. Þetta er þó aöeins
grunneöli í myndunum, sem kemuraf
sjálfu sér, vegna þess aö maður hefur
í sér þessa rómantísku og klassísku
hugsun. Þetta má eflaust rekja til
aöstæðna hér á landi, og blandast svo
utanaðkomandi áhrifum.
Módernisminn veröur til þar sem
stórir menningarheimar mætast og
sameinast, einhvernveginn splundr-
ast allt, allt veröur spennandi á sama
tíma, athafnir fólks eru skoöaöar meö
formalískum huga og undrunarhuga.
Sígilt dæmi er grímur frumstæöra
þjóöa sem eru teknar upp og færöar
yfir í heim módernismans án þess
jarösambands sem þær eru sprottnar
úr. Þetta er álitið vera hin sanna ein-
lægni, þar sem nútímamenn álíta aö
þeir komist næst upprunaleikanum,
en grímurnar verða til meö fólkinu á
löngum tíma. Þarna er komiö aö
afstööu sem manni finnst aö þurfi
breytingar við. Maður vill finna fyrir
litlu feguröinni, ósýnilegu fegurðinni.
Mér finnst allir hlutir hefjast í náttúr-
unni, eöa náttúrlegum athöfnum.
Fyrstu abstrakt hugleiöingarnar komu
út úr rannsóknum á náttúrunni. Mér
finnst sú tilfinning vond aö einföld
form veröi til fyrir áhrif sams konar
forma. Þar finnst mér eins og
módernisminn sé á sínu seinna
skeiöi, eöa þurfi aö endurskoðast
rækilega. Þess vegna gæti ég, vegna
innihalds orðsins, kallaö þetta sem ég
tala um hugmyndir fyrir nýmódern-
isma.
Út frá þessum hugleiöingum
mínum má skiija hvernig landslagiö
fór smám saman aö þrengja sér meira
og meira inn í myndir mínar. Algeng-
ast er heiöalandslagiö, og má þaö líka
vera auðskiljanlegt þar sem þaö tekur
opið á móti manni þegar maður er á
göngu, og sendir frá sér einhvern
undarlegan kraft. Þaö er eins og para-
dís þar sem allt er sjálfvirkt, maöur
fyllist orku og yfir mann færist löngun
til aö láta sig hverfa. Ljóðabálkar og
myndir veröa til án fyrirhafnar. Orka er
í öllu. Maöur öölast einhverskonar
guödóm eöa aö minnsta kosti kemst
maður í tært samband viö sjálfan sig.
Þarna sameinast hugsunin og
umhverfið og líkamsformið. Manni
finnst að hver hreyfing geti verið
afdrifarík.
í einni svona ferö varö myndin
Uppstilling til, eöa réttara sagt, hug-
myndin að henni. Ég gekk frá Kolviö-
arhóli upp á Hengil og aö Þingvöllum.
Það brá fyrir þokuúða en annars var
sólskin og bjart. Á fjallinu fyrir ofan
Kolviöarhól voru tvær stórar hraun-
öldur, þar sem annars var slétt, sem
maður hafði á tilfinningunni aö heföu
storknað skyndilega, og sólargeislar
eins og í gömlum málverkum stóöu
undan dökkum skýjum, köld golan lét
mig finna óþyrmilega fyrir svitanum
eftir fjallgönguna. Mér fannst þetta allt
undirstrika einhverja þögn, eöa bil á
milli atburða. Fossandi hraunaldan
frosin, mjúkir geislar harðir og kaldur
sviti og hiti. Þá setti ég inn í þetta
uppstillingu, sem byggöist upp á
eggi, fugli og rótarlausu blómi og litlu
staupi, allt einhvernveginn hverfult. Á
myndinni er portret, og má sjá að háriö
lyftist ögn upp en er samt eins og
stíft. Portrettið hallar eins og hraun-
öldurnar og þaö er eins og eina sam-
bandið viö landslagið og háriö. Þetta
er eins og veröld sem er augnablik
eða heilt líf. Það er eins og einhver
orka sé aö leysast úr læðingi.
Sama gæti virst vera uppi á ten-
ingnum í Ríki Póseidons. Það er til-
viljun aö myndin er séð frá Dagverð-
arnesi á Fellströnd þar sem fundust
elstu aldursgreindu fornminjar hér á
landi nýlega. Þessi mynd lýsir
mörgum mynda minna, þetta er nátt-
úrlega nútímamaðurinn eins og í
öllum myndunum. Það er ekkert sem
segir þaö aö hann sé hinn þekkti Pó-
seidon, annað en hornin og sjórinn.
Þarna er annaðhvort heimatilbúiö
konungsríki eöa alvöru konungsríki,
um leiö og eitthvað hefst upp er
eitthvað sem togar þaö niöur, um leið
og eitthvaö er guölegt, hefur þaö þetta
jarölega samband. Þetta er annað-
hvort vellíöan eöa vanlíðan, fylling
eöa tóm. Þaö sem sameinar ríkið eru
hornin á leirkerunum, ávöxtunum,
drengnum og nykrinum í vatninu. En
möguleikinn er samt sá að þetta séu
heimatilbúin horn sem Póseidon hafi
sett á alla hlutina, þaö er rás atburö-
anna sem sker úr um þaö.
Enn eina mynd tek ég til, sú er
Marmaratittlingurinn, sem er frosin
hamingjustund, langt frá súrrealískri
hugsun, eins og allar mínar myndir,
heldur er hún stundin þegar Móses
kom ofan af fjallinu og fólkiö haföi
sameinast um gullkálf sem þaö smíö-
aði úr gulli sínu. Gullkálfurinn er þá
sama og marmaratyppið, búið til af
fólki, sem sameinar fólkið, ásamt
dýrsmyndunum, sem sameinar það
og sundrar. Þetta gerist eftir aö þaö
haföi þolað alls kyns þjáningar og
meira aö segja verið bjargaö yfir haf
og eyðimerkur, rétt áöur en Móses
lætur þaö fá boöoröin.
Þannig er stafróf mynda minna, ég
vil að hver sprunga beri ástæðuna
meö sér, og aö hver sprunga geti
kveikt aöra mynd hjá áhorfandanum í
samræmi viö hans eigin huldudrang
eða líf.
Fyrirlestur á Kjarvalsstöðum
21. maí 1989
46