Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 56

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 56
Vetrarbirnir", pólýkrómadur viður, 48x44x15V2 tomma, 1988 - Já, einmitt núna hef ég mikinn hug á glóbalíseríngu (jarðkringlun). Ég veit að margar auglýsingastofur hafa á undanförnum árum hugleitt þetta, en síðan gefist upp á því og haldið að ógerlegt sé að skapa ímynd, hljóm eða orð sem gætu gengið á milli allra menningarsvæða jarðarinn- ar. En ég hugsa um þetta á hverjum degi og trúi því að þetta sé hægt. Ég tel hin síðustu verk mín vera skref í þessa átt, þau eru mjög alþjóðleg í sér, jafnvel þó þau styðjist við nokkur ákveðin menningarsvæði eins og hið Bæverska, Ameríska, Feneyska og hið Austræna. Án þess þó að þessi verk séu neinir holdgervingar glóbalí- seringar (jarðkringlunar). - List þín virðist einnig ná til allra stétta innan hvers þjóðfélags. - Ég reyndi alltaf að skapa verk sem eru opin öllum, hverjum sem er. Verk mín eru opin því fólki sem enga list- þekkingu hefur, fólki úr lægri stigum þjóðfélagsins, hurðin er þeim opin, það getur fundið með sér einhvers- konar samtal (díalóg) frá verkinu og þannig fengið áhuga á því. - Verk þín eru ekki gerð með ídeal, óska-hóp áhorfenda í huga, heldur frekar mögulegan hóp. - Þau eru handa öllum. Þau reyna að vera öllum til geðs en einkum fjalla þau þó um og er beint til smáborgar- anna. Þessi síðasta sýning mín kvikn- aði út frá málverki Masaccios um Brottvikninguna. Hræðslan í andlitum Adams og Evu var hin raunverulega kveikja sýningarinnar.'Einmitt núna eru smáborgararnir svo plagaðir af blygðun og sektarkennd yfir því sem raunverulega dregur þá áfram, nefni- lega banalítetið, hin útþynnta ómenn- ing. Smáborgararnir bregðast ein- ungis við hinu útþynnta, hinu afbak- aða. Það er þeirra hvatning, aflið sem drífur þá áfram, til gerða og þessi verk mín eru að reyna að fjarlægja þessa blygðun og þessa sektarkennd, þau eru að leyfa smáborgurunum að líka viö sig, segja þeim að þetta sé allt í lagi, ef lágsmekkur og afbökun er það eina sem þið viljið, þá er það í lagi, þið verðið bara að halda áfram. Ég reyni að skapa þeim rými til þess að verða nýtt aristókrasí, ný yfirstétt, reyni að halda þeim frá jafnvægi, að niðurlægja þá svo að þeir hafi frjálst rúm til að verða nýtt aristókratí. - Og hvað væri unnið með því? - Að hlutirnir haldist á hreyfingu, þenslu. - Hvert eiga þeir að hreyfast? - Upp. - Upp til hvers? - Þetta er hreyfing upp á við. Svo ekki falli allt í jafnvægi, svo ekki verði öll öfl að jöfnu, svo ekki verði hugs- unarleg stöðnun, hugsanalegt jafn- vægi eða þjóðfélagslegt. Mín verk eru á engan veg menguð af þessari há- fleygu og snobblegu hugmynd sem lætur fólk stúdera og læra, læra að meta allt, þangað til að ekkert rými er eftir til eigin lífs, til þess að skapa sér sitt eigið líf. Þetta á einnig við um þann sem er af háum stigum, mann í forréttindastöðu, verkin rýragildi hans og færa honum þannig frelsi, frelsi frá öllum höftunum í kringum hann og gerir þeim kleift að halda áfram á ný. Sjáðu bara hverskonar frelsi það gefur þér að horfa á þessa bláu hvolpa, þessa röð af bláum hvolpum, hvernig banalítetið, útþynningin, virkar þarna. Þetta gerir allt gott í líf- inu, fjarlægir allt hið illa úr því, verkið faðmar allt að sér og fjarlægir alla hæðni, allan sýnisisma. - Hvaða áhrif á list þína hafði starf þitt sem verðbréfasali á Wall Street? - Ástæðan fyrir starfi mínu þar var sú að ég hef alltaf reynt að gera allt fyrir verkin mín. Ég þurfti á starfi að halda sem gerði mér kleift að fram- kvæma hugmyndir mínar. Ef ég hefði verið húsamálari hefði ég aldrei getað gert þessi stóru verk. Ég þurfti að minnsta kosti 3000 dollara til þess að 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.