Teningur - 01.06.1989, Page 59
á sviðið með örlitlar bjöllur á streng og
hengja þær upp á statíf. Síðan heyr-
ast nótur á stangli er verða smám
saman að laglínu. Nýtt fyrirbæri ryður
sér smám saman til rúms og verður æ
fyrirferðarmeira uns það hefur rutt öllu
öðru burt. Alls konar ritmar verða til,
ókyrrir tónar kveða við og undir lokin
glymur sprenging sem leiðir af sér
stillu og fegurð. Fæðingin er afstaðin.
SILJA olli þáttaskilum á mínum ferli
eða öllu heldur- hún fæddi mig sem
tónskáld. Þannig varað Egill Eðvarðs-
son sem verið hafði með mér í
Combóinu hugðist gera myndræna
fantasíu út frá tónverkinu fyrir
sjónvarp. Alan Carter, sá sem í raun
stofnaði íslenska dansflokkinn, heyrði
upptöku af verkinu af tilviljun, hreifst
af henni og réð mig sem tónskáld og
hljóðfæraleikara að flokknum, nítján
ára gamlan. Þannig hófst minn ferill.
Næstu tvö ár starfaði ég í Þjóð-
leikhúsinu og samdi tónlist við nokkra
balletta. Það var mjög lærdómsríkur
tími.
5
Einn af ballettunum heitir HÖFUÐ-
SKEÞNURNAR. Hann var frumfluttur
árið 1974 og minnir að sumu leyti á
SILJU sem reyndar var flutt í Svíþjóð
sama ár. í HÖFUÐSKEPNUNUM reyni
ég einnig að lýsa lífslögmálinu, tilurð-
inni og dauðanum. Á sýningunni var
ég sjálfur á sviðinu, búinn kufli, eins
konar æðsti prestur. Hún hófst með
því að ég gekk úr myrkri fram eftir
sviðinu og hóf að spila á tambúrínu.
Það var hugsað á táknrænan hátt - að
hljóð yrði til úr þögn, sköpun ætti sér
stað. Síðan birtust tveir dansarar sem
merkja áttu frumeindir er mynda eina
sameind; hið karllega og kvenlega
sameinast og til verður höfuðskepna.
Þetta par kom alltaf fram milli þátta.
Sjálfur hélt ég mig úti á sviðsvængn-
um og spilaði á ýmis hljóðfæri eða af
segulbandi.
HÖFUÐSKEPNURNAR fjalla um
lífssköpun, frumlögmál. Samskonar
efni hefur sótt á mig á fleiri verkum, t.d.
i FJÖRG sem Háskólakórinn flutti fyrir
skömmu. Verkið hefst á lýsingu Ginn-
ungagaps, síðan er sköpun jarðar og
57