Teningur - 01.06.1989, Page 61

Teningur - 01.06.1989, Page 61
um þaö af viti. Það er samt engin ástæöa til aö kvarta. Ég vinn reglulega aö tónsmíðum. Innblástur er kannski til staðar en hann er samtvinnaður vinnunni sjálfri. Hvaö getur af sér annað. Stundum er sagt aö nútímatónlist sé ekkert annað en tækni. Ég er ekki sammála því. Vissulega fyrirfinnst músík sem byggist á kaldri og vél- rænni tækni en líka tónlist sem er eins og leikin af fingrum fram. Tónlist nútímans er einfaldlega fjölbreyttari aö gerð og uppbyggingu en tónlist fyrri tíma. Aö því leyti speglar hún menningu okkar, hreyfinguna og sundurleitnina. Þeir nútímahöfundar sem hafa heillað mig hvaö mest eru Henri Dutilleux, Toru Takemitsu, Messiaen, og af yngri mönnum, Wolf- gang Rihm og Oliver Knussen. Þessir tónhöfundar hafa þó ekki haft meiri áhrif á mín verk en aðrir, t.d. Gyorgy Ligeti og Luciano Berio. Sá síöast- nefndi hefur samræmt elektrónísk hljóö viö tóna hefðbundinna hljóöfæra og radda á einkar magnaöan hátt í verkum eins og VISAGE. Sé horft yfir tónsmíöar seinni ára kemur í Ijós að verk ólíkra höfunda eru oft furöu svipuð þótt þeir þeiti mismunandi aðferöum. Einnig bervið aö ólíkar aöferðir séu notaðar sam- tímis innan eins og sama verks. Ég er sannfærður um að nú sé aö verða til nýtt tónamál sem taka muni viö af dúr og mollkerfinu gamla. Breytingin tekur vafalaust áratugi og mín kynslóð mun tæplega upplifa nýtt kerfi. En þetta er að gerast. 10 Líklega stendur mér næst aö semja tónlist fyrir hljómsveit, klarínettu, orgel og slagverk. Núna á ég sym- fóníur í skyssum fyrir orgel og slagverk. Á seinustu árum hef ég skrifað nokkra stóra konserta, m.a. fyrir píanó og básúnu. Sá fyrri varö til fyrir staka tilviljun. Ég var á heimleið meö flugvél frá London snemma árs 1984. í vélinni var maöur á miöjum aldri meö mikið krullaö hár - Roger Woodward, heimsfrægur píanóleikari. Við tókum tal saman og í Ijós kom aö L 59

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.