Teningur - 01.06.1989, Síða 63
baráttu er enn ekki lokið þótt fram-
leiðendur hafi sýnt mikinn áhuga.
Mín fyrstu verk fyrir hefðbundnar
handtrommur voru samin eftir stofnun
Norræna kvartettsins 1986. Mest hef
ég notað trommu sem nefnist „dar-
búka". Kvartettinn hóf annars feril
sinn með tónleikaferð til Kína. Hún
var stórkostleg upplifun. Við vorum
svo heppnir að komast á hefðbundna
kínverska óperu, bæði í Kanton og
Peking. Óperurnar eru með ólíkum
hætti á þessum stöðum, eins og allt
er - fólkið sjálft og hvaðeina. Færni
hljóðfæraleikara var með ólíkindum.
Þeir leika yfir 3000 ára gömul verk
sem taka um fjórar klukkustundir í
flutningi, leika þau án blaðs, utanbók-
ar. Söngvararnir voru og geysilega
fjölhæfir listamenn, meistarar á
mörgum sviðum, bæði í leikrænni
tjáningu, dansi, sjálfsvarnarlist og
söng svo eitthvað sé nefnt.
Það er mikill munur á vestrænni og
kínverskri tónlist. Þetta eru tveir
heimar. Vestrænum tónlistarmönnum
hefur lengi fundist notkun Kínverja á
fimmtónastigum vera einstrengings-
leg, þ.e. að þeir skuli ekki nota fleiri
og stærri tónstiga. Það hefur þó verið
leitt í Ijós að hinn vestræni tempraði
tónstigi var þekktur og notaður í Kína
fyrir meira en 2000 árurm Um það
bera vitni hljóðfæri sem fundist hafa á
seinustu árum. Kínverjar virðast hins
vegar hafa tekið þá ákvörðun að nota
hann ekki heldur fimmtónastiga sem
eru að öllu leyti náttúrlegri. Það hafði
sérstök áhrif á mig hversu tjáningarrík
kínversk tónlist er. Möguleikar sumra
hljóðfæra eru með ólíkindum, ekki
síst tveggja strengja fiðlu sem heitir
„er-hu“.
14
Islensk nútímatónlist einkennist af
fjölbreytni. Hingað hafa borist
straumar flestra tónlistarstefna og
aðferða á þessari öld enda hefur
okkar fólk numið mjög víða. Tón-
sköpunin hefur hins vegar markast af
þeim hljómsveitum og einleikurum
sem hér starfa eins og eðlilegt er. Hér
á landi hefur til dæmis enginn strengja-
kvartett starfað reglulega í mörg ár. Af
þeim sökum hafa strengjakvartettar
ekki verið skrifaðir svo nokkru nemi.
Sumir útlendingar hafa þóst greina
sérstakan blæ á tónsmíðum okkar.
Slíkt er erfitt að meta. íslenskir tónhöf-
undar hafa hins vegar sannað að þeir
standa jafnfætis meðbræðrum sínum
og systrum í löndum nágranna.
Verk Jóns Leifs ber tvímælalaust
hæst ásamt verkum yngri höfunda
eins og Jóns Nordals, Atla Heimis og
Þorkels. Jón Leifs var mikill brautryðj-
andi hér á sviði tónsmíða og félags-
mála. Stofnaði til dæmis Tónskálda-
félag íslands og STEF. Mér finnast
verk hans mjög misjöfn að gæðum.
Sum eru hreinar perlur, s.s. HINSTA
KVEÐJA, REQUIEM og „EL GRECO“
kvartettinn. Tónlist hans er líka afar
sérstæð og á köflum engu lík. Það er
hægt að þekkja tónverk eftir hann af
örfáum töktum. Hins vegar er tóna-
málið furðu einstrengingslegt. Jón
dvaldist í Þýskalandi á miklum
umbrotatímum en virðist hafa verið
furðu ónæmur fyrir nýjum straumum.
Samt starfaði hann um skeið sem
hljómsveitarstjóri. Sumir segja að
hann sé þjóðlegri en aðrir íslenskir
tónhöfundar. Það er umdeilanlegt.
Debussy varð fyrir sterkum áhrifum af
austrænni tónlist eins og frægt er.
Engu að síður þykir tónlist hans ein-
staklega frönsk. Hiö þjóðlega verður
ekki sett í formúlu. Stíll Jóns Leifs
mótaðist verulega af þeirri tónlistar-
hefð sem hér var fyrir hendi - rímna-
dönsum, fimmundarsöng o.s.frv. Það
var styrkur hans og um leið veikleiki.
En hvað sem því líður virðist upplifun
hans hafa verið einkar sterk. Þegar
verk hans eru leikin veit maður að
íslendingur er hér.
15
Þessa dagana vinn ég að óperu. Það
á sér langan aðdraganda. Fyrir sex
árum las ég skáldsöguna Klakahöllin
eftir Tarjei Vesaas í þýðingu Hann-
esar Péturssonar. Sagan hafði djúp
áhrif á mig enda er hún sérkennileg,
margbrotin og sterk. í henni er lýst
vináttu, heimi barns, samspili manns
og náttúru, vaknandi kenndum svo
eitthvað sé nefnt. Ég hef alla tíð hrifist
af ævintýrum og táknræn skáldverk
höfða fremur til mín en raunsæisverk.
Við lestur sögunnar tók hún að brjót-
ast um í mér og kalla á tónræna
útfærslu. Smám saman mótuðust
hugmyndir. Ég gerði mér fljótt grein
fyrir að sagan féll ekki að neinu þeirra
forma sem ég hafði unnið með áður.
Þá kom allt í einu yfir mig Ijós-ópera.
Efnið hæfði henni af ýmsum ástæð-
um. í óperu er mörgum listgreinum
fléttað saman. í sögunni er mikið um
hugsanir og drauma, árstíðabreyt-
ingar og fleira - klakahöllin er töfra-
heimur sem býður upp á fjölbreytta
útfærslu.
Núna er verkið vel á veg komið.
Það er skrifað fyrir allstóra hljómsveit
og sjö einsöngvara, blandaðan kór,
átta börn og fjórtán balletdansara. Auk
þess eru notaðar bæði vídeómyndir
og skyggnur. Hugsun mín er að koma
skáldverkinu til skila með mínum
hætti. Það er lögð áhersla á Ijóðrænu
en um leið dulúð og kraft. Ég reyni að
draga fram litræn blæbrigði, skapa liti
og hryn með tónum. Það hefur
reyndar verið markmið mitt alla tíð. Að
mála með hljóðum.
Matthías Viðar Sæmundsson
setti saman
61