Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 8
Dread.
Baldhead.
Ein af refsingum ifirvalda gegn rastafarianmeðlimum er að
krúnuraka þá sem handteknlr eru.
uga en eru ef til vill ekki órökrænni en sú kristni sem
ríkir á vesturlöndum. Hvort er fáránlegra að telja
firirheitna landið vera einhvers staðar í Afríku, eða
að ætla sér að setjast að upp í skíjabólstra eftir
dauðann?
Lífsmáti
Rastafarianar hafa megna firirlitningu á ríkjandi
skipuiagi, kalla þaö sín á milli Babylon og halda sér
markvisst firir utan það. Iðnvæðing og neislihiggja
vesturlanda er í þeirra augum óskiljanleg úrkinjun.
Lífsmáti þeirra er mjög frjálslegur. Ganja er heilagt
töframeðal og þess neitt daglega. Frjósemi og þar
með kinlíf er mikils metið. Hjónabandið er af hinu
illa, ættað frá Babylon. Sama er að segja um
kjarnafjölskilduna, en sjálfir lifa þeir í stórfjölskild-
um. Þeir leggja mikla áherslu á að lifa í sátt við
náttúruna og lifa þeir allflestir á jurtafæði. Megin-
inntak trúarbragðanna er lífsnautn.
Sökum viðhorfa Rastafariana til iðnvæðingar
neisluþjóðfélags að vestrænni firirmind er ólíklegt
að þeir gangi til liðs við sósíalískar biltingarhreif-
ingar, þrátt fyrir að þeir lifi við sultarmörkin. Enn
ólíklegra er að áróður valdastéttarinnar fái hljóm-
grunn meðal þeirra, því ekki er hægt aö kalla þá til
ábirgðar og því síður höfða til þjóðerniskenndar.
Jamaica er ekki þeirra land.
Málfarið
Málfar þeirra sem aðhillast Rastafarianismann
og lágstéttanna á Jamaica er mjög ólíkt ensku.
Ástæðan er ekki, eins og reindar ifirstéttin á
Jamaica vill halda fram, léleg enskukunnátta. Málið
sem þeir tala er mállíska sem meðvitað er þróuð í
andstöðu vió ifirstéttarenskuna enda mun hent-
ugra tjáningartæki til að koma á framfæri þeirri
heimssín sem þeir aðhillast. Þeir nefna mállískuna
Pawta og er hún bæði ólík hvað varðar hugtök,
framburð og biggingu. Pawta fellur vel að reggae
og hentar vel til aó ríma. En rím er mikilvægur
þáttur tónlistarinnar, ekki síst í þeim þætti sem
plötusnúðarnir sjá um. Hér filgir stuttur listi ifir
helstu hugtök Pawta og ætti það aö vera nokkur
aðstoö firir þá sem vilja kinna sér reggae.
Orðalisti Reggae
Babylon. Kapítalískt iðnaöarsamfólög vesturlanda. Einnig notaö staöbundiö t. d. um
breska samveldiö, Jamaica eöa lögregluríkið.
Baldhead. Babylonbúi, sá sem stiöur ríkjandi samfélagsfirirkomulag í verki.
Black Star llner. Skipiö sem á aö flitja meövitaöa svertingja aftur til Afríku. Upphaflega
hlutafélag sem stofnaö var á þriöja áratugnum af trúarleiötoganum Marcus Gar-
vey til skipakaupa. Átti skipiö aö notast til Afríkufararinnar. Fólagiö fór á hausinn, en
draumsínin um förina lifir.
Bredda (flt. Bredren). Bróöir í ifirfæröri merkingu aö sjálfsögöu.
Dread. Erfitt er aö skíra þetta orö, upphaflega var þaö í neikvæöri merkingu, en nú
þíöir þaö sá sem er á móti Babylon.
Dreadlocks. Hárpríöi þeirra Rastafarimanna.
Dub. Notkun upptökutækja, eöa annarra tiltækra aöferöa til að umbreita tónlistinni,
bæöi í upptökusölum og viö kinningar á plötum.
Duppy. Afturganga eöa draugur, en nú notaö um athafnir opinberra stjórnmála-
manna.
Ganja. Cannabis, eóa maríjúana.
Herb. Sama og ganja.
l-and-l. Viö, notaö af Rastaförum um sjálfa sig sem hóp.
6
SVART A HVÍTU