Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 14
fyrir að svo geti orðið. Hags-
munasamtök þessi sem ná til
allra leikara, risu upp og héldu
því fram að tilraunaleikhúsin
væru að féfletta leikara, þar sem
þeir fengju lítil sem engin laun
fyrir vinnu sína á meðan leik-
húsin sjálf stórgræddu! Áttu
leikarar á tímabili ekki að fá aó
leika með okkur nema þeir
fengju 75 dali á viku sem þýddi
að öllum tilraunaleikhúsum yrði
lokað. Leikarar andmæltu þessu
harðlega og að lokum komumst
við að samkomulagi við samtök-
in, að sýna hvert verk aðeins tólf
sinnum, verð miða mætti ekki
vera hærra en þrír dalir og að-
eins hundrað sæti seld á hverja
sýningu. Þetta þýðir að við kom-
um sléttir út og leikararnir fá
alltaf smáupphæð í lokin. Leik-
húsið sjálft fær smá styrki frá
hinu opinbera (t. d. The National
Endowment of the Arts og New
York State Council). Ef þeir
hækka, sem vonandi gerist, þá
fá leikararnir hærri laun. En allt
er gert til að spara. Við vinnum
þrjú hér að staðaldri og gerum
allt, teiknum og búum til leik-
mynd og búninga, veljum leik-
ara, stjórnum leikritum, seljum
miðana o. s. frv.
Svo ég snúi mér aftur að
starfseminni, þá höfum við hald-
ið leikhátíð undanfarin þrjú ár,
og er þetta eina leikhátíðin sem
haldin er af tilraunaleikhúsi í
New York, en þau eru hvorki
meira né minna en um 275 að
tölu.
Leikhátíðir vekja alltaf meiri
athygli en venjulegar leiksýn-
ingar og eru alveg prýðileg
tækifæri til að kynna óþekkt
leikhúsfólk. Við höfum að vísu
alltaf nokkra vel þekkta hópa
með til þess að trekkja fólk að,
en aðaltilgangurinn er að koma
fram með eitthvað algjörlega
nýtt. Eins og er þá er ég á þönum
til að kynna mér starfsemi svo-
kallaðra „Lofts" hópa fyrir
næstu leikhátíð, sem verður frá
1. október til 31. desember.
Þetta eru hópar fólks sem semja
og flytja verk mest megnis fyrir
sjálfa sig og eigin kunningja,
verk sem ekkert venjulegt leik-
hús tæki í mál að sýna. Margir
þessara hópa eru alveg ótrúlega
góðir og það er einmitt meðal
þessa fólks sem nýjungar verða
til í leiklistinni.
Hvað er nýtt að gerast í leik-
húsunum í dag og hver heldur
þú að framtíð tilraunaleikhús-
anna verði?
Það er svolítið erfitt aó segja
hverjar helstu nýjungarnar í
leikhúsinu eru, það er svo margt
að gerast. Það sem mikið ber á
núna er sameining dans og
leiks. Þessi sameining hefur al-
veg sett gagnrýnendur út af lag-
inu, þeir vita ekkert í sinn haus,
hvort t. d. leikgagnrýnendur eða
dansgagnrýnendur eiga að fjalla
um málið.
Um framtíð tilraunaleikhús-
anna get ég aðeins sagt að ég
óttast fátt meira en að þau verði
viðurkennd af yfirvöldum og al-
menningi. Eins og er, þá eru all
mörg leikrit á Broadway, sem
eiga uppruna sinn að rekja til
off-off Broadway leikhúsa eins
og t. d. ,,Da“, „Aint misbehav-
en“, „On Golden Pond“ og
„The Course Line". Sum off-off
Broadway leikhús hafa tekið upp
þann sið að sýna aðeins verk
sem þau telja að verði á Broad-
way eftir nokkur ár. Ekki vil ég nú
halda því fram að fátækt geri
listamenn góða, en það er ótrú-
legt hversu marga góða hluti er
hægt að gera þó pyngjan sé tóm.
Því miður þá fylgir miklum pen-
ingum og frama oft dauði sköp-
unar og nýjunga sagði Jon aö
lokum og með það var hann
rokinn til stefnumóts við einn af
„Lofts" hópunum sínum.
Ég undirritaður/undirrituð óska eftir að gerast áskrifandi að „Svart á hvítu"
frá og með........tölublaði.
Nafn: .........................................................................
Heimilisfang: .................................................................
Sími: .........................................................................
Sendist til Gallerí Suðurgötu 7,101 Reykjavík.
12
SVART Á HVÍTU