Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 16

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 16
ákveönu tegund, listaverka. Á endurreisnartíman- um var tekinn upp mælikvarði sem þá var nýr. Fyrir þann tíma höfðu listaverk haft það hlutverk að koma boðskap kirkjunnar á framfæri og voru því metin eftir því hversu vel þau komu boðskapnum á framfæri, eftir merkingu sinni. Sá mælikvarði féll úr gildi þegar tökum kirkjunnar á menningunni linnti. Var þess í staö tekið að styðjast við handbragð, eða leikni listamannsins í meðferð efnis og tækni: maðurinn varð sjálfur endanlegur mælikvarði lista- verksins. Þar með var komin upp hugmyndin um snilligáfuna, sem leitaðist við að tjá sig í sköpun listaverka. En þar sem snilligáfan var ávallt annaö og meira en hin einstöku verk tóku menn að líta svo á að hún fengi aldrei notið sín til fullnustu í hverju einstöku listaverki. Hinn misskildi snillingur var því á næsta leiti.3) Þau fyrirbæri sinnar tegundar sem listaverkin eru skiptast í ýmsar greinar eftir efni og tækni og þar sem mælikvarði endurreisnarmanna styðst ein- göngu við þann þátt listaverksins sem lýtur að formi þess, en ekki merkingu, fara gæði listaverksins eftir sambandi útkomunnar, hins fullunna listaverks, viö efniö og tæknina sem beitt er. Með öðrum orðum, málverk til dæmis er metið sem gott eða slæmt málverk: eftir kunnáttu og meðferð og beitingu þess efnis og þeirrar tækni sem ákvarðar þá grein listaverka sem kallast málverk. Listin er einskonar leikur með efni og tækni, einskonar skáktafl þar sem markmiðið er að finna upp nýja leiki. Gæði listaverka virðast því ekki úrættis við svokölluð tegundargæði. Þegar búið er að flokka hlut sem listaverk er hann um leið kominn í tengsl viö aðra hluti sömu tegundar: önnur listaverk. Af þeim ræðst því gildi hlutarins sem listaverks. Með öörum orðum, staða hlutarins innan listasögunnar ræöur gildi hans sem listaverks — og jafnframt verðgildi hans á list- markaðnum. En þetta tvennt, sá mælikvarði sem stuðst er við þegar gæði hlutarins eru metin, og sá mælikvarði sem ræður gildi hans, það er aö segja þeir mælikvarðar sem listaverkið er metið eftir sem listaverk, koma í veg fyrir aó það hafi áhrif út af fyrir sig og á umhverfi sitt. „Listin" ber öll einkenni stofnunar: sjálfstætt kerfi gefur hlutunum merk- ingu, metur gæði þeirra og gildi, jafnskjótt og búið er að fella þá undir hugtakið listaverk. Þannig inn- limast hluturinn í lokaðan heim eftir mælikvörðum sem gera það aö verkum að hann hættir að vísa út fyrir hið lokaða kerfi og hafa annað erindi til um- hverfis síns en það sem ákvarðast af kerfinu. En af þessu leiðir þrennt. í fyrsta lagi að það er á engan hátt á færi eöa í verkahring hvers og eins að dæma um gæði og gildi listaverka. Það er einkamál þeirra sem sérfræöiþekkingu hafa á sviði listarinn- ar. Þar með er aö vísu ekki sagt að ekki sé mannlegt að skjátlast. í öðru lagi, að þar sem staða hlutarins í listasögunni ákvarðar sjálfkrafa gildi hans, getur gildi hans sem listaverks oröið allt annaó en höf- undur þess ætlar því og gersamlega óháð hug- myndum hans um verk sín. í þriðja lagi að hefir þetta áhrif á viðleitni þeirra sem hyggjast leggja listsköpun fyrir sig, hvort sem það er af einskærri ,,sköpunargleði“ eða af því að þeir sjá fé og frama fyrir sér í dýrðarljóma. Þeim er oft annt um að fá nöfn sín skráð sem fyrst á spjöld listasögunnar — bæði til að komast hjá listrænu og fjárhagslegu óöryggi. En tilraunir þeirra til að verða metnir að verðleikum geta leitt til þess að þeir fari aö hlaupa eftir annarlegum viðmiðunum þannig að verk þeirra og þeir sjálfir verði firringu að bráð. Með því að eltast við mælikvarða Listarinnar, beina þeir sköpunarafli sínu í einn ákveðinn farveg innan þjóðfélagsins sem metur verk þeirra eftir mæli- kvörðum sem ef til vill eiga ekkert erindi til þeirra og innlima þá í lokað kerfi sem kemur beinlínis í veg fyrir að þeir hafi önnur áhrif á umhverfi sitt en að viðhalda „ríkjandi ástandi“. En með þessu er ekki sagt að persónuleg reynsla eóa upplifun af listaverkum sé einskis virði. Hér er eingöngu sagt að hún sé ekki hluti af stofnun list- arinnar, enda þurfi hún ekki nauðsynlega á mæli- kvörðum hennar að halda. Sá sannleikur og sú reynsla sem getur birst í listaverki, sú ánægja eða þær tilfinningar sem listaverkið getur vakiö með mönnum getur haft allt aðra þýðingu fyrir þann sem skapar og þann sem nýtur en staða þess innan stofnunarinnar gæti gefið til kynna. 1) Sjá grein eftir Guðmund Björgvinsson í Dagblaðinu þann 6. febrúar 1979. 2) Hér er á feröinni dulin tilvitnun í Marxisma og er eitt af því sem gerir blaö þetta illlæsilegt öllum almenningi! 3) Um þetta má m. a. lesa í bók Arnolds Hauser, The Soclal History of Art. 14 SVART Á HVÍTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.