Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 26
leita löggan og sagöi aö þeir yröu aö henda
krabbanum aftur í vatniö nema hann væri níu
þumlungar eöa lengri. Doddi hélt því fram aö hann
væri níu þumlungaren löggan baö hann blessaðan
um að reyna ekki að vera fyndinn svo Doddi mældi
krabbann og hann reyndist vera tíu. Þeir hlógu aö
þessum kraþba alla nóttina. Síðan rifjaöist uþp fyrir
honum hvernig honum hafði liðiö eftir aö Doddi var
farinn og honum vöknaði um augu. Hann fór að
hugsa um þá stefnu sem líf hans hafði tekið og því
næst um stelpuna og hann komst viö, aö hún var
orðin þjófur svona ung. Honum fannst aö hann yröi
að gera eitthvað fyrir hana, ráðleggja henni aö
hætta þessu áöur en hún flæktist í gildrunni og
eyðilegði fyrir sér lífiö áður en þaö byrjaði. Hann var
ákveðinn í að gera þetta en þegar hann gekk fram
leit hún óttaslegin upp vegna þess hvaö hann haföi
verið lengi. Hræðslan í augum hennar truflaði hann
svo hann sagði ekki neitt. Hún rétti honum klinkið,
greip klósettpappírinn og hljóp út.
Hann varð að setjast. Hann reyndi að forðast
löngunina að tala um fyrir henni en þvert á móti
ágerðist hún. Hann velti því fyrir sér hverju þaó
breytti þó hún hnuplaði sælgæti — hvað meö þaö?
Aö taka aö sér hlutverk siðaþrédikarans var honum
framandi og ógeðfellt en samt sem áöur sann-
færðist hann ekki um að þetta skipti engu máli. En
hann var skíthræddur um að hann kynni ekki að
koma orðum aö þessu. Hann átti alltaf erfitt með aö
tala rétt, datt um orðin, sérstaklega við framandi
aðstæóur. Hann óttaóist að hann myndi gera sig að
fífli og hún tæki hann ekki alvarlega. Hann yröi að
segja henni þetta á skýran hátt svo henni skildist aö
hann vildi henni vel, jafnvel þó hún yrði skelkuð.
Hann nefndi hana ekki við nokkurn mann en hugs-
aði oft til hennar og í hvert skipti sem hann fór út til
að setja upp sóltjaldið eða þvo gluggann, gáöi
hann hvort hún væri meðal stelpnanna sem léku
sér á götunni en sá hana aldrei þar. Klukkutíma
eftir að sjoppan opnaöi næsta mánudag var hann
búinn að reykja heilan pakka af sígarettum. Hann
hélt að hann vissi núna hvað hann ætti að segja vió
hana en einhverra hluta vegna óttaðist hann aó
hún kæmi ekki og að jafnvel þó hún kæmi þyrði hún
ekki aö stela neinu. Hann vissi ekki hvort hann vildi
aö það gerðist áður en hann hefði talað um fyrir
henni. En um klukkan ellefu, þegar hann var að
lesa blöðin, birtist hún og baö um klósettpappírinn.
Augu hennar gljáðu og hann neyddist til að líta
undan. Hann vissi aö nú væri hún komin til aö stela.
Hann fór bakvið, opnaði skúffuna hljóólega, laut
höföu og gjóaöi augunum á spegilinn og sá hana
skjótast bakvið afgreiðsluborðið. Hann fékk ákafan
hjartslátt og var eins og negldur viö gólfið. Hann
reyndi að muna hvaö hann haföi ætlað sér að gera
en hugur hans var eins og tómt myrkraherbergi og
hann lét hana sleppa óáreitta en stóð eftir mállaus
og aurarnir brenndu lófann.
Eftir á taldi hann sjálfum sér trú um að hann heföi
ekki talaó viö hana vegna þess aó hún var með
sælgætið á sér og heföi því orðið hræddari en hann
kærði sig um. Þegar hann fór upp settist hann við
eldhúsgluggann og góndi út í bakgarðinn í staö
þess að fara að sofa. Hann ásakaði sjálfan sig fyrir
að vera of linur, of mikil gunga, en þá datt honum í
hug að þaö væri til skárri aðferð. Hann myndi gera
þetta óbeint, gefa henni merki um að hann vissi allt,
og var sannfærður um að þá myndi hún hætta
þessu. Einhvern tíma seinna ætlaði hann að skýra
út fyrir henni hvers vegna henni hefði verið það fyrir
bestu að hætta. Og næst þegar hún kom hafði
hann tekið allt sælgæti úr hillunni sem hún laum-
aóist alltaf í, hélt aö þannig myndi hún fatta að hann
vissi allt en svo virtist ekki vera. Hún hikaði reyndar
smástund en greip því næst tvö súkkulaðistykki af
annarri hillu og laumaði þeim í svörtu leðurskjóð-
una sem hún var alltaf með. I næsta skipti hreinsaði
hann allt af efstu hillunum en samt var hún grun-
laus og teygði sig niður í næstu hillu og tók eitthvað
annaö. Einn mánudaginn lét hann nokkra smá-
peninga á sælgætishilluna en hún lét þá vera og
tók bara sælgætið, en það olli honum dálitlum
heilaþrotum. Rósa spuröi hann hvers vegna hann
væri svona sauóslegur og síðan hvenær hann væri
farinn að éta súkkulaði. Hann ansaði henni engu
og hún fór aö líta grunsemdaraugum á konurnar
sem komu í búðina, að smástelpunum ekki undan-
skildum. Hann hefði veriö til í aó gefa henni á
kjaftinn en þetta skipti ekki máli meðan hún hafði
ekki hugmynd um hvaö hann var að hugsa. Um
svipað leyti komst hann aö þeirri nióurstöðu að
hann þyrfti að drífa í að gera eitthvað, annars yrði
síerfiðara að fá stelpuna til aö hætta hnuplinu.
Hann varð að taka á sig rögg. Þá datt honum í hug
aðferð sem honum leist vel á. Hann ætlaði að hafa
tvo súkkulaöipakka á hillunni og láta orðsendingu í
annan þeirra, sem hún gæti lesið í einrúmi. Hann
gerði mörg uppköst að þessum skilaboðum og þau
sem honum leist best á vélritaði hann á smámiða
og stakk honum inn í súkkulaðipakka. Á honum
stóð: „Gerðu þetta ekki oftar eöa þú kvelst allt þitt
líf.“ Hann var í vafa hvort hann ætti að skrifa undir
„Vinur" eða „Þinn vinur“. Að lokum valdi hann
„Þinn vinur“.
Þetta var föstudagur og hann gat varla beðið eftir
að mánudagurinn kæmi. En á mánudag kom hún
ekki. Hann beið heillengi, eöa þar til Rósa kom
niður. Þá þurfti hann aö fara uþp, en stelpan hafði
ekkert látið sjá sig. Hann var mjög vonsvikinn enda
haföi aldrei áöur brugöist að hún kæmi. Hann
lagðist á rúmið án þess að fara úr skónum og staröi
á loftið. Hann var sár, hún hafði gert hann að fífli og
var nú hætt viö hann, haföi trúlega annan í takinu.
Því meira sem hann hugsaði um þetta þeim mun
verr leið honum. Hann var kominn með bullandi
hausverk sem hélt fyrir honum vöku, þá sofnaði
hann skyndilega og var góður í höfðinu þegar hann
vaknaði. En hann var dapur og þunglyndur. Honum
varó hugsaó til Dodda að koma úr fangelsi og að
fara guðmávita hvert. Hann velti því fyrir sér hvort
hann gæti hitt hann einhversstaðar ef hann tæki
fimmtíuogfimmdollarana og færi. Þá minntist hann
þess aö Doddi væri orðinn ansi gamall gaur núna
og myndi eftilvill ekki þekkja hann þó þeir sæjust.
24
SVART Á HVÍTU