Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 44
„Herskip" í smíðum.
lager og notuð þegar henta þyk-
ir. Hér má ennfremur nefna tökur
sem þlekkja augað t. d. kvik-
myndun smækkaöra líkana. Til
hagræðingaraðferða telst einnig
arðrán á þeim sem vinna viö
kvikmyndir. Vegna þess hve
verkalýðsfélög innan kvik-
myndaiónaðarins mynduöust
seint var auðvelt að aróræna
verkafólk sem starfaði við kvik-
myndagerö. Það var ekki fyrr en í
lok þriðja áratugsins sem verka-
lýðsfélög voru stofnuð, einmitt á
þeim tíma þegar kreppa ríkti í
iðnaðinum. Félögin voru veik-
öuröa í upphafi og í kreppunni
1933 misstu margir vinnu sína
og hinir sem eftir störfuðu þurftu
að samþykkja 50% kauplækkun.
Stöðlun á innihaldi
kvikmynda
Til þess að kvikmyndavara eigi
yfirleitt aö fá einhverja neytend-
ur verður hún aö hafa eitthvert
notagildi fyrir þá. Vegna óviss-
unnar um notagildi kvikmynda-
vörunnar getur ein mynd selst á
meðan önnur jafndýr eða dýrari
selst ekki. Eins og áður er sagt
reyndu framleiðendur snemma
að koma í veg fyrir slíka sölu-
áhættu. Þeir gerðu ekki einungis
tilraunir með stöðlun á kvik-
myndageröinni heldur einnig
meö stöðlun á sjálfum kvik-
myndunum. Stöðlun kvikmynda
þarf ekki á nokkurn hátt að hafa í
för með sér sparnað. Stjörnu-
kerfið og hin miklu áróðurstæki
kvikmyndaiönaöarins sem
tryggja stöðuga kvikmyndanotk-
un hafa aukinn kostnað í för meö
sér. Sama er aö segja um aug-
lýsingar, hlutverk þeirra er ein-
ungis aö skaþa og vióhalda
þörfinni fyrir kvikmyndir. Þessi
vandi leystist að nokkru leyti
meö tilkomu ,,formúlumynda“,
þar sem kvikmyndum var skipt
niður í ákveðnar tegundir eins
og rómantískar myndir, vestra,
hrollvekjur, gamanmyndir o. s.
frv. Þessar myndir voru gerðar
eftir sama mynstri þar sem
„happy end“ var frumskilyrði
velgengninnar.
En stöðlun kvikmyndarinnar á
sín takmörk og framleiðendur
hafa fyrir löngu gert sér grein
fyrir hættunni sem því fylgir að
staðla kvikmynd um of án tillits til
einstaklingsbundinna sérkenna.
Þetta kom t. d. berlega í Ijós í
bandarískri kvikmyndagerð eftir
1926. Þá var reynt aö mæta
minnkandi aösókn að kvik-
myndahúsum með mikilli hag-
Verkamenn að störfum í kvikmyndaveri.
42
SVART Á HViTU