Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 55

Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 55
segulbandsins, kvikmyndatökuvél- arinnar o. s. frv. og kerfisbundið gerðar tilraunir á þessu sviði. En þar sem hana skortir alla pólitíska við- miðun verða það oft á tíðum versl- unarsjónarmið sem ráða ferðinni. Sérhverju dæmi um slíkt hampa margir pólitískir aktívistar af mein- fýsinni ánægju. Hatur vinstrisinna á fjölmiðlum og pólitískt sinnuleysi framsækinna menningarafla er engum til hagsbóta nema auðvald- inu. 5. Meðhöndlun merkir markviss tæknileg afskipti af tilteknu hráefni. Þegar þessi afskipti hafa beina þjóðfélagslega þýðingu er með- höndlunin oröin pólitísk athöfn. Sú er og ávallt reyndin í vitundariðnað- inum. Meðhöndlun er þannig ein af forsendum fjölmiðlunar. Undir af- skipti heyrir allt framleiðsluferlið: val á efni og útbreiöslutæki, samsetn- ing efnisins, upptaka, klipping auk sjálfrar dreifingarinnar. Engin eru þau skrif, kvikmyndir eða útsend- ingar sem ekki hafa gengiö í gegn- um tiltekiö meðhöndlunarferli. Það er því ekki um þaö að ræða hvort fjölmiðlarnir séu háðir meðhöndlun, heldur hitt, hverjir eigi að annast hana. Framsækin áætlun hefur þannig ekki að markmiði að eyða meðhöndlunarferlinu heldur þvert á móti að gera alla að þátttakendum í því. Allri tæknilegri þekkingu er hægt að misbeita. Fjölmiðlar eiga hvorki að vera undirorpnir gömlu ritskoð- unarformi né nýju, heldur beinu þjóðfélagslegu eftirliti, þ. e. a. s. eft- irliti fólksins sjálfs, enda sé það virkt í framleiðslunni. Forsenda þess að svo geti orðió er ótvírætt afnám kapítalískrar eignaskiptingar þótt ekki sé það nægjanlegt eitt sér. Enn finnast engin dæmi um sjálfstýrð samskiptakerfi, sem bjóða upp á fjöldaþátttöku. Kommúnistar hafa verið hræddir við þá möguleika sem felast í slíku frelsi, við þá virkni sem fjölmiðlarnir bjóða upp á og við víxl- skipti (interaktion) milli frjálsra framleiðenda. Þetta er ein af aðal- orsökum þess að hin gamla borg- aralega menning ríkir enn jafnvel í hinum sósíalísku löndum en aö vísu býsna skökk og skæld. Þetta má skýra sögulega þannig að vitundar- iðnaöurinn í Rússlandi var á tímum októberbyltingarinnar sérstaklega vanþróaður; framleiðslugeta hans hefur aukist stórkostlega síðan, en honum hefur hins vegar verið haldið í skefjum. Nú sem fyrr eru frum- stæð flokksblöð, bókin og leikhúsið aðalfjölmiðlar Sovétríkjanna. Þróun útvarps, kvikmyndar og sjónvarps hefur veriö stöövuð af pólitískum ástæöum. Þess vegna hafa útlendar stöðvar eins og BBC, Voice of America og Deutsche Welle ekki aöeins mikla hlustun heldur einnig næstum ótakmarkaða tiltrú. Forn- legir útbreiðsluhættir svo sem handskrifaðir flugumiðar og utan- aðlærð Ijóð þjóna mikilvægu hlut- verki. 6. Formgerð nýju fjölmiðlanna er þannig vaxin að þeir gera öllum jafnhátt undir höfði. Til þess að verða þátttakandi þarf ekki annað en að þrýsta á hnapp. Efni útsend- inganna skiptir ekki máli og hægt er að endurtaka þær hvenær sem er. Þannig eru rafvæddir fjölmiðlar andstæða við bókina og málverkið, sem eru eðli sínu samkvæmt aug- Ijóslega stéttgreinandi. Sjónvarps- útsendingar sem aðeins ná til sér- stakra forréttindahópa er að vísu tæknilega mögulegar (sbr. lokað sjónvarpskerfi) en órökréttar skv. formgerðinni. Nýju fjölmiðlarnir hneigjast til að yfirstíga menntunar- forréttindi og þannig einnig menn- ingareinokun borgaralegu intelleg- ensíunnar. Þar er að finna eina af aðalástæðunum fyrir reiði menn- ingarmafíunnar í garð vitundariðn- aðarins. Hún reynir að bjarga sál sinni frá öllu hinu „ópersónulega" og berst hatrammlega gegn „Ver- massung" (fjöldaframleiðslu menntamanna). Því fyrr sem hún gefst upp í þeirri baráttu því betra. 7. Nýju fjölmiðlarnir miðast frem- ur við athöfn en íhugun, fremur líð- andi stund en liðna. Tímaskyn þeirra er í algjörri andstöðu við tímaskyn borgaralegrar menningar, sem allt miðar við eignarhald, þ. e. varanleik og helst eilífðargildi. Framleiðsla fjölmiðla er ekki þess eðlis að hún hlaðist upp og verði seld á uppboð- um. Þeir leysa einfaldlega upp hina „andlegu eign" og eyða „arfleifð- inni", þ. e. stéttbundinni varöveislu andlegra verðmæta. Með þessu er ekki verið að segja þá óháða sögu- legu samhengi eða að þeir muni brjóta niður alla sögulega vitund. Þvert á móti gera þeir í fyrsta sinn sögulegt efni og fróðleik svo að- gengilegan að hægt er að nota hann hvenær sem þörf krefur. Samtímis því að umrædd vitneskja verður að- gengileg og þar með mikilvæg í daglegri baráttu, verður öllum sem færa sér hana í nyt Ijóst að sagn- fræði byggist ávallt á meðhöndlun. Varöveisla „staðreynda" eöa geymd þeirra í fjölmiðlum er öllum tilgengileg ekki aðeins fræðimönn- um: hún er félagsleg. Þetta safn upplýsinga getur hver og einn fært sér í nyt hvenær sem er og hagnýt- ing þess er miðuð við líðandi stund eins og sjálf söfnunin. Til skýringar má benda á þann grundvallarmun sem er á bókasafni í einkaeign og upplýsingabanka af því tagi sem hér um ræðir: í fyrra tilvikinu eru upp- lýsingarnar aðeins fáum aðgengi- legar en öllum í hinu síðara. 8. Það er rangt að líta á fjölmiðla sem einskær neyslutæki. Eðli sínu samkvæmt geta þeir hvenær sem er SVART A HVÍTU 53

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.