Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 56

Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 56
orðið framleiðslutæki, þ. e. í hönd- um almennings verða þeir félags- legt framleiðslutæki. Mótsetningin milli framleiðanda og neytanda felst ekki í rafvæddu fjölmiðlunum sjálf- um heldur er hún tilbúin og henni haldið við af efnahags- og lagakerfi. Gamalt dæmi um þetta er mismun- urinn á síma og símskeyti. Hið síð- ara er enn í höndum skrifræöis- stofnunar sem getur athugað og geymt alla senda texta, en hver og einn getur notfært sér símann; með svokölluðu „fundarsambandi"3) yf- irvinnur hann fjarlægöir og gerir mörgum kleift aö ræöast við sam- tímis. Þráðlaust sjónvarp og hljóð- varp eru enn háð lagaákvæðum rík- isins (sbr. útvarpslögin). Sú tækni- þróun sem fyrir langa löngu hefur gert alþjóðlegt útvarþ sem og byggðaútvarp mögulegt og það að stöðugt finnast fleiri tíðnisvið fyrir sjónvarpssendingar — á gigaherz- lengdinni einni er hægt að senda út fleiri en eina dagskrá í einu á sama stað, svo ekki sé minnst á margvís- lega möguleika þráð- og gervi- hnattasjónvarps — gerir þaö að verkum aö núgildandi lög um notk- un Ijósvaka verða að teljast tíma- skekkja. Þau minna á þá tíð þegar rekstur prentsmiðju var háöur leyfi konungs. Hinar sósíalísku hreyfing- ar verða að berjast fyrir eigin út- varpsrásum; áður en langt um líður verða þær að koma sér upp sínum eigin senditækjum og endurvarps- stöðvum. Það sést Ijóslega af þessum eig- inleikum nýju fjölmiðlanna að ekkert það stjórnarfar sem nú þekkist getur leyst úr læðingi það sem þeir bera í skauti sér. Aðeins í frjálsu sósíalísku samfélagi geta þeir orðið raunveru- legt framleiðsluafl. Skýringin á þessu er sú að einungis með virkri þátttöku fjöldans verða möguleikar þeirra nýttir til fulls. 9. Þóttlíkurséutilþessaðsérhver einstaklingur geti oröið virkur fram- leiðandi þá er það aukaatriöi og á pólitískrar þýðingar nema því að- eins að framleiðsla hans verði ann- að og meira en einstaklingsbundið tómstundastarf. Núverandi aðstæð- ur valda því að vinnu einstaklinga með fjölmiðla skortir þjóðfélagslega þýðingu og þannig jafnframt fagur- fræðilega. Dæmi um slíkt eru skuggamyndirnar frá síðasta ferða- lagi. Þetta sést og Ijóslega af þeim tækjakosti sem mönnum stendur til boða á almennum markaði. Það að tæki eins og Ijósmyndavélar og 8mm kvikmyndatökuvélar og ekki síst segulband hafa verið í höndum almennings um langt skeið sýnir að einangrun einstaklinga hvers frá öðrum kemur í veg fyrir að þeir veröi nokkurn tíman annað en amatörar og aldrei raunverulegir framleið- endur. Jafnvel framleiðslutæki með eins mikla möguleika og stutt- bylgju-sendirinn hefur verið tamið á þennan hátt og hefur í höndum radíóamatöra víðs vegar um heim- inn orðið að hættu- og áhrifalausu „tómstundastarfi". Einangraður á- hugamaður er dæmdur til að fram- leiða einungis lélegar og úreltar eft- irlíkingar. Einstaklingsbundið fjöl- miðlastarf er ekkert annað en heimavinna háð ákveðnu leyfi. Þetta leyfi verður áfram aðeins leyfi jafn- vel þótt starfsemin sé flutt út á opin- beran vettvang. í þessum tilgangi hafa eigendur fjölmiðlanna þróaö sérstakar dagskrár eða dálka, stundum nefndir „lesendur hafa orðið" eða eitthvað í þeim dúr. í einhverju horninu hefur „lesandinn (hlustandinn, áhorfandinn) orðið" sem auðvitað er hægt að taka af honum hvenær sem henta þykir. Sömu sögu er að segja um hina hefðbundnu skoðanakönnun sem fer þannig fram að fólk er aðeins spurt á þann veg að það sýni fram á ósjálfstæði sitt með svarinu. Hér er um reglubundna hringrás að ræða, þar sem andsvarið (feedback) er fyrirfram reiknað í inntaksgögnin (input). (. .) 10. Sósíalísk áætlun um hlutverk fjölmiðla verður að fela í sér afnám einangrunar einstakra þátttakenda í hinu þjóðfélagslega náms- og fram- leiðsluferli. Þetta er kjarninn í póli- tískri umræðu um fjölmiðla og jafn- framt þaö sem skilur á milli sósía- lískrar afstöðu og síðborgaralegrar eða skrifræðislegrar afstöðu. Sá sem heldur að frelsunin verði fyrir tilverknað einhverra véla eða kerfis hversu vel það annars er upp byggt gerir sig sekan um óraunsæja fram- tíðartrú; hver sá sem ímyndar sér að fjölmiðlarnir muni verða frjálsir af sjálfu sér, bara ef fólk er nógu iðið viö að senda og taka á móti, bítur á agn frjálshyggjunnar sem í nútíma- legu gervi breiðir út morknar kenn- ingar um náttúrulegt samræmi stéttarhagsmuna. Til að hnekkja slíkum blekkingum veröur aö undirstrika aö eigi að nýta fjölmiðla á réttan hátt þarf skipu- lagningu. Forsenda framleiöslu sem hefur hagsmuni framleiðandans að viðfangsefni er sú að framleiðslan sé unnin í samvinnu. Hún er í raun eitt form sjálfskipulagningar sem er tilkomin af þjóðfélagslegri þörf. Segulbandstæki og Ijósmynda- vélar eru þegar í miklum mæli í höndum almennings. Það fer ekki hjá því að maður spyrji sjálfan sig hvers vegna í ósköpunum þessi framleiðslutæki skjóti ekki upp koll- inum á vinnustöðum, í skólum, á skrifstofum og yfirleitt alls staðar í þjóðfélaginu þar sem andstæðir hagsmunir takast á. Fólkið gæti þannig sjálft tjáð reynslu sína í þessari hagsmunabaráttu, fengið um hana sannanir og dregiö af henni þýðingarmikla lærdóma. Það segir sig sjálft að borgaralegt þjóðfélag reynir með aragrúa laga og reglugerða að koma í veg fyrir að slíkir möguleikar verði nýttir. Það lýsir yfir friðhelgi heimila og rétti at- vinnu- og þjónustufyrirtækja til að láta hvíla leynd yfir starfsemi sinni. Á 54 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.