Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 57
meðan leynilögreglan þrengir sér
inn á heimilin og hlerar kunningja-
samtöl, leikur þjóðfélagið þann
skrípaleik að þykjast hafa allt aö
trúnaðarmáli og þykist hafa smá-
smugulegustu áhyggjur af verndun
einkalífsins þó að ekkert sé hins
vegar friðhelgt nema kúgararnir.
Aðeins með skipulagningu og sam-
vinnu er hægt að rífa þessa
pappírsveggi niður. Samskiptanet
sem hnýtt er í slíkum tilgangi geta
auk eiginlegs notagildis verið vís-
bending og dæmi um skipulagslíkan
sem hefði pólitískt notagildi. í
sósíalísku hreyfingunum hefur día-
lektíkin milli aga og sjálfkvæðis
(spontaneity), miðstýringar og vald-
dreifingar, valdstjórnar og valdaf-
neitunar lengi hringsólað á sama
bletti. Net-útbreiðslulíkanið sem
byggt er á víxlverkunarlögmálinu
getur gefið vísbendingar um hvern-
ig vinna eigi bug á þessu ástandi:
fjöldadagblað sem bæði er skrifað
og dreift af lesendum sjálfum,
vídeónet pólitískt virkra hópa, o. s.
frv. Þegar innra samræmi fjölmiðl-
anna er náð, eyðileggja þeir einka-
framleiðslumáta borgaralegrar
menntastéttar róttækar og hraðar
en samanlögð góð áform þeirrar
sömu stéttar og með mun meiri ár-
angri en hinn existensíalíski stéttar-
flótti. Virkt vinnu- og námsferli
breytir einstaklingshyggju mennta-
stéttanna — sósíalismi þeirra er
mjög persónulegur og grundvallast
oft á tíðum á hugmyndinni um
sjálfsfórn — og veitir þeim nýjan
pólitískan skilning og hefur þannig
áhrif á breytni þeirra.
11. Ein ersú fullyrðing sem allt of
víða er viðtekin, sem sé sú að kapí-
talismi nútímans lifi á framleiðslu
gerviþarfa. Þetta er í besta falli hálf-
sannleikur. Niðurstöður hinna víð-
lesnu bandarísku félagsfræðinga
svo sem Vance Packard hafa tak-
markað gildi þótt ekki séu þær
gagnslausar. Kenningar þeirra um
hvernig hægt sé að vekja þarfir með
auglýsingum og gervifyrningu hluta,
skýra engan veginn það aðdráttarafl
og það dáleiðsluvald sem fjölda-
neyslan virðist hafa yfir almenningi.
Sá hluti borgarastéttarinnar sem
telur sig vera pólitískt upplýstan
hampar mjög kenningunni um
,,neysluþvingun“, sem kemur mjög
vel heim og saman við fordómana
um hversu smáborgaralegt og spillt
láglaunafólkið sé orðið og hversu
vel það falli inn í kerfið. Aödráttarafl
fjöldaneyslunnar felst hins vegar
ekki í því að verið sé að smygla
gerviþörfum inn í fólk heldur sýnir
hún hvernig gróðahyggjunni hefur
tekist að beina fullkomlega eólileg-
um og ósviknum þörfum inn á rang-
ar brautir, þörfum sem jafnframt eru
forsenda auglýsingaiönaðarins.
Sósíalísk hreyfing á hvorki að af-
skrifa né hæðast að slíkum þörfum
heldur taka þær alvarlega, rannsaka
þær og nýta þær pólitískt.
Þetta á einnig við um vitundar-
iðnaöinn. Orsök þess að fjölmiðl-
arnir skuli vera eins ómótstæðilegir
og raun ber vitni er ekki að finna í
neinu slungnu bragði, neinu sér-
stöku ,,trixi“ sem þeir beiti heldur í
hinu að í þeim fær frumkraftur
raunverulegra félagslegra þarfa út-
rás og það þrátt fyrir öfugsnúna
notkun þessara sömu fjölmiðla.
Þarfir fjöldans eru enn sem fyrr ó-
plægður akur þar sem enginn virðist
hafa áhuga á að rannsaka þær, að
minnsta kosti ekki meðan þær eru
nýtilkomnar sögulega séð. Þær ná
áreiðanlega langt út fyrir þann
ramma sem verkalýðshreyfingin
setur baráttu sinni. Á sama hátt og
vöru- og vitundariðnaðurinn spanna
í vaxandi mæli svið hvor annars í
framleiðslunni, fléttast huglægt
saman hið hlutstæða og hið óhlut-
stæöa hjá einstaklingnum. Þetta á
sér félagslegar og sálrænar orsakir
(t. d. félagsleg viðurkenning, við-
miðunarmunstur) en einnig nýjar og
mjög mikilvægar orsakir sem við
getum kallað útópískar eða af út-
ópískum toga. Frá efnishyggjusjón-
armiði eru báðar þessar orsakir afar
mikilvægar.
Henri Lefebvre hefur stungið upp
á hugtakinu sjónarspil (spectacle)
til að tákna núverandi stig fjölda-
neyslunnar. Vörur, sýningarglugg-
ar, borgarumferð, auglýsingar,
stórverslanir, táknheimur, frétta-
dreifing, umbúðir, arkitektúr og
framleiðsla fjölmiðlanna mynda
saman eina heild, tiltekna sviðsetn-
ingu, sem er ráðandi alls staðar jafnt
á torgum og strætum sem á heimil-
um. Viðkvæðið ,,Bo Bedre" breytir
jafnvel algengustu búsáhöldum í
sviðsmuni í þessari daglegu hátíð
og blætiseðli vörunnar skyggir á
notagildi hennar. Sóunin sem þessi
stöðuga veisla hefur í för með sér er
afleiðing þjóðskipulagsins. Annað
kemur og til. Þessi mikla neysla og
vöruflóð leiðir fólk í þá villu að verið
sé að útrýma skorti hverju nafni sem
hann nefnist. Allt hið svívirðilega og
klúra við þessa veislu stafar af því að
þessa ósk er ekki hægt að uppfylla.
Jafn lengi og skortur ríkir verður
notagildið það eina sem máli skiptir,
nokkuð sem einungis verður breytt
með blekkingu. Stórkostleg blekk-
ing af þessu tagi er því aðeins
hugsanleg, að hún eigi sér stuóning
í þörf fjöldans. Þessi þörf, hin útóp-
íska þörf, er til staðar. Þaó er krafan
um nýtt umhverfi, um nýtt fegurðar-
mat, sem ekki er einskorðað við
„fagrar listir". Það er langt í frá að
allar þessar óskir fái útrás í leikregl-
um kapítalismans. En þær búa í
manninum og verða ekki bældar
lengur. Vöruleikritið er smjörþefur
og jafnframt skopstæling á útópísk-
um aðstæöum.
Töframáttur fjölmiölanna er enn
eitt dæmið um svipað ósamræmi.
Þeir eru svar við almennri þörf fyrir
andlega fjölbreytni (sem fær efnis-
CONSUMERS NAME
COMMODITIES NAME
THE ACT OF CONSUMING IS
AM ACT OF IMAGINATION
DRAWING
TEXT
DATl Of CONSUMTOON
Neyslan er hugverk.
„Vöruleikritið er skopstæling á útópískum aðstæðum."
SVART Á HViTU
55