Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 58

Svart á hvítu - 01.01.1979, Qupperneq 58
lega útrás t. d. í einkabílisma og túr- isma) og gera sér mat úr henni. Fleiri dæmi eru til um almennar óskir af þessum toga. Kapítaliö er oft skjótara til að viðurkenna þær og meta en andstæöingar þess en að sjálfsögðu eingöngu til þess að kló- festa þær og ræna þær sprengi- krafti sínum. Sem dæmi um slíkar þarfir má nefna þörfina fyrir þátttöku í þjóðfélagsferlinu jafnt í hreppnum sem f lands- og alþjóðamálum; þörfina fyrir nýtt samskiptaform, fyrir frelsun frá fávisku og ómynd- ugleika, þörfina fyrir sjálfsákvörð- unarrétt. ,,Að vera með alls staðar" er eitt árangursdrýgsta vígorð vit- undariðnaðarins. ,,Lesendaþing“ eins og í Bild Zeitung er dæmi um beint lýðræði sem stefnt er gegn hagsmunum lýðsins. „Frístunda- starf“ og „tómstundir" eru dæmi um hugtök sem henda framsækn- ustu óskir almennings á lofti og sefa þær um leið. Samsvarandi þessu er áfergja fjölmiðlanna í útópískar fréttasögur. Dæmi: Jafnvel alafturhaldssömustu fjöldablöðin gleyptu við sögunni um unga ítalsk-ameríska manninn sem rændi farþegaflugvél og lét hana fljúga með sig alla leið frá Kaliforníu til Rómar svo að hann gæti komist heim og var sú saga vafalaust skilin rétt af lesendum. Samúð og sam- svörun sem slíkir atburðir valda stafa af þörf sem er orðin almenn: enginn getur lengur skilið hvers vegna ferðalög ættu að vera forrétt- indi stjórnmálamanna, fulltrúa og kaupsýslumanna. Á svipaðan hátt mætti skýrgreina hlutverk popp- stjörnunnar sem á sinn sérstaka máta er hvort tveggja í senn stjórn- andi og lausnari. Það skiptir og hugsanlega einhverju máli í þessu sambandi, að samsvörunarmódel beat-tónlistarinnar er einatt hópur, ekki einstaklingur. Mikið útópískt innihald er í framleiðslu (og fram- leiðsluháttum) Rolling Stones. Fyr- irbæri svo sem Woodstock-hátíðin, hljómleikarnir í Hyde Park, Isle of Wight og í Altamount í Kaliforníu eru dæmi um hreyfiafl sem hin pólitíska vinstrihreyfing getur ekki annað en horft á öfundaraugum. Það er alveg Ijóst að við ríkjandi þjóðfélagsaðstæöur getur vitundar- iðnaðurinn ekki svalað neinni þeirra þarfa sem hann engu að síður byggir tilveru sína á og verður þess vegna stöðugt að kynda undir. Slík fullnæging verður að vera í formi í- myndunarleikja. Það er rangt að ráðast á þessi loforð um uppfyllingu óskanna, heldur á að taka þau yfir og sýna fram á að til þess að standa við þau þarf menningarbyltingu. Sósíalistar og sósíalískar stjórnir sem auka á örvæntingu fólksins meö því aö lýsa þarfir þess falskar og óekta eru meösekir stuðnings- menn kerfis sem ætlunin var að berjast gegn. 12. Samantekt. Fjölmiðlar notaðirtil kúgunar: Miöstýrðar útsendingar. Einn sendandi, margir viðtak- endur. Skertur hreyfanleiki einangr- aðra einstaklinga. Einstaklingurinn sem þolandi í neyslunni. Slæving pólitískrar vitundar. Framleiðslan í höndum sér- fræðinga. Eftirlit í höndum eigenda eða skriffinna. Fjölmiðlar notaðir til frelsunar: Margir útsendingarstaðir. Sérhver viðtakandi er einnig mögulegur sendandi. Fjöldinn öðlast hreyfanleik. Víxlskipti milli þátttakenda. Pólitískt námsferli. Samvinna um framleiðsluna. Samfélagslegt eftirlit á grunni fjöldaþátttöku og sjálfskipu- lagningar. 13. Allir sem hlut eiga að alþjóð- legri stéttabaráttu, að undanteknum forlagatrúuðum áhangendum með- höndlunarkenningarinnar eru sam- mála um að í rafvæddum fjölmiölum felist byltingarkraftur. Frantz Fanon benti fyrstur manna á að smáravið- tækiö er eitt þeirra vopna sem hvað mesta þýðingu hafa í frelsisbaráttu þriðja heimsins. Albert Hertz og fyrrverandi ráð- herra í Suöur-Afríku og talsmaður hægri arms stjórnarflokksins sagði eitt sinni í blaðaviðtali: „sjónvarpiö mun verða hvíta manninum aö falli í Suður-Afríku“. (Der Spiegel 20/10 1969.) Bandarískir heimsvaldasinn- ar hafa gert sér grein fyrir þessu og reyna að koma til móts við það sem hugmyndafræðingar þeirra nefna: „byltingu hinna vaxandi vona“ í Rómönsku-Ameríku með því að þekja alla álfuna lengst inn í myrk- viði Amazon-svæðisins með sendi- stöðvum sínum og dreifa síðan ó- keypis einbylgju-smáraviðtækjum meðal innfæddra.4) Árás Nixon— stjórnarinnar á kapítalíska fjölmiðla sýnir fyrst og fremst að hún hafði komið auga á þá staðreynd aó þrátt fyrir einhliöa og bjagaðan frétta- flutning voru þeir samt sem áður orðnir afgerandi hreyfiafl í barátt- unni gegn stríðinu í Vietnam. Það er ekki lengra síðan en tuttuguogfimm ár að Frakkar höföu það af að myrða um hundrað þúsund innfædda á eyjunni Madagaskar án þess að vitneskja um það bærist öðrum en lesendum Le Monde í formi smátil- kynningar, sem hafði lítil sem engin áhrif í París. Nú hins vegar flytja fjölmiðlarnir nýlendustríðin inn fyrir landamæri heimsvaldasinnaðra ríkja. Enn greinilegri veröur hreyfimátt- ur fjölmiðlanna þar sem þeir eru meðvitað notaðir í byltingarsinnuð- um tilgangi. Sérhver pólitískur at- burður og andmæli fá á sig svip uppreisnar fyrir tilverknað þeirra. Stúdentahreyfingarnar í Bandaríkj- unum, Japan og Vestur-Evrópu gerðu sér snemma grein fyrir þessu og náðu í upphafi verulegum ár- angri með því að notfæra sér fjöl- miðlana. Þessi árangur var tíma- bundinn. Barnaleg trú á galdur fjöl- miðlanna getur ekki komió í stað skipulegrar vinnu; einungis virkir og sameinaðir hópar geta þvingað fjöl- miðlana til að starfa í sína þágu. Þetta má sýna fram á með dæmi frá Tupamaros-skæruliðahreyfingunni frá Uraguay, sem hafa gert opin- beran fréttaflutning af athöfnum sínum að þætti í byltingarstarfi sínu. Gerendur verða þannig jafnframt höfundar. Ránið á sendiherra Bandaríkjanna í Rio de Janeiro var skipulagt meö tilliti til fréttagildis. Það var hugsað sem sjónvarpsefni. Arabískir skæruliðar starfa á líkan hátt. Fyrstir til að brúka slíka tækni á alþjóðavettvangi voru Kúbumenn; Castro hefur frá upphafi metið möguleika fjölmiðla rétt (Moncada 1953). Ólögleg pólitísk starfsemi krefst nú á tímum hvors tveggja í senn hámarksleyndar og hámarks- auglýsingar. 14. Byltingarástand leiðir ávallt af sér breytingar á fjölmiðlakerfinu í heild, stökkbreytingar sem eru sjálfkrafa afleiöing af virkri þátttöku almennings í starfsemi fjölmiðlanna. Hversu víðtækar og varanlegar slík- ar breytingar verða ræðst af því hversu sigursæl tiltekin menningar- bylting er. Ástand fjölmiðla er ör- uggasta og næmasta loftvogin á myndun skrifræðislegra eða valda- klíkulegra háþrýstisvæða. í menn- ingarbyltingu ryður félagslegt í- myndunarafl fjöldans úreltri tækni úr vegi og umskapar eldri fjölmiðla svo stórkostlega að formgerð þeirra springur. „Byltingin dreif af stað gífurlega umfangsmikið upplýsinga- og áróðursstarf. Bækur voru rifnar í sundur og einstakar blaðsíður voru stækkaðar hundraðfalt, skreyttar og notaðar sem plaköt. Vegna þess hve 56 SVART Á HVÍTU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.