Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 60

Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 60
sæknar og róttækar af ópólitískum hópum en af vinstri hópum. (Und- antekning: Munzenberg.) Óafvit- andi hafa menn rutt nýjum fram- leiösluöflum braut meö hugboöiö eitt aö leiðarljósi, hugboö sem kom- múnistar hafa sjálfum sér til lítilla heilla ekki viljaö skeyta um. Nú á síöari árum hefur Marshall McLu- han veriö búktalari og spámaöur þessara ópólitísku avantgardista og þrátt fyrir það að hann sé höfundur sem hafi engin tök á þeim flokkun- arskilgreiningum sem nauðsynlegar eru til skilnings á þjóöfélagslegu ferli, þá eru ruglingslegar bækur hans engu að síður hafsjór athygl- isverðra athugana á vitundariönaö- inum. Hvaö varöar skilning á fram- leiðslumætti nýju fjölmiölanna hefur honum a. m. k. oröiö meira ágengt meö brjóstviti sínu, en öllum hug- myndafræöinefndum sovéska kom- múnistaflokksins til samans í öllum sínum endalausu ályktunum og til- skipunum. Þar sem McLuhan skortir for- sendur til að smíða fræðikenningar og honum því ofviöa að skilgreina orsakasamhengi, hættir honum til aö slengja hugmyndum sínum undir einn hatt aö hætti afturhaldssamra lausnarkenningamanna. Það sem hann hefur fyrstur manna dregiö fram í dagsljósið, þótt hann hafi sannarlega ekki oröið fyrstur til að koma auga á það, er dulúð fjölmiöl- anna, sem leysir pólitísk vandamál upp í reykjarmóðu — þá sömu vé- fréttarþoku sem byrgir fylgismönn- um hans sýn. McLuhan kennir, aö í sjónvarpstækninni — og þá á hann viö sjónvarpið eins og það er rekið nú á tímum — felist fyrirheit um lausn allra mannlegra vandamála. Nú er vart hægt aö segja aö mikið nýjabrum sé á tilraun McLuhans til aö hafa endaskipti á Marx. Ásamt fjölmörgum fyrirrennurum sínum kappkostar hann að fela öll vanda- mál efnahagslegrar undirbygging- ar, hann varpar fram ídealískum lausnum og stéttabaráttan hverfur inn í óskýran húmanískan himin- bláma. Eins og nýr Rousseau, sem eins og allar endurtekningar skortir ferskleik fyrirmyndarinnar, boðar hann fagnaðarerindi hins nýja frumstæöa manns, sem á að snúa til baka, þó að sjálfsögöu á hærra plani, til forsögulegrar ættstofnatil- veru í „heimsþorpinu". Þessar hug- myndir eru varla langrar umræðu viröi. Athygiisveröari er ef til vill frægasta setning þessa eyöimerk- urspámanns: „miöillinn er boö- skapurinn". Þrátt fyrir aö slík fram- setning sé ekkert annað en ögrandi bjánagangur segir hún meira en höfundur hennar gerir sér grein fyr- ir. Hún afhjúpar einmitt þann rök- hring sem fjölmiðladulspekin byggir á: samkvæmt henni er það eitt eftir- tektarvert við sjónvarpstækið, að það virkar; kenning sem hefur ó- neitanlega töluvert aödráttarafl séu amerískar sjónvarpsdagskrár hafö- ar í huga. Gagnstæöur misskilningur við þennan er sú útbreidda skoöun aö fjölmiðlar séu áhrifalaus verkfæri sem hægt sé aö nota til að flytja mönnum tiltekinn „boðskap" án þess aö tillit sé tekið til formgeröar hans eða formgerðar fjölmiöilsins. í ríkjum Austur-Evrópu lesa frétta- þulir sjónvarpsstöövanna kortérs- langar ráöstefnuyfirlýsingar og miöstjórnarákvaröanir, sem henta ekki einu sinni til birtingar í dag- blööum, greinilega ofurseldir þeirri blekkingu aö milljónir áhorfenda sitji hugfangnir viö tækin á meðan. Staöhæfingin „miöillinn er boð- skapurinn" segir okkur þó annað miklu mikilvægara. Hún segir okkur aö vissulega ráði borgarastéttin yfir öllum mögulegum og ómögulegum tækjum til þess aö segja okkur hvaö sem vera skal. En þaö er allt og sumt. Meira hefur hún ekki að segja. Hugmyndafræöilega er borgara- stéttin steingeld. Sá ásetningur hennar að verja yfirráö sín yfir fram- leiöslutækjunum hvaö sem það kosti, án þess aö geta nýtt þau í samræmi við samfélagslegar kröfur, er hér orðaður refjalaust: borgara- stéttin óskar sér fjölmiðla, en til einskis. Viöhorf af þessum toga er aö finna hjá framúrstefnumönnum í listum. Boðskapur þeirra er sá aö segja annað hvort ekki neitt eöa þá svo margt í einu aö ekkert skilst. Dæmi um þetta eru: kvikmyndir Warhols, „bókmenntir þagnarinn- ar" (sem aö vísu eru orðnar úreltar nú) þar sem skiptast á aðgerðarleysi og merkingarsnauður gauragangur og svo hinn fjörutíuogfimm mínútna langi fyrirlestur Johns Cage „Fyrir- lestur um ekkert" (Lecture on Nothing, 1959). 16. Þær umbyltingar sem oröið hafa á framleiósluaðstæðum í yfir- byggingunni valda því aö hefð- bundið listmat er oröið ónothæft; þær hafa sprengt flokkunarkerfin og eyðilagt „mælistikur" þess. Sú greiningarfræði sem lá aö baki þeim er úrelt. í rafvæddum fjölmiðlum gerbreytast tengslin milli frumlags og andlags eða geranda og þol- anda, þannig aö hin gömlu hugtök gagnrýninnar ná ekki lengur aö lýsa þeim. Hugmyndin um hið fullgerða listaverk hefur fyrir löngu runniö sitt John Cage. Andy Warhol. 58 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.