Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 61

Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 61
skeið á enda. I umræðunni um dauða listarinnar munu menn halda áfram að elta skottið á sér uns þeir láta reyna á hugtökin og hætt verður að nota mælikvarða sem ekki sam- ræmast stöðu framleiðsluaflanna. Fagurfræði sem er í fullu samræmi við breyttar aðstæður hlýtur að grundvallast á starfi eina marxíska fræðimannsins sem hefur gert sér grein fyrir lausnarkrafti nýju fjöl- miðlanna. Þegar fyrir 35 árum, þ. e. á þeim árum er vitundariðnaðurinn var tiltölulega stutt á leiö kominn, skilgreindi W. Benjamin hann á glöggskyggnan díalektísk-materíal- ískan hátt. Árangurinn af starfi Benjamins hafa fræðimenn ekki nýtt sér til þessa hvað þá að þeir hafi slegið honum við. „Almennt má setja þetta fram svo: Fjölföldunartæknin losar það sem fjölfaldað er úr tengslum við hefð- ina. Um leið og hún fjölfaldar eftir- myndina kemur eintakafjöldi í stað einstæðrar tilvistar. Og vegna þess að fjölföldunartæknin gerir eftir- myndinni kleift að koma til móts við viðtakandann í sérstökum aðstæð- um hans veitir hún frumverkinu nýtt gildi. Þessi tvö ferli hreyfa rækilega við hinu hefðbundna og hrun hefð- arinnar er hin hliðin á núverandi kreppu og endurnýjun mannkyns. Fyrrnefnd ferli standa í nánu sam- hengi viö fjöldahreyfingar vorra daga. Máttugasti fulltrúi þeirra er kvikmyndin. Þjóðfélagsleg þýöing hennar, sérstaklega í jákvæðasta formi, er ekki hugsanleg án þessar- ar hliðar hennar sem í senn er eyð- andi og hreinsandi: útrýming þess gildis sem hefðin hefur í menning- ararfinum." „Tæknileg fjölföldun listaverksins frelsar það í fyrsta sinn í heimssög- unni frá sníkjulífi sínu í helgisiðun- um. Hið fjölfaldaða listaverk verður í síauknum mæli eftirmynd listaverks sem beinlínis er ætlað til fjölföldun- ar. Á því augnabliki þegar uppruna- leikinn er ekki lengur mælikvarði á listframleiðsluna gerbreytist samfé- lagslegt hlutverk listarinnar. [ stað þess að byggjast á helgisiðum byggist hún nú á öðru starfi — stjórnmálum. Nú gegnir listaverkið alveg nýju hlutverki sem helgast af því að megin áhersla er lögð á sýn- ingargildi þess. Sá þáttur þessa hlutverks sem er okkur hugstæð- astur, listgildið, kann að verða álit- inn aukaatriði þegar fram líða stundir." (Listaverkið á tíma fjölda- framleiðslu sinnar, Svart á hvítu 3. tbl.2. árg. 1978.) Þær tilhneigingar sem Benjamin gerði á sínum tíma grein fyrir og skýrði með sérstöku tilliti til kvik- myndarinnar, hafa með geysihraðri þróun vitundariðnaðarins komið skýrt í Ijós. Því sem hingað til hefur heitið list í ströngum hegelskum skilningi hefur verið eytt meö og í fjölmiðlunum. Deilurnar um hvort listin sé dauð veröa árangurslausar nema díalektískur skilningur komi til. Listræn starfsemi fer fram á jaðri annarrar mun almennari framleiðslu og öölast því aðeins þjóðfélagslega þýðingu að menn afneiti öllum kröf- um um sjálfstæði listarinnar og sjái hana í réttu samhengi sem hluta af annarri framleiðslu. Jafnskjótt og sérþjálfaðir framleiðendur taka aö hrósa sér af því hversu ómissandi sérþekking þeirra sé og ná jafnvel forréttindaaðstöðu fyrir þær sakir, verður reynsla þeirra og þekking ó- nothæf. Þetta krefst endurskoðunar á fagurfræðinni. [ stað þess að skoða framleiðslu nýju fjölmiðlanna frá sjónarhóli gamalla framleiðslu- hátta veröur þvert á móti að skoða afurðir þeirra sem og afurðir hefð- bundinna „listrænna" miðla frá sjónarhóli nýrra framleiðsluað- stæðna. „Áður höfðu menn árangurslaust eytt miklu hyggjuviti í að svara þeirri spurningu hvort Ijósmyndun væri listgrein — án þess að spyrja fyrst hvort allt eðli listarinnar hefði ekki gerbreyst með tilkomu Ijósmyndar- innar — og kvikmyndafræöingar tóku brátt upp þessa sömu van- hugsuðu spurningu. En þeir erfið- leikar sem Ijósmyndin olli hefð- bundinni fagurfræði voru hreinasti barnaleikur miðað við þá klípu sem kvikmyndin kom henni í.“ (Benja- min, sama verk.) Sá felmtursfulli ótti sem hug- myndir um slíkar sjónarhornsbreyt- ingar valda er mjög skiljanlegur. Það er ekki nóg meö að ýmis fagleg leyndarmál sem uppgötvuð hafa veriö í yfirbyggingunni veröi úrelt, slíkum breytingum fylgir einnig raunveruleg eyðileggingarhætta. M. ö. o., hér er um töluverða áhættu að ræöa. Engu að síöur er díalektískt afnám listheföarinnar eina bjargráð hennar. Minnumst þess að klassísk eðlisfræði lifir enn við góða heilsu sem sértilfelli innan mun víðtækari nútímakenningar.5) Þetta á við um allar hefðbundnar listgreinar. En þróun þeirra á vorum tímum er og verður óskiljanleg leggi menn listsöguna til grundvallar. Það er á hinn bóginn hægt að meta nyt- semi þeirra eða nytleysi, með því aö beita almennri fjölmiðlafagurfræði og skoða þær sem sértilfelli. Hér verða gefnar nokkrar vísbendingar um þá greiningarmöguleika sem þessi aðferð býöur upp á og höfð hliösjón af bókmenntum. 17. Sögulega séð er drottnunar- hlutverk skrifaðra bókmennta að- eins nokkur hundruð ára. Aðalhlut- verk bókarinnar í menningunni markar nú þegar ákveðið sögulegt tímabil. Fyrir daga bókarinnar gegndu munnlegar bókmenntir þessu hlutverki um mjög langan aldur. Nú hafa rafvæddir fjölmiðlar leyst bókina af hólmi og veita eðli sínu samkvæmt hverjum sem hafa vill málfrelsi á ný. Bókin lagöi á blómaskeiði sínu undir sig fram- leiðsluhætti sem voru frumstæöari en þó aðgengilegri (þ. e. munnlegar og handskrifaðar bókmenntir) og bar jafnframt í skauti sér nýja fram- leiðsluhætti, sem gera sérhverjum kleift að verða framleiðandi (þ. e. rafvæddir fjölmiðlar). Byltingarhlutverk bókprentunar er ótvírætt og hefur veriö mikið um þaö fjallaö. Skrifaöar bókmenntir voru þróaðasti fjölmiðillinn og fram- sæknar á sama hátt og sú borgara- stétt sem tók þær í þjónustu sína. (Sjá nánar í Kommúnistaávarpinu.) Á sama hátt og iðnbyltingin var ekki hugsanleg án efnahagslegrar þró- unar kapítalismans hefðu andlegu framleiðsluöflin ekki náð að dafna án auðsöfnunar. (Samantekt Das Kapital og kenningar þess eru einn- ig bókmiðlinum að þakka.) Samt sem áöur eiga næstum allir betra með að tala en skrifa (og það á einnig við um rithöfunda). Skrif- tæknin er ákaflega regluföst og krefst meira að segja sérstakrar stellingar. Til þess svarar mikil fé- lagsleg verkaskipting. Þeir sem at- vinnu hafa af skriftum hafa einlægt haft tilhneigingu til stéttardrambs. Stéttarleg einkenni þessa starfs eru augljós jafnvel þar sem skólaganga er almenn. Ferlið í heild er óvenju- lega tabúskotið. Stafsetningarvillur sem enga þýðingu hafa ( sambandi við merkingu eða skilning valda þvi að þeim sem þær gerir er skipað neðar í stéttastiga þjóðfélagsins; þessi tækni er og sögð byggjast á sérstökum hæfileika sem ekki sé hægt að gera rökræna grein fyrir. Jafnvel í þróuðum iðnaðarsamfé- lögum hefur skrifhræðsla haldist sem útbreitt stéttarlegt fyrirbæri. Við þessa firringarþætti geta hinar rit- uðu bókmenntir ekki losað sig. Þær aðferöir sem samfélagið beitir til aö viöhalda skriftækninni magna þessa þætti: við lærum að tala mjög snemma og að miklu leyti við sál- fræðilega hagstæð skilyrði en skriftarnámiö er hins vegar stór SVART Á HVlTU 59

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.