Birtingur - 01.12.1955, Qupperneq 8

Birtingur - 01.12.1955, Qupperneq 8
ROBERT UESNOS: Þrjú Ijóð Robert Desnos er fxddur í l’arís árið 1900, dáinn árið 1945 í fangabúðum l’jóðverja í Tere7,in í Tékkóslóvakíu. llelztu verk: Corps et biens (Gallimard). Fortune (sama útg.). Choix de poémes (Ed. de Minuit). Skuggar trjánna í vatninu Svona líka tæru og hreinu Getur þaff veriff aff slíkur spegill, þungur af slýi og þungur af skýjum og þungur af dauða Spegli ykkur svona réttilega Marteinn fiskimaður Ég greini liti þína Ég greini liti blómanna Og liti prammanna sem fara hjá Og allt þetta er ekki annaff en speglun í skitugu vatni, fullu af slýi og óhollustu. Leggjumst á gangstéttina Undir heitri sól, undir þveginni sól í góðum ilmi ryksins Af gengnum degi Áður en nóttin rís Og við eygjum í ræsinu Spegilmynd æðandi skugga Og blóffflekk sjónhringsins Og fyrstu stjörnuna yfir húsunum (1942) Þú gengur fyrstu götu til hægri Þú fylgir árbakkanum Þú ferð yfir brúna Þú berff aff dyrum á húsinu Sólin skín Áin rennur í glugga skelfur rósapottur Bifreið ekur eftir bakkanum hinumegin Þú snýrff þér aftur aff glafflegu nágrenninu Án þess aff taka eftir aff dyrnar hafa opnazt aff baki þér Húsfreyja stendur í dyrunum Húsið er fullt af rökkri En á borðinu sést geislinn Geisli dagsins á ávexti og flöskum Á tindiski og húsgagni Og þú stendur kyrr á þröskuldinum á milli Heims sem er fullur af þínum líkum Og einmanaleika þíns sem dunar Af öllum heiminum. Jón Ósliar íslcnzkaði. 6

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.