Birtingur - 01.12.1955, Page 15

Birtingur - 01.12.1955, Page 15
ARTUR LU.NDKVIST: Rómanskar nútímabókmenntii Séu ítalskar bókmenntir eftirstríðsáranna bornar saman við þýzkar bókmenntir, verður ljóst hve þróttmikil hin trausta listhefð róm- önsku ljóðanna er. Einræðið varð — að minnsta kosti á sviði menningar — aldrei jafn svæsið og í Þýzkalandi, og bókmennta- þróunin rofnaði aldrei eins tilfinnanlega. Strax fyrir heimsstyrjöldina fyrri ríkti á ítalíu áköf og aðsópsmikil þjóðernisstefna blandin mælskudýrkun og fagurhyggju, og í bókmenntunum fór að bera á tilhneigingum til skrúðmáls, mikillætis og ytri glæsibrags. Andúðina á þessari stefnu, sem virti að vett- ugi spillinguna í þjóðfélaginu, notfærði fasism- inn sér án þess að bæta úr félagslegu rang- læti eða sporna við hinni þjóðernislegu fag- urhyggju. Af þessum sökum urðu bókmennt- irnar viðskila við þjóðlífið og létu mikið á sjá vegna þeirrar einangrunar. Þrátt fyrir allt fór að brydda á nýjum hræringum í bókmenntunum á valdadögum fasista. Þær voru þó fremur fólgnar í kröfum um vandaðri vinnubrögð listamanna en nán- ari tengsl við samfélagið: þrengri og fágaðri stíl, heflaða sálfræðilega raunsæisstefnu. Einkum var ljóðlistin harðlega öguð, hún smáþorpi á norðausturlandi. Hann spurði stýrimann sem hann mætti, og af vörum stýrimannsins las hann, að það væri ekkert skip og ekkert land og enginn sjórogekkihann heldur, aðeins ljóshærð stúlka með blá augu sem drukknaði í heimshafinu í nótt. varð fáorðari en 1 nokkru öðru evrópulandi, eins og uppistaða án ívafs, full af sjálfsíhygli og gjörsneydd blekkingabrögðum. Ungaretti, Montale og Quasimodo eru enn sem fyrr virðulegustu fulltrúar hinnar nýju ljóðlist- ar, ákaflega torskildir en verk þeirra furðu- mikið lesin. Hið vakandi veruleikaskyn og sú hreinsun ljóðmálsins, sem þeir áttu frum- kvæði að í valdatíð fasista, standa enn að mestu í góðu gildi eftir stríðið. Enn sem fyrr leitast þessi skáld við að veita hver ju orði fyllingu, ábyrgjast hverja til- finningu. Yrkisefnin eru kannski orðin staðbundnari og goðsögulegt ívaf meira á- berandi en fyrr, já ef til vill leynist meira að segja vonar- neisti í glæðunum. Hinn alþjóðlega sinnaði brautryðjandi Bon- tempelli hafði mikil áhrif á ýmsa unga skáld- sagnahöfunda á þriðja tugi aldarinnar með sínum „raunsæja kraftaskáldskap". Úr þessu varð sambland staðreynda og hugarflugs með sömu sterku skuggaáhrifum og sama gráa stórborgardrunga og í myndum Chiricos. I verkum Alvaros er f jallað um árekstra milli lífsins í frumstæðu sveitaþorpi og borgar- menningar nútímans; hann bregður upp nærri súrrealistískum leifturmyndum af andstæð- um kynslóða og þjóðfélagsstétta. Óbundið mál Alvaros er stundum eins og spegilslétt vatn með gróðursælum bökkum: kirkjuturn- 13

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.