Birtingur - 01.12.1955, Qupperneq 21

Birtingur - 01.12.1955, Qupperneq 21
THOR Vll.H J ÁLMSSON : S y r p a Þetta misseri Skyldu áður hafa verið betri ytri skilyrði til að lifa fjölþættu menningarlífi í Reykjavik en á þessu hausti? Þetta hefur hvað rekið annað. Sumt hefði nægt til að bjarga heilu ári frá óminnisskjóðunni miklu þótt ekki kæmi annað til. Þetta hefur verið einn óslitinn listanna festival: það eru nú meiri býsnin. Parísarblöð sögðu um þann hóp frá Peking- óperunni sem þangað kom að sýningar hans væru merkasti og nýstárlegasti listaviðburð- ur þar í borg síðan Diagilev kom þangað með rússneska ballettinn 1912 og tók að starfa með höfuðbyltingaröndum aldarinnar eins og Picasso og Stravinsky. Og þeir kalla ekki allt ömmu sína í París. Hverju ættum við þá að geta stunið upp úr okkur hér á hjara heims andspænis slíku undri? Eftir því sem árin líða fram kemur væntanlega í ljós hversu verðugir við reynumst þeirrar virðingar að fá að sjá og heyra slíka list. Það er öngu líkara en hvarflað hafi að Westrinu að líta á heimsóknir rússneskra listamanna hingað sem hólmgönguáskorun og hefur brugðið til þeirrar nýlundu að allt í einu eru farnir að koma hingað andans menn og lista frá þeirri álfu heims sem hingað til hefur einkum steypt yfir okkur soldátum, vígvélum, kennslupésum í hryðjuverkum og misindi handa börnum sem hér nefnast has- arblöð, glingri, upplausn og niðurlægingu. En einn góðan veðurdag skaut hér upp Willi- am búandmanni Paulkner með töðuilminn í yfirskegginu og það var góður gestur. Svo var allt í einu kominn Julius Katchen frá París en það var ekki kananum að þakka heldur Ragnari í Smára enda kvað hann ekkert vilja sjálfur með Ameríku hafa. Loks sýndi Ruggiero Ricci að það er engu logið um það að hann er einn fimasti fiðlari heims en hverju þjónar sú leikni? Það var ekki mikið eftir af honum þegar við höfðum heyrt rússneska snillinginn sama hljóðfæris Gratsj: Ricci gerði alla músík að fimleikabrögðum, — lijá Gratsj urðu fimleikastykkin að músík. Rússar gerðu ekki endasleppt við okkur með Mírsendinefndinni nýskeð fremur en fyrri daginn. Þrátt fyrir lélegheitin og smekkleysið sem einkenndi sýninguna á Sveik (hann var mest soðinn upp úr enskri gerð með þá eina réttlæt- ingu þess að skrifa innlendan mann fyrir verkinu hve miklu lélegra þetta var hér en fyrirmyndin) — þá hefur Þjóðleikhúsið samt ekki brugðizt okkur fyrst og fremst vegna kínversku óperunnar og síðan Deiglunnar eftir Miller undir stjórn Lárusar Pálssonar sem vann stórsigur og sannaði þeim sem voru farnir að þreytast að bíða hve mikill lista- maður hann er þegar reynir á og verkefnið hæfir honum. Það hefur verið meira fjör í myndlistar- sýningum en endranær. Kjarvalssýningin vandi okkur á svo gott að það er erfitt að vera án hennar nú. Það veldur sársauka að slík sýning sundrist. í þessu riti hefur kunnáttumaður það hlut- verk að fjalla um myndlistarsýningar svo ég væri að kássast upp á annarra manna jússur ef ég f jölyrti um það efni. Ein mynd Og þó má ég til: á sýningu Karls Kvaran var mynd sem líður ekki úr huga mér. Stór mynd með þannig rauðum bakgrunni að vakti 19

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.