Birtingur - 01.12.1955, Síða 36

Birtingur - 01.12.1955, Síða 36
liafa fengið hana að láni. En höfundurinn sýnir oft Iofs- verða hugkvæmni í byggingu leikatriða, og bjargar það miklu. Atriðið, þegar þingmannsfrúin er að fara á fjörur við svikadoktorinn sem svo laumast upp stigann með dótt- urinni er ágætlega gcrt og sömuleiðis götuatriðið. Samtal bóndans og þingvarðarins þar er líklegast það bezta í leikritinu. Bóndinn er án cfa heilsteyptasta persónan, þingmanns- frúin er einnig að mörgu leyti góð, en dóttirin er fremur sviplítil. Viðbrögð hcnnar eftir að hún er orðin ófrísk fara illa í leikritinu og hið hástemda tal þar að lútandi verð- ur væmið og leiðinlegt. Pað er ekki laust við, að manni finnist höfundurinn hafa haft hálfgcrt samvizkubit út af því að vera að skrifa léttan gamanleik og að þetta sam- vizkubit knýi hann öðru hverju til að slá á alvarlcga strengi. Þessa gætir m. a. í áðurnefndu hástemdu tali dótturinnar og uppgjöri hennar við móður sína sem er allt annað en fyndið og gamansamt og þó síðast en ekki sfzt í Elíasi sjómanni og innrás hans á sviðið. Þessi sjó- maður er samvizkubitið holdi klætt. Ekkert af því sein hann er látinn segja eða gera á heima í gamanleik, og alvaran í því verður heldur engin alvara þar sem hana skortir allar forsendur í leiknum. Lcikstjórn er góð og sama er að segja um meðferð hlutverka, enda höfum við aldrei átt jafn miklu mann- vali á að skipa í lcikarastétt og nú. G. K. í DEIGLUNNI sjónleikur í 4 þáttum eftir Arthur Millcr, leikstjóri Lárus Pálsson, sýnt í Þjóðleikhúsinu. Arthur Miller er cinhver fremsti leikritahöfundur Banda- r/kjanna í dag. Þetta leikrit hans mun fyrst hafa verið sýnt 1953, en efni þess (galdraofsóknirnar í Salem 1692) hafði um langt árabil dregið að sér athygli höfundarins sem lætur þess þó getið, að hann hafi ekki getað skrifað Úr leihritinu ,,/ cleiglunni“ eftir Arthur Miller. 34

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.