Birtingur - 01.12.1955, Side 39
undur má vel við una að liafa birt í bók sinni, en þá eru
cftir 23, sein ég held að Gestur muni sfðar sjá eftir að
hafa látið prenta. Nú cr leiðinlegt fyrir okkur báða, mig og
höfundinn, að ég segi þetta án frekari rökstuðnings, en
eitthvað er það í ljóðfari Gests, sem veldur því, að ég
hika við frekari ræðu að sinni á opinberum vettvangi. Ég
ætla aðcins, lesendanna vegna, að birta sfðustu vísuna úr
einu lakasta kvæði bókarinnar, svo að last sem lof fái
hér nokkurn sluðning. Kvæðið ,,Sjóvettlingur" (öldruð
kona prjónar) — vísan er svona:
„En sjóvcttlingur á saltri fiskimannsbendi
cr saga um kærleik og von
og lítið brot af lífsreynslu aldraðrar móður
og ljóð um elskaðan son."
Eftir orðanna hljóðan er hér um að ræða salta hönd
(en auðvitað á höf. aðeins við að höndin sé sjóvot og
saltstokkin) og sjóvettling, sem verður að sögu og ljóði,
og getur sú líking kannski staðizt, en ekki er hún verulega
ljóðræn.
Fæstir menn geta treyst svo örugglega á eigin smekk-
vísi að þeim sé ekki ráðlegra að bcra bókmenntavcrk sín
undir dóm annarra, áður en þeir láta þau A þrykk út
ganga, mcð þeim hætti er hægt að forðast mörg slys, sem
eyðilagt geta svip góðrar bókar. Vmislegt það, sem hér
má að finna, mátti laga með því að hnika til cða skipta
um smáorð í setningu. Fátt er vesaldarlegra cn vitlaust
rímað kvæði cða þegar orð, scm sett hafa verið vegna
rimsins, án þess að þau eigi þar raunvcrulega heima, dctta
svo út úr embættinu. — En það skal að lokum tckið fram,
að ljóð Gesls upp og ofan eru sizt lakari cn sumra ann-
arra, scm ritdómarar hafa síðustu árin verið svo kurteisir
að skipa til sætis í höll Braga við hlið góðskálda — án
verðleika.
J.ú.V.
Hinn fordæmdi
eftir Kristján Bender. Útg. Mál og menning.
Kristján Bender hefur sent frá sér sögu i bókarformi,
smásögu fremur en skáldsögu. Efnið er sótt svo langt
aftur i tímann, í Biblíuna, að mann grunar undireins
að nú hefjist lciðinlegtir lestur. En þegar til kcmur legg-
ur maður ófús frá sér bókina áður en Iestri hennar er að
fullu lokið, því að svo sterkum tökum hcfur höfundur
náð á sögunni að hvergi slaknar á, en stíllinn hreinn og
merkilega tilgerðarlaus, þó að hann sé hátíðlegtir, og
kliðar f huga manns lcngi eftir lesturinn.
Hér segir frá Júdasi og silfurpeningununi þrjátíu, cn
sagan er öðruvísi en við lærðuin hana í barnalærdóins-
kverinu, svo að sumum kann að þykja allmikið guðlast.
í rauninni finnst mér engu skipta, þegar dæma skal sögu
Kristjáns, hver Júdas var raunverulega eða hvort hann
var þannig eða öðruvísi. Hver inaður getur liaft sinn
Júdas eins og hann vill. Kristján Bendcr segir sína sögu
af Júdasi og þessi Júdas er að minnsta kosti skiljanlegri
okkur en sá Júdas, sem við þekkjum úr kverinu. Hann er
ekki lengur aðeins einn af lærisveinum Jesús. Hann er
orðinn að óbrotnum manni, sem lifir eins og við í þjóð-
félagi og cr því háður, en hann lifir ekki aðeins í þjóð-
félagi, heldur einnig í hersetnu landi, eins og við. I'ess-
vegna skiljum við hann, hve hryggur hann verður að sjá
dætur Jerúsalem í fangi rómverskra hermanna. Við þurf-
um ekki annað en þreifa I barm okkar sjálfra. Og við
fylgjumst með lionum kvíðin og hneyksluð, Jiegar hann
gcngur á milli veðlánaranna í þeim erindum að kría
út lán, svo að hann geti goldið aftur þá fjárliæð, þl'játlu
silfurpeninga, sem hjartahrein stúlka, sú sem elskar hann,
hafði lánað lionum í barnslegu trausti, svo að hann gæti
keypt vistir handa lærisveinunum og meistara þeirra,
eins og honum hafði verið á herðar lagt, peninga, scm
stúlkan hafði aurað saman í sveita síns andlits lil að leysa
bróður sinn lir ánauð. Hún er sannfærð um að vinir
hans scm höfðu sent hann auralausan út af örkinni að
lcita matfanga, muni gjalda fyrir liann skuldina. En læri-
sveinarnir vísa honum frá sér og mcistaranum mislíkar
við hann og hann er einn með áhyggjur sínar og hugsanir
um það, scm er honum helgast af öllu: að bregðast ekki
trausti vinu sinnar. Hann ráfar í örvæntingu á milli
okrara, en enginn vill lána manni, sem hefur ekkert að
sctja í veð. I>að cr |)á, sem Rómverjar koma til hans og
bjóða honum fé fyrir að vísa sér á Jesú. En J>egar hann
fer að leita vinu sinnar með þrjátíu silfurpeninga i bönd-
um, þá er hún liðið lík, liefur Aður selt sig rómverskum
hermönnum til að svíkja ekki bróður sinn um lausnar-
gjaldið.
Atburðarásin er í greinilegum tengslum við þjóðfélags-
spillingu sölumcnnsku, hersetu, fjárplógssjónarmið,
blinda gróðafíkn, hórdóm, ánauð. Við þykjumst
alllangt komin frá slíkri spillingu. En verður ekki bók
cins og þcssi til að rífa opin augu okkar svo að við sjáum
J>á spillingu, sem er að grafa um sig i kringum okkur
sjálf á tuttugustu öldinni, í okkar þjóðfélagi, á okkar
landi, íslandi. Mér finnst bókin hafa sérstakt gildi fyrir
J>að að hún bcinir sjónum okkar að sjálfum okkur og
því sem við elskum og því sem við höfum andstyggð á.
Hún vekur okkur til umbugsunar.
]án Óskar.
37