Birtingur - 01.04.1956, Qupperneq 19

Birtingur - 01.04.1956, Qupperneq 19
Júpíter: Einmitt! Þetta var afsökunin. Órestes: Ég afsaka mig ekki. Júpíter: Ekki það? En sérðu ekki hve mjög það líkist afsökun, þetta frelsi, sem þú seg- ist háður eins og þræll? Órestes: Ég er hvorki húsbóndi né þræll þess, Júpíter. Ég er frelsi mitt. Þú hafðir ekki fyrr skapað mig en ég hætti að tilheyra þér. Elektra: Órestes, ég særi þig í nafni föður okkar: Bættu ekki guðlasti við glæp. Júpíter: Hlustaðu á hana. Og gefðu upp vonina um að sannfæra hana með rökum þín- um. Það lætur ankannalega og síður en svo vel í eyrum hennar. Órestes: Sama get ég sagt um mín eyru, Júpíter. Sama get ég sagt um barka minn, sem blæs úr sér orðunum, og um tungu mína, sem mótar þau á leiðinni: ég á bágt með að skilja sjálfan mig. Það er ekki lengra síðan en í gær að þú varst hula fyrir augum mér, vaxtappi í eyrum mér, í gær átti ég mér af- sökun: þú varst afsökun mín fyrir að vera til, því að þú hafðir sett mig í heiminn til að þjóna markmiðum þínum, og heimurinn var gamall miðlari sem talaði við mig um þig án afláts. Og nú hefur þú yfirgefið mig. Júpíter: Ætti ég að yfirgefa þig? Órestes: I gær var Elektra hjá mér; öll náttúran umlukti mig; hún söng þér lof, dísin, og gaf mér f jölda heilræða. Og til að mýkja skap mitt varð brennandi sólargeislinn mild- ari eins og þegar hula er dregin fyrir augu; og til að láta mig gleyma öllum mótgerðum varð himinninn unaðsblíður eins og fyrir- gefning. Æska mín reis upp samkvæmt boði þínu, hún horfði á mig bænaraugum eins og unnusta, sem reynir að halda í heitrofann: ég leit æsku mína í síðasta sinn. Og skyndi- lega helltist frelsi mitt yfir mig og nísti mig í gegn, náttúran hrökk aftur á bak, ég átti ekki framar neinn aldur og ég stóð aleinn í þessum blessaða heimi þínum einsog maður, sem hefur týnt skugga sínum; og það fyrir- finnst ekki framar neitt á himnum, hvorki gott né illt, né neinn til að skipa mér fyrir. Júpíter: Einmitt það já? Á ég að dást að lambinu, sem fjárkláðinn stíar frá hjörðinni, eða hinum líkþráa, sem er í sóttkví? Minnztu þess, Órestes, að þú varst einn úr hjörð minni, þú nærðist í haganum á meðal sauða minna. Frelsi þitt er ekki annað en kláði, sem kitlar þig, ekki annað en útlegð. Órestes: Útlegð. Satt er það. Júpíter: Hið illa á sér ekki djúpar rætur; það er aðeins daggamalt. Komdu aftur til okkar. Komdu aftur: sjáðu hvað þú ert ein- mana, jafnvel systir þín snýr við þér bakinu. Þú ert fölur, augu þín þenjast út af angist. Hefurðu von um að lifa? Ómannleg vonzka nagar þig innan, hún er eðli mínu framandi, þér sjálfum framandi. Komdu aftur: ég er gleymskan, ég er hvíldin. Órestes: Hún er sjálfum mér framandi, satt er það. Utan við eðlið, gegn eðlinu, án af- sökunar, án stoðar nema í mér. En ég beygi mig ekki aftur undir lög þín: ég er dæmdur til að halda engin lög nema sjálfs mín. Ég hverf ekki aftur til þeirrar náttúru, sem þú ræður yfir. Ótal leiðir liggja til þín, en ég get enga farið nema mína leið, — því að ég er maður, Júpíter, og hver maður verður að finna leið fyrir sig. Náttúruna hryllir við manninum, og þig, þig hæstráðanda guðanna, þig hryllir líka við mönnunum. Júpíter: Engin lýgi er það, að ég hata þá, þegar þeir líkjast þér. Órestes: Gættu að þér. Nú játarðu veik- leika þinn. Ekki hata ég þig. Hvað er á milli okkar. Við berumst hvor að öðrum án þess að snertast, eins og tvö skip. Þú ert guð og ég er frjáls; við erum báðir jafn einmana og angist okkar er söm. Hver segir þér, að ég 17

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.