Birtingur - 01.04.1956, Qupperneq 28

Birtingur - 01.04.1956, Qupperneq 28
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON: Bygginqarlist Aðdragandi Það er engin tilviljun að enskir húsameistarar komu fyrstir auga á að eitthvað væri bogið við þróun byggingarlistar á síðustu öld. Iðnbyltingin hófst einmitt í Englandi, og þar komu fyrst í Ijós andstæður nýja og gamla tímans, handverks og iðnvæðingar. Hinn franskættaði húsameistari, Augustus Welby Pugin, gerði sér fyrstur manna grein fyrir ástandinu og skrifaði meðal annars bókina Con- trasts, þar sem hann benti á þýðingu innri gerðar hússins fyrir útlit þess og bar hinn upphafna einfaldleik miðaldabygginga saman við þurran og harðan svip ný-klassískra húsa. En þessi hreyfing endaði í eftiröpun gotneska stílsins á líkan hátt og hinn gríski hafði áður verið apaður af viðurkenndum listaskólum. Hér má einnig geta annars spámanns gotneska stílsins, gagnrýnandans Johns Rúskins, sem við eigum meðal annars það að þakka, að hann uppgötvaði ítölsku prímitívistana svokölluðu, málara, er lifðu á undan Michelangelo, Rafael og Leonardo da Vinci og fallið höfðu í skuggann af þeim, og ber þar hæst Giotto og Botticelli. Franski húsameisarinn Violet-le-Duc var upphafsmaður samskonar endurvakningar í Frakklandi, og hann á iheiðurinn af því, að gotnesku snilldarverkunum í Reims, Chartres og Rouen var verðugur sómi sýndur. Einnig ber að nefna íslandsvininn William Morris, sem harðast barðist gegn vélvæðingu og leitaðist við að endurvekja anda hins gamla listræna hand- verks. 26 Phillip Webh: Hús William Morris 1859

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.