Birtingur - 01.04.1956, Side 29

Birtingur - 01.04.1956, Side 29
C. F. A. Voysey: íbúðarhús 1901 Verkíræðingar 19. aldar Þessir menn hreinsuðu andrúmsloftið og sneru fyrstir baki við dauð- um reglum listaskólanna. William Morris lét til dæmis reisa sér hús í bóndabæjarstíl, sem var gjörbylting á þeim tímum og varð að vissu leyti fyrsti vísir nútíma byggingarlistar. 1 kjölfar fyrrnefndra manna komu aðrir, sem voru að vísu ekki að reyna að skapa nútíma byggingarlist, er við nefnum svo nú á dögum, en voru óháðir fortíðinni og reyndu að reisa hús með tilliti til þess efniviðar, er þeir höfðu yfir að ráða. Þannig var til dæmis um C. F. A. Voysey, sem reisti aðallega sveitasetur í algjörlega nýjum stíl, og Norman Shaw, er fyrstur lét reisa svokölluð garðahúshverfi, sem eru fyrirmynd ótölulegra húsaþyrpinga í útjöðrum stórborganna. Að vissu leyti er þó upphafs nútíma lista að leita í verkfræðilegum byggingarframkvæmdum, stórbrúm, jámbrautarstöðvum, hafnarskemm- um, sýningarsölum. Verkfræðingar 19. aldar eru fyrstu nútíma húsa- meistarar að því leyti, að þeir notuðu stálbita og stálgrindur löngu áður en ihúsameistarar höfðu gert sér grein fyrir nytsemi þeirra við smíði nú- tíma húsa. En verk þessara fmmherja geta vart talizt til byggingarlistar vegna þess, að þau skorti bæði stíl og fegurð. Á meginlandinu tók einnig að roða af nýjum degi eins og í Englandi. Ein fyrsta tilraunin, sem gerð var þar til að skapa nútíma stíl, nefndist Art Nouveau, á þýzku Jugendstil. Hún skar sig úr endurvakningarhreyf- ingum þeim, er áður getur, að því leyti að reynt var að snúa algjörlega baki við fortíðinni og skapa eitthvað nýtt. Upphafsmaður hennar var Belginn Henri van de Velde. Hann beitti sér fyrir að listamenn og húsameistarar ræddu gildi innri gerðar og forms fyrir byggingarlist, en eini árangur þeirra viðræðna varð uppfinning nokkurra blómamunstra. Enn í dag geta þeir, sem ganga niður í neðanjarðarbraut Parísar, séð leifar þessarar tízkustefnu í vafningum járngrindanna, sem umlykja niðurstigið. Art Nouveau átti miklu fylgi að fagna á heimssýningunni í París árið 1900. 27

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.