Birtingur - 01.04.1956, Blaðsíða 39
að segja strax farinn að taka afleiðingum þess, að
honum er ljóst, að hann er staddur í hversdags-
legu umhverfi. Sumt af því, sem hann sýnir nú eru
virðingarverðar tilraunir til að móta efnið sam-
kvæmt listrænum kröfum. Með öðrum orðum:
Vinnulagið er stórum viðfelldnara en fyrr. Hins
vegar er súbjektíf afstaða til málverksms nær ó-
breytt.
Hafsteinn Austmann
Þótt Hafsteinn Austmann hafi ekki málað lengi,
kveður hann sér hljóðs á þann hátt, að menn hljóta
að leggja við hlustirnar. Af eldri myndum varð
fátt ráðið um hæfileika hans en nýju olíumálverk-
in taka af allan vafa. Hér er gott málaraefni á ferð.
Einkum virðist litarkenndin upprunaleg, eins og
raunar hjá flestum íslenzkum málurum, sem ein-
hver töggur er í. Aftur á móti hefur hann orðið
fyrir sterkum áhrifum af „stílum“ eldri listamanna
og leitar að persónulegu tjáningarformi, þótt ekki
verði annað sagt en hann leysi sum verkefnin með
prýði.
Hafsteinn Austmann: Vatnslitamynd
37