Birtingur - 01.04.1956, Síða 42

Birtingur - 01.04.1956, Síða 42
semi kjarnorkuofna, en annars hefur það sannast ótvírætt við óteljandi athuganir á kjarnbreytingum. Áður voru massi og orka álitin aðskilin, hlutur hefði ákveðinn massa óháðan orku sinni og orka hefði engan massa. Einstein sýndi fram á, að orka og massi væru aðeins tvö orð um eitt og það sama. Hver massi hefur ákveðna orku og ákveðin orka hefur ákveðinn massa. Massi þeirrar varma- orku, sem nægir til að breyta þúsund tonn- um af vatni í gufu, vegur aðeins einn þrítug- asta úr grammi. Ef massa, sem er einn þrítug- asti úr grammi, er breytt í orku, nægir sú orka til að breyta þúsund tonnum af vatni í gufu. Við kjarnaklofnun breytist örlítill massi í geysimikla orku og einnig við sam- runa kjarna, en sá samruni liggur til grund- vallar orku sólarinnar. Hvernig var svo þessum kenningum Ein- steins tekið, þar sem hann gerbreytti hug- myndum manna um tíma og rúm, leysti eitt aðalvandamál eðlisfræði síns tíma og fann nýjar merkilegar niðurstöður. Fyrstu árin vissu aðeins örfáir menn um kenningar hans, en þeim var það ljóst, hve merkilegar þær voru. Einn af þessum mönnum var Hermann Minkowski, prófessor í stærðfræði í Götting- en. Hann hélt árið 1908 frægan fyrirlestur í félagi vísindamanna og lækna og hóf mál sitt á þessa leið: „Þær skoðanir um tíma og rúm, sem ég vil bera fram fyrir yður, uxu í jarðvegi eðlisfræðilegra tilrauna, og í því liggur styrk- ur þeirra. Þær eru róttækar. Héðan í frá hljóta rúmið og tíminn sem sjálfstæðar heild- ir, að verða sem skuggar, en aðeins eins kon- ar sameining þeirra að haldast sem sjálf- stæður raunveruleiki". Þessi sameining tíma og rúms er kölluð hinn fervíði rúm-tími og hefur valdið miklum heilabrotum hjá mönn- um, sem hafa heyrt eða lesið um þennan fer- víða rúm-tíma sem einhvern óskiljanlegan leyndardóm. 1 raun og veru er ekkert leynd- ardómsfullt við hann. Til að ákveða atburði þarf að geta um hvar og hvenær hann gerist. Til þess þarf f jórar tölur, þrjár til að ákveða stað hans í rúminu og eina til að ákveða stað hans í tímanum. Fyrir daga Einsteins var tími álitinn alveg óháður rúminu, þ. e. óháður miðunarkerfi því, sem notað var til að ákveða stað atburðarins, því að hann var sá sami fyrir öll miðunarkerfi. Breytingin vegna af- stæðiskenningarinnar er, að ekki er hægt að skilja rúm og tíma að óháð miðunarkerfinu, því að talan, sem gefur til kynna tíma atburð- ar er háð því hvaða miðunarkerfi er notað til að ákveða stað hans í rúminu. Fervíður rúm- tími þýðir því ekki annað en að fjórar tölur þarf til að ákveða atburð, en skiptingin í þrjár rúmtölur og eina tímatölu er háð athugand- anum. 40

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.