Birtingur - 01.12.1957, Page 18

Birtingur - 01.12.1957, Page 18
1 á hann svona óforvarandis, heldur einungis að biðja um stefnumót. Vinnustofa, sagði ég. Svefnherbergi, eldhús, bað, dagstofa hefði ég eins getað sagt, því vistarveran er þetta allt í senn. Hér hefur hann búið með konu sinni í 30 ár og borðað pínulitla kartöflu af pínulitlum diski tvisvar á dag, eins og kunningi minn franskur komst að orði. Það sem mér fannst mest til um þarna inni, næst hinum sterka persónu- leika húsráðanda, var nostursleg hirðusemi og snyrtibragur í smáu sem stóru: litaspjaldið féll svo vel inn í umhverfið að ég var lengi að finna það, einnig á því var allt í röð og reglu — obbolitlir deplar af litum sem hann var að mála með. Hið eina sem vitnaði um að hér væri vinnustofa málara voru geysistórar trönur með mynd, sem hann var að ljúka við. Þarna sat hann þá fyrir framan mig þessi maður, sem barizt hefur við skort og skilningsleysi hartnær fimmtíu ár, fengið tvisvar sinnum slag, kúldazt í húsnæði sem þætti rúmlítil borðstofa hér heima — og verður nú að halda báðum höndum um pensilinn til þess að geta valdið honum. Áhrif hans á heimslistina eru mikil orðin, og þó á hróður hans eftir að vaxa, því enn er hann lítt þekktur af öðrum en ungum mönnum víðsvegar um hnöttinn er líta á hann sem meistara sinn. Ég spyr hvenær við getum ræðzt við. Hann kallar til konu sinnar: Marie, hvenær get ég talað við hann, á þriðjudag? Kona hans hafði verið að masa við konuna, sem kom til dyra, bak við skerm sem skilur svefn- herbergi og vinnustofu; hún svarar: nei, þá þarf að gera þetta . . . En Málverk 1938.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.